Kári Stefánsson: Heimskulegt að lögbinda kynjahlutfall í störfum Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. febrúar 2017 13:36 Ragnhildur, Kári og Edda. „Ef við horfum á minn vinnustað þá erum við að vissu leyti stofnun í hagnýtri stærðfræði. Við erum alltaf að leita að tengslum milli breytanleika í röðum níturbasa í erfðamengi og breytanleika í svipgerð mannsins. Í þeirri leit notum við tölfræði og tölfræðideildin er næstum eingöngu skipuð karlmönnum þar sem sjálfsagt flestir starfsmenn uppfylla greiningarskilyrði fyrir asperger heilkenni. Það heilkenni er tíu sinnum algengara hjá körlum en konum og því virðist vera auðveldara að finna þá hæfileika sem þarf í starfið meðal karla en kvenna. Við höfum átt í erfiðleikum með að finna konur í störf innan tölfræðideildarinnar og ég held að það sé næstum því alfarið út af muninum á kven- og karlheilanum. Við sitjum því uppi með karlana,” segir Kári Stefánsson í nýrri bók Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Eddu Hermannsdóttur, Forystuþjóð – þar sem rætt er við yfir valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra á jafnréttismálum.Enga hugmynd um kynjahlutföll „Hér hjá fyrirtækinu eru hinsvegar miklu fleiri konur þegar kemur að vinnu í líffræðinni sjálfri. Annars hef ég ekki minnstu hugmynd um hvernig kynjahlutföllin eru í mínu fyrirtæki því mér er alveg sama hvert kynið er þegar ég ræð fólk í vinnu. Ég er þó sammála því að það ríki kynjamisrétti í samfélaginu. Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst hvað við eigum að gera til að breyta þessu en ég held að það sé vafasamt að lögbinda kynjahlutföll í störfum. Mér finnst það heimskulegt. Mér finnst líka óskynsamlegt að setja lög um samsetningu stjórna fyrirtækja. Allar þvinganir vinna endanlega gegn upphaflegum tilgangi.” Kári segist hafa velt því fyrir sér hvað séu mikilvæg störf. „Þá finnst mér móðurhlutverkið og hlutverk leikskólakennara og kennara almennt vera eitt það mikilvægasta. Það virðist vera auðveldara að finna hæfileikaríkar konur til að sinna þessum störfum og ég held að það sé líffræðileg ástæða fyrir því. Þróunarfræðilega séð hefur konan þurft að vera ábyrg fyrir því barni sem hún ber.” Kári er einn af ríflega þrjátíu viðmælendum í bókinni sem allir hafa misjafnar skoðanir á jafnréttismálum. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason segist þannig engar sérstakar áhyggjur hafa af því að konur ryðjist með sín réttindi, yfir hans forréttindi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir til að mynda góðar hugmyndir kynlausar og gefur lítið fyrir misrétti milli kynja.Kvennaskeið að hefjast Þá fullyrðir fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir að kvennaskeið sé að hefjast – það sé ekki hafið, en við séum á þröskuldinum. Við ræðum margar hliðar jafnréttismála á opinskáan hátt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld – m.a. við höfunda Forystuþjóðar, Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarmann.Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Ef við horfum á minn vinnustað þá erum við að vissu leyti stofnun í hagnýtri stærðfræði. Við erum alltaf að leita að tengslum milli breytanleika í röðum níturbasa í erfðamengi og breytanleika í svipgerð mannsins. Í þeirri leit notum við tölfræði og tölfræðideildin er næstum eingöngu skipuð karlmönnum þar sem sjálfsagt flestir starfsmenn uppfylla greiningarskilyrði fyrir asperger heilkenni. Það heilkenni er tíu sinnum algengara hjá körlum en konum og því virðist vera auðveldara að finna þá hæfileika sem þarf í starfið meðal karla en kvenna. Við höfum átt í erfiðleikum með að finna konur í störf innan tölfræðideildarinnar og ég held að það sé næstum því alfarið út af muninum á kven- og karlheilanum. Við sitjum því uppi með karlana,” segir Kári Stefánsson í nýrri bók Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Eddu Hermannsdóttur, Forystuþjóð – þar sem rætt er við yfir valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra á jafnréttismálum.Enga hugmynd um kynjahlutföll „Hér hjá fyrirtækinu eru hinsvegar miklu fleiri konur þegar kemur að vinnu í líffræðinni sjálfri. Annars hef ég ekki minnstu hugmynd um hvernig kynjahlutföllin eru í mínu fyrirtæki því mér er alveg sama hvert kynið er þegar ég ræð fólk í vinnu. Ég er þó sammála því að það ríki kynjamisrétti í samfélaginu. Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst hvað við eigum að gera til að breyta þessu en ég held að það sé vafasamt að lögbinda kynjahlutföll í störfum. Mér finnst það heimskulegt. Mér finnst líka óskynsamlegt að setja lög um samsetningu stjórna fyrirtækja. Allar þvinganir vinna endanlega gegn upphaflegum tilgangi.” Kári segist hafa velt því fyrir sér hvað séu mikilvæg störf. „Þá finnst mér móðurhlutverkið og hlutverk leikskólakennara og kennara almennt vera eitt það mikilvægasta. Það virðist vera auðveldara að finna hæfileikaríkar konur til að sinna þessum störfum og ég held að það sé líffræðileg ástæða fyrir því. Þróunarfræðilega séð hefur konan þurft að vera ábyrg fyrir því barni sem hún ber.” Kári er einn af ríflega þrjátíu viðmælendum í bókinni sem allir hafa misjafnar skoðanir á jafnréttismálum. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason segist þannig engar sérstakar áhyggjur hafa af því að konur ryðjist með sín réttindi, yfir hans forréttindi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir til að mynda góðar hugmyndir kynlausar og gefur lítið fyrir misrétti milli kynja.Kvennaskeið að hefjast Þá fullyrðir fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir að kvennaskeið sé að hefjast – það sé ekki hafið, en við séum á þröskuldinum. Við ræðum margar hliðar jafnréttismála á opinskáan hátt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld – m.a. við höfunda Forystuþjóðar, Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarmann.Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira