Í samtali við MagicSeaweed.com sagði Cotton frá því að um tíma fannst honum eins og hann væri að svífa.
„Ég hugsaði, vó, þetta er skrítið. Þetta ætti ekki að vera að gerast. Svo var þetta eins og að verða fyrir vörubíl, beint í bakið.“
Hann segist hafa setið fastur í briminu um skeið þar sem hann hafi ekki geta hreyft sig. Honum hafi þó fljótt verið bjargað. Cotty segir enn fremur að hann hafi brotið einn hryggjarlið en strandverðir hafi bjargað baki hans með því að hlúa vel að honum.