Kári Stefánsson: Heimskulegt að lögbinda kynjahlutfall í störfum Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. febrúar 2017 13:36 Ragnhildur, Kári og Edda. „Ef við horfum á minn vinnustað þá erum við að vissu leyti stofnun í hagnýtri stærðfræði. Við erum alltaf að leita að tengslum milli breytanleika í röðum níturbasa í erfðamengi og breytanleika í svipgerð mannsins. Í þeirri leit notum við tölfræði og tölfræðideildin er næstum eingöngu skipuð karlmönnum þar sem sjálfsagt flestir starfsmenn uppfylla greiningarskilyrði fyrir asperger heilkenni. Það heilkenni er tíu sinnum algengara hjá körlum en konum og því virðist vera auðveldara að finna þá hæfileika sem þarf í starfið meðal karla en kvenna. Við höfum átt í erfiðleikum með að finna konur í störf innan tölfræðideildarinnar og ég held að það sé næstum því alfarið út af muninum á kven- og karlheilanum. Við sitjum því uppi með karlana,” segir Kári Stefánsson í nýrri bók Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Eddu Hermannsdóttur, Forystuþjóð – þar sem rætt er við yfir valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra á jafnréttismálum.Enga hugmynd um kynjahlutföll „Hér hjá fyrirtækinu eru hinsvegar miklu fleiri konur þegar kemur að vinnu í líffræðinni sjálfri. Annars hef ég ekki minnstu hugmynd um hvernig kynjahlutföllin eru í mínu fyrirtæki því mér er alveg sama hvert kynið er þegar ég ræð fólk í vinnu. Ég er þó sammála því að það ríki kynjamisrétti í samfélaginu. Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst hvað við eigum að gera til að breyta þessu en ég held að það sé vafasamt að lögbinda kynjahlutföll í störfum. Mér finnst það heimskulegt. Mér finnst líka óskynsamlegt að setja lög um samsetningu stjórna fyrirtækja. Allar þvinganir vinna endanlega gegn upphaflegum tilgangi.” Kári segist hafa velt því fyrir sér hvað séu mikilvæg störf. „Þá finnst mér móðurhlutverkið og hlutverk leikskólakennara og kennara almennt vera eitt það mikilvægasta. Það virðist vera auðveldara að finna hæfileikaríkar konur til að sinna þessum störfum og ég held að það sé líffræðileg ástæða fyrir því. Þróunarfræðilega séð hefur konan þurft að vera ábyrg fyrir því barni sem hún ber.” Kári er einn af ríflega þrjátíu viðmælendum í bókinni sem allir hafa misjafnar skoðanir á jafnréttismálum. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason segist þannig engar sérstakar áhyggjur hafa af því að konur ryðjist með sín réttindi, yfir hans forréttindi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir til að mynda góðar hugmyndir kynlausar og gefur lítið fyrir misrétti milli kynja.Kvennaskeið að hefjast Þá fullyrðir fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir að kvennaskeið sé að hefjast – það sé ekki hafið, en við séum á þröskuldinum. Við ræðum margar hliðar jafnréttismála á opinskáan hátt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld – m.a. við höfunda Forystuþjóðar, Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarmann.Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Sjá meira
„Ef við horfum á minn vinnustað þá erum við að vissu leyti stofnun í hagnýtri stærðfræði. Við erum alltaf að leita að tengslum milli breytanleika í röðum níturbasa í erfðamengi og breytanleika í svipgerð mannsins. Í þeirri leit notum við tölfræði og tölfræðideildin er næstum eingöngu skipuð karlmönnum þar sem sjálfsagt flestir starfsmenn uppfylla greiningarskilyrði fyrir asperger heilkenni. Það heilkenni er tíu sinnum algengara hjá körlum en konum og því virðist vera auðveldara að finna þá hæfileika sem þarf í starfið meðal karla en kvenna. Við höfum átt í erfiðleikum með að finna konur í störf innan tölfræðideildarinnar og ég held að það sé næstum því alfarið út af muninum á kven- og karlheilanum. Við sitjum því uppi með karlana,” segir Kári Stefánsson í nýrri bók Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Eddu Hermannsdóttur, Forystuþjóð – þar sem rætt er við yfir valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra á jafnréttismálum.Enga hugmynd um kynjahlutföll „Hér hjá fyrirtækinu eru hinsvegar miklu fleiri konur þegar kemur að vinnu í líffræðinni sjálfri. Annars hef ég ekki minnstu hugmynd um hvernig kynjahlutföllin eru í mínu fyrirtæki því mér er alveg sama hvert kynið er þegar ég ræð fólk í vinnu. Ég er þó sammála því að það ríki kynjamisrétti í samfélaginu. Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst hvað við eigum að gera til að breyta þessu en ég held að það sé vafasamt að lögbinda kynjahlutföll í störfum. Mér finnst það heimskulegt. Mér finnst líka óskynsamlegt að setja lög um samsetningu stjórna fyrirtækja. Allar þvinganir vinna endanlega gegn upphaflegum tilgangi.” Kári segist hafa velt því fyrir sér hvað séu mikilvæg störf. „Þá finnst mér móðurhlutverkið og hlutverk leikskólakennara og kennara almennt vera eitt það mikilvægasta. Það virðist vera auðveldara að finna hæfileikaríkar konur til að sinna þessum störfum og ég held að það sé líffræðileg ástæða fyrir því. Þróunarfræðilega séð hefur konan þurft að vera ábyrg fyrir því barni sem hún ber.” Kári er einn af ríflega þrjátíu viðmælendum í bókinni sem allir hafa misjafnar skoðanir á jafnréttismálum. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason segist þannig engar sérstakar áhyggjur hafa af því að konur ryðjist með sín réttindi, yfir hans forréttindi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir til að mynda góðar hugmyndir kynlausar og gefur lítið fyrir misrétti milli kynja.Kvennaskeið að hefjast Þá fullyrðir fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir að kvennaskeið sé að hefjast – það sé ekki hafið, en við séum á þröskuldinum. Við ræðum margar hliðar jafnréttismála á opinskáan hátt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld – m.a. við höfunda Forystuþjóðar, Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarmann.Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Sjá meira