Undiralda vegna Rammans á Alþingi Svavar Hávarðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Tillaga verkefnisstjórnar fór óbreytt til þingsins frá hendi núverandi og fyrrverandi umhverfismálaráðherra. Hafi verið tekist um málið undanfarin ár þá virðist þess sama að vænta nú eins og heyra mátti á þingmönnum. vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti fyrir þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, eða 3. áfanga rammaáætlunar, á þriðjudag. Af umræðum á þinginu má ráða að harðra átaka sé að vænta um málið. Tillagan er óbreytt frá hendi verkefnastjórnar rammaáætlunar sem forveri Bjartar, Sigrún Magnúsdóttir, lagði fram á liðnu þingi. Eftir að Björt hafði mælt fyrir málinu kom Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkis-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, næstur á eftir henni í ræðustól. Hann sagði: „ …þegar þetta plagg var afgreitt úr fyrri ríkisstjórn var ég með fyrirvara á plagginu og eins í þingflokki Framsóknarflokksins, því að mér finnst þetta plagg vera ónýtt.“ Sjálf sér Björt þingsályktunartillöguna í því ljósi að í senn sé um að ræða öfluga „orkunýtingaráætlun á sama tíma og hún er metnaðarfull verndaráætlun“.Teitur Björn EinarssonLagt er til að um 660 MW bætist í nýtingarflokk. Þannig feli 2. og 3. áfangi í sér mikla möguleika til orkuöflunar, rúmlega 1.400 MW. Til samanburðar er uppsett afl allra núverandi virkjana á Íslandi 2.500 MW, sagði ráðherra. „Á sama tíma er lagt til að mörg mikilvæg svæði verði sett í vernd. Þannig er mjög gott jafnvægi í þessum tillögum milli sjónarmiða verndunar og nýtingar ef það er mælt í orkueiningum en verndarflokkur og nýtingarflokkur eru nokkurn veginn jafn stórir í þessum tillögum,“ sagði Björt. Umræðurnar stóðu í á fimmtu klukkustund áður en málinu var vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Má minna á að á síðasta þingi var það mjög umdeilt að málið var til umfjöllunar í atvinnuveganefnd, og var þráfaldlega bent á að það ætti heima í umhverfisnefnd þingsins, eins og sitjandi ráðherra hefur fengið í gegn.Í umræðunum var sleginn varnagli af stjórnarandstöðunni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði sérstaklega um Þjórsá – ungt fólk á svæðinu hefði stigið fram og vildi ekki uppbyggingu með sama hætti og eldri kynslóðir. Heilt yfir séu önnur atvinnutækifæri efst í huga komandi kynslóða og þau byggi ekki endilega á raforkuframleiðslu. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði mikilvægt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki þurfi að skoða eitt og annað mun betur. Það megi spyrja hvað liggi á og hvað eigi að gera við allt það rafmagn sem leyfilegt er að framleiða með því að nýta þá orkukosti sem skipað er í nýtingarflokk rammaáætlunar nú þegar. Loftslagsmálin séu ein og sér nægt tilefni til þess að fara varlega. Á sama tíma má ráða að málið mæti andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins – þingmaðurinn Teitur Björn Einarsson sagði að umhverfisnefnd þingsins yrði að vera í nánu samstarfi við atvinnuveganefnd við umfjöllun málsins – og vel megi búast við að einstakir kostir færist úr nýtingu eða vernd og yfir í biðflokk. Eins að gangi málið illa í meðförum þingsins þurfi að endurskoða löggjöfina. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði tíðindi felast í orðum Teits – um stjórnarmál væri að ræða og það lagt fram í nafni hennar. Teitur setji efnislega fyrirvara við málið og spurði hvort hann einn stjórnarþingmanna væri þeirrar skoðunar. Teitur sagði túlkun Svandísar á orðum hans „frjálslega“, hann styddi málið og færi einfaldlega fram á vandaða þinglega meðferð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti fyrir þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, eða 3. áfanga rammaáætlunar, á þriðjudag. Af umræðum á þinginu má ráða að harðra átaka sé að vænta um málið. Tillagan er óbreytt frá hendi verkefnastjórnar rammaáætlunar sem forveri Bjartar, Sigrún Magnúsdóttir, lagði fram á liðnu þingi. Eftir að Björt hafði mælt fyrir málinu kom Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkis-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, næstur á eftir henni í ræðustól. Hann sagði: „ …þegar þetta plagg var afgreitt úr fyrri ríkisstjórn var ég með fyrirvara á plagginu og eins í þingflokki Framsóknarflokksins, því að mér finnst þetta plagg vera ónýtt.“ Sjálf sér Björt þingsályktunartillöguna í því ljósi að í senn sé um að ræða öfluga „orkunýtingaráætlun á sama tíma og hún er metnaðarfull verndaráætlun“.Teitur Björn EinarssonLagt er til að um 660 MW bætist í nýtingarflokk. Þannig feli 2. og 3. áfangi í sér mikla möguleika til orkuöflunar, rúmlega 1.400 MW. Til samanburðar er uppsett afl allra núverandi virkjana á Íslandi 2.500 MW, sagði ráðherra. „Á sama tíma er lagt til að mörg mikilvæg svæði verði sett í vernd. Þannig er mjög gott jafnvægi í þessum tillögum milli sjónarmiða verndunar og nýtingar ef það er mælt í orkueiningum en verndarflokkur og nýtingarflokkur eru nokkurn veginn jafn stórir í þessum tillögum,“ sagði Björt. Umræðurnar stóðu í á fimmtu klukkustund áður en málinu var vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Má minna á að á síðasta þingi var það mjög umdeilt að málið var til umfjöllunar í atvinnuveganefnd, og var þráfaldlega bent á að það ætti heima í umhverfisnefnd þingsins, eins og sitjandi ráðherra hefur fengið í gegn.Í umræðunum var sleginn varnagli af stjórnarandstöðunni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði sérstaklega um Þjórsá – ungt fólk á svæðinu hefði stigið fram og vildi ekki uppbyggingu með sama hætti og eldri kynslóðir. Heilt yfir séu önnur atvinnutækifæri efst í huga komandi kynslóða og þau byggi ekki endilega á raforkuframleiðslu. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði mikilvægt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki þurfi að skoða eitt og annað mun betur. Það megi spyrja hvað liggi á og hvað eigi að gera við allt það rafmagn sem leyfilegt er að framleiða með því að nýta þá orkukosti sem skipað er í nýtingarflokk rammaáætlunar nú þegar. Loftslagsmálin séu ein og sér nægt tilefni til þess að fara varlega. Á sama tíma má ráða að málið mæti andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins – þingmaðurinn Teitur Björn Einarsson sagði að umhverfisnefnd þingsins yrði að vera í nánu samstarfi við atvinnuveganefnd við umfjöllun málsins – og vel megi búast við að einstakir kostir færist úr nýtingu eða vernd og yfir í biðflokk. Eins að gangi málið illa í meðförum þingsins þurfi að endurskoða löggjöfina. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði tíðindi felast í orðum Teits – um stjórnarmál væri að ræða og það lagt fram í nafni hennar. Teitur setji efnislega fyrirvara við málið og spurði hvort hann einn stjórnarþingmanna væri þeirrar skoðunar. Teitur sagði túlkun Svandísar á orðum hans „frjálslega“, hann styddi málið og færi einfaldlega fram á vandaða þinglega meðferð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira