Ungur Sjálfstæðismaður reyndi að tala um fyrir Hönnu Birnu í aðdraganda formannnsslags Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 14:12 Hanna Birna Kristjánsdóttir segir að sér hafi alltaf liðið eins og gesti í pólitík. Vísir/vilhelm Meðlimur í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins pantaði fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún ákvað að bjóða sig fram til formennsku í flokknum og tjáði henni að hún þyrfti að átta sig á hversu langt hún gæti komist. Þetta kom fram í Morgunútvarpinu í morgun þar sem rætt var við Hönnu Birnu. Hanna Birna bauð sig fram sem formaður flokksins árið 2011 gegn Bjarna Benediktssyni. Bjarni hafði betur gegn Hönnu Birnu og var Ólöf Nordal kjörin varaformaður flokksins á landsfundi þetta ár. „Ég var búin að vera borgarstjóri, ég var búin að vera oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ég var búin að vera borgarfulltrúi í mörg ár, ég var búin að vera aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, búin að vera þátttakandi í stjórnmálum í svona átján ár þegar ég ákvað að bjóða mig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hanna Birna.Ekki komnir til að kjósa konu „Þá pantaði hjá mér viðtal ungur strákur úr ungliðahreyfingu flokksins sem ég tilheyri og settist á móti mér og vildi ræða það við mig að ég þyrfti að átta mig á því hversu langt ég gæti farið. Hann var sko sirka 25 árum yngri en ég en hann taldi ástæðu til þess að vekja athygli mína á því að menn þyrftu nú kannski að setjast niður og velta því fyrir sér hversu bratt þeir gætu gengið upp þennan stiga. Ég er ekki viss um að hann hefði tekið slíkt samtal við 45 ára gamlan karl.“ „Ég fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins og bauð mig fram sem formaður og ég veit ekki hversu mörg samtöl ég tók þar sem miðaldra karlmenn og eldri karlar og karlar alls staðar að af landinu settust niður og sögðu „elsku Hanna mín. Ég er rosalega hrifinn af þér og þinni pólitík en þú getur ekki ætlast til að ég sé hingað kominn til að kjósa konu.“Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2011.Vísir/DaníelHanna Birna er stjórnarformaður samtakanna Women Political leaders og ræddi meðal annars um áskorun rúmlega 300 stjórnmálakvenna sem vilja vekja athygli á kynferðislegri áreitni og ofbeldi innan stjórnmála. „Mér finnst ótrúlegt hvernig þessar konur eru að gera þetta og þær skuli gera það þvert á flokka. Ýta til hliðar ágreiningi um mál sem skipta miklu minna máli og segja „þetta er staðan.“ Fyrir mig er ég bara ótrúlega stolt af því að við höfum gert þetta,“ segir Hanna Birna. Hún segir þetta vera viðvarandi vandamál um allan heim og að það sé svo umfangsmikið og alvarlegt að nauðsynlegt sé að ræða það. „Þetta er hluti af veruleika kvenna, þessi endalausa áminning um það að við séum konur, að við eigum að gegna ákveðnu hlutverki, við eigum að vera á ákveðnum stað. Mér finnst í öllu þessu og ég hef oft sagt það. Mér leið alltaf eins og gesti í stjórnmálum. Mér leið eins og karlarnir hefðu boðið í boðið og ráðið gestalistanum og skemmtiatriðunum og hvernig þetta allt átti að vera og ég fékk að vera með.“Megi ekki móta umhverfið Hanna Birna segir viðhorfið vera að breytast og að karlmenn virði frekar þessa tilfinningu og upplifun kvenna. „En málið er að það breytist ekkert í stjórnmálunum, það breytist ekkert í samfélaginu, það breytist ekkert veruleiki ungs fólks í dag sem langar að taka þátt fyrr en að konur eru viðurkenndar á þessum vettvangi með sömu rödd og karlar. Ekki bara ein og ein kona upp á punt, heldur raunveruleg þátttaka kona þar sem ég fæ að vera kona en þarf ekki að breytast í lítinn karl til að geta fúnkerað þarna.“Fannst þér þú hafa gert það? „Þegar ég er að byrja í þessu eru náttúrulega færri konur en í dag. það er líka þessi menning sem við höfum verið að tala um og gagnrýna. Það er þessi menning að ein kona sé nóg. Þessi menning að ef að flokkarnir geta sagt „Við höfum hana Hönnu Birnu, Við höfum Ingibjörgu Sólrúnu eða við höfum Katrínu Jakobsdóttur“ þá sé það bara afgreitt. Þá erum við aftur komin að þessu sem ég er að tala um sem er þessi tilfinning að við megum vera þarna en við megum ekki móta umhverfið.“ Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Meðlimur í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins pantaði fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún ákvað að bjóða sig fram til formennsku í flokknum og tjáði henni að hún þyrfti að átta sig á hversu langt hún gæti komist. Þetta kom fram í Morgunútvarpinu í morgun þar sem rætt var við Hönnu Birnu. Hanna Birna bauð sig fram sem formaður flokksins árið 2011 gegn Bjarna Benediktssyni. Bjarni hafði betur gegn Hönnu Birnu og var Ólöf Nordal kjörin varaformaður flokksins á landsfundi þetta ár. „Ég var búin að vera borgarstjóri, ég var búin að vera oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ég var búin að vera borgarfulltrúi í mörg ár, ég var búin að vera aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, búin að vera þátttakandi í stjórnmálum í svona átján ár þegar ég ákvað að bjóða mig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hanna Birna.Ekki komnir til að kjósa konu „Þá pantaði hjá mér viðtal ungur strákur úr ungliðahreyfingu flokksins sem ég tilheyri og settist á móti mér og vildi ræða það við mig að ég þyrfti að átta mig á því hversu langt ég gæti farið. Hann var sko sirka 25 árum yngri en ég en hann taldi ástæðu til þess að vekja athygli mína á því að menn þyrftu nú kannski að setjast niður og velta því fyrir sér hversu bratt þeir gætu gengið upp þennan stiga. Ég er ekki viss um að hann hefði tekið slíkt samtal við 45 ára gamlan karl.“ „Ég fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins og bauð mig fram sem formaður og ég veit ekki hversu mörg samtöl ég tók þar sem miðaldra karlmenn og eldri karlar og karlar alls staðar að af landinu settust niður og sögðu „elsku Hanna mín. Ég er rosalega hrifinn af þér og þinni pólitík en þú getur ekki ætlast til að ég sé hingað kominn til að kjósa konu.“Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2011.Vísir/DaníelHanna Birna er stjórnarformaður samtakanna Women Political leaders og ræddi meðal annars um áskorun rúmlega 300 stjórnmálakvenna sem vilja vekja athygli á kynferðislegri áreitni og ofbeldi innan stjórnmála. „Mér finnst ótrúlegt hvernig þessar konur eru að gera þetta og þær skuli gera það þvert á flokka. Ýta til hliðar ágreiningi um mál sem skipta miklu minna máli og segja „þetta er staðan.“ Fyrir mig er ég bara ótrúlega stolt af því að við höfum gert þetta,“ segir Hanna Birna. Hún segir þetta vera viðvarandi vandamál um allan heim og að það sé svo umfangsmikið og alvarlegt að nauðsynlegt sé að ræða það. „Þetta er hluti af veruleika kvenna, þessi endalausa áminning um það að við séum konur, að við eigum að gegna ákveðnu hlutverki, við eigum að vera á ákveðnum stað. Mér finnst í öllu þessu og ég hef oft sagt það. Mér leið alltaf eins og gesti í stjórnmálum. Mér leið eins og karlarnir hefðu boðið í boðið og ráðið gestalistanum og skemmtiatriðunum og hvernig þetta allt átti að vera og ég fékk að vera með.“Megi ekki móta umhverfið Hanna Birna segir viðhorfið vera að breytast og að karlmenn virði frekar þessa tilfinningu og upplifun kvenna. „En málið er að það breytist ekkert í stjórnmálunum, það breytist ekkert í samfélaginu, það breytist ekkert veruleiki ungs fólks í dag sem langar að taka þátt fyrr en að konur eru viðurkenndar á þessum vettvangi með sömu rödd og karlar. Ekki bara ein og ein kona upp á punt, heldur raunveruleg þátttaka kona þar sem ég fæ að vera kona en þarf ekki að breytast í lítinn karl til að geta fúnkerað þarna.“Fannst þér þú hafa gert það? „Þegar ég er að byrja í þessu eru náttúrulega færri konur en í dag. það er líka þessi menning sem við höfum verið að tala um og gagnrýna. Það er þessi menning að ein kona sé nóg. Þessi menning að ef að flokkarnir geta sagt „Við höfum hana Hönnu Birnu, Við höfum Ingibjörgu Sólrúnu eða við höfum Katrínu Jakobsdóttur“ þá sé það bara afgreitt. Þá erum við aftur komin að þessu sem ég er að tala um sem er þessi tilfinning að við megum vera þarna en við megum ekki móta umhverfið.“
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira