Út að borða með besta vininum Guðný Hrönn skrifar 7. september 2017 11:45 Það eru eflaust margir landsmenn sem hefðu áhuga á að fara út að borða með gæludýrinu sínu. Tillaga Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra, um að leyfa veitingafólki að ráða sjálfu hvort gæludýr séu leyfð inni á veitingastöðum og kaffihúsum sínum, vakti áhuga margra, meðal annars Hrefnu Rósu Sætran, katta- og veitingahúsaeiganda. „Já, þetta er alveg eitthvað sem mætti skoða, með einhverjum takmörkum,“ segir veitingahúsaeigandinn og dýravinurinn Hrefna Rósa Sætran. „Það væri alveg hægt að skoða þetta inni á kaffihúsum og kannski takmarka þetta við smærri dýr, t.d. kjölturakka.“„Og fólk þarf að þekkja dýrið sitt vel, hvort hægt sé að fara með það á kaffihús eða veitingastaði.“ Hrefna er eigandi Grillmarkaðarins, Fiskmarkaðarins og Skúla Craft bar. Spurð út í hvort hún myndi íhuga að leyfa dýr inni á sínum stöðum segir hún: „Þegar ég sá þessa tillögu þá hugsaði ég auðvitað strax um mína staði. Mér fannst þetta fyndin tilhugsun, að það væru dýr á mínum stöðum. Ég veit ekki alveg hvort það væri við hæfi, t.d. á Grillmarkaðinum,“ segir hún. Hrefna á sjálf tvo ketti og aðspurð hvort hún myndi vilja fara með þá á kaffihús segist hún ekki vera alveg viss. „Sko, ég myndi alveg vilja fara með þá á kaffihús, en ég veit ekki hvort þeir hefðu gaman af því. Annar þeirra myndi kannski fíla það, en hinn væri bara hræddur,“ segir hún og hlær. „Og það að vera með gæludýr er svolítið eins og að vera með barn, það er alveg vinna. Þannig að það er auðvitað meiri afslöppun að fara án gæludýra út að borða, finnst mér. Það gæti líka orðið skrautlegt ef mörg dýr væru saman komin á einum stað,“ segir hún og skellir upp úr.Eigendur og gæludýr þeirra sem geta kannski skellt sér saman út að borða innan skamms: Gísli Marteinn og hundurinn Tinni Helgi Björnsson og hundurinn Kátur Berglind Pétursdóttir og st. Bernardhundurinn Hófí Þorsteinn Guðmundsson og labradorinn Bangsi Edda Sif Pálsdóttir og hundurinn Fróði Ragnheiður Gröndal og kötturinn Bangsi Sóley Tómasdóttir og kötturinn Lína Logi Bergmann og guli kisinn hans Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Tillaga Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra, um að leyfa veitingafólki að ráða sjálfu hvort gæludýr séu leyfð inni á veitingastöðum og kaffihúsum sínum, vakti áhuga margra, meðal annars Hrefnu Rósu Sætran, katta- og veitingahúsaeiganda. „Já, þetta er alveg eitthvað sem mætti skoða, með einhverjum takmörkum,“ segir veitingahúsaeigandinn og dýravinurinn Hrefna Rósa Sætran. „Það væri alveg hægt að skoða þetta inni á kaffihúsum og kannski takmarka þetta við smærri dýr, t.d. kjölturakka.“„Og fólk þarf að þekkja dýrið sitt vel, hvort hægt sé að fara með það á kaffihús eða veitingastaði.“ Hrefna er eigandi Grillmarkaðarins, Fiskmarkaðarins og Skúla Craft bar. Spurð út í hvort hún myndi íhuga að leyfa dýr inni á sínum stöðum segir hún: „Þegar ég sá þessa tillögu þá hugsaði ég auðvitað strax um mína staði. Mér fannst þetta fyndin tilhugsun, að það væru dýr á mínum stöðum. Ég veit ekki alveg hvort það væri við hæfi, t.d. á Grillmarkaðinum,“ segir hún. Hrefna á sjálf tvo ketti og aðspurð hvort hún myndi vilja fara með þá á kaffihús segist hún ekki vera alveg viss. „Sko, ég myndi alveg vilja fara með þá á kaffihús, en ég veit ekki hvort þeir hefðu gaman af því. Annar þeirra myndi kannski fíla það, en hinn væri bara hræddur,“ segir hún og hlær. „Og það að vera með gæludýr er svolítið eins og að vera með barn, það er alveg vinna. Þannig að það er auðvitað meiri afslöppun að fara án gæludýra út að borða, finnst mér. Það gæti líka orðið skrautlegt ef mörg dýr væru saman komin á einum stað,“ segir hún og skellir upp úr.Eigendur og gæludýr þeirra sem geta kannski skellt sér saman út að borða innan skamms: Gísli Marteinn og hundurinn Tinni Helgi Björnsson og hundurinn Kátur Berglind Pétursdóttir og st. Bernardhundurinn Hófí Þorsteinn Guðmundsson og labradorinn Bangsi Edda Sif Pálsdóttir og hundurinn Fróði Ragnheiður Gröndal og kötturinn Bangsi Sóley Tómasdóttir og kötturinn Lína Logi Bergmann og guli kisinn hans
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira