Forseti ASÍ: „Við viljum byggja upp réttlátt samfélag þar sem gott og öruggt húsnæði þykir sjálfsögð mannréttindi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. maí 2017 10:24 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm „Samhliða því sem við rifjum upp áræði og dug íslensks verkafólks í baráttunni fyrir bættum kjörum og meiri réttindum, er ljóst að verkalýðshreyfingin stendur nú árið 2017 frammi fyrir gamalkunnugri áskorun,“ skrifar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann gerir húsnæðismál að umfjöllunarefni sínu í ávarpi sínu í tilefni af 1. maí, baráttudegi verkalýðsins. Hann rifjar upp að húsnæðismál hafi verið eitt fyrsta stefið í kröfugerð verkafólks fyrir 100 árum. „Verkalýðshreyfingunni tókst í samstarfi við bandamenn sína á Alþingi að ná góðum árangri í þessum málaflokki á ýmsum skeiðum á síðustu öld. Fyrst með stofnun verkamannabústaðakerfisins árið 1929 sem rekið var til síðustu aldamóta og stóð að byggingu á hagkvæmu og hentugu húsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur, en Byggingafélag alþýðu reisti fyrstu íbúðirnar í þessu kerfi upp úr 1930 í vesturbæ Reykjavíkur,“ skrifar Gylfi. Í kjölfarið hafi verkalýðshreyfingin beitt sér fyrir því að ríkið auðveldaði almenningi kaup á eigin húsnæði til að koma í veg fyrir að braskarar gerðu húsnæðisskort að féþúfu. „Húsnæðismálastofnun ríkisins var stofnuð á sjötta áratugnum sem veitti almenningi lánafyrirgreiðslu til kaupa á eigin íbúð og var með öfluga hönnunar- og teiknideild þar sem almenningur gat fengið hagkvæmar teikningar. Því miður fór það svo skömmu eftir aldamótin síðustu að stjórnvöld tóku þá upplýstu ákvörðun að eyðileggja verkamannabústaðakerfið og leggja af hönnunar- og teiknideildina. Síðan hefur horft til verri vegar í húsnæðismálum mikils fjölda okkar félagsmanna.“Íhuga að skerast í leikinn Þá segir að þegar verkamannabústæðakerfið hafi verið lagt af hafi ríflega 13 þúsund íbúðir verið hluti af því. Þeim sem þar bjuggu var boðið að kaupa íbúðirnar með láni á markaðskjörum og strax hafi þorri kaupenda lent í vanda með greiðslubyrði lánanna. „Það er enginn vafi á því að ef verkamannabústaðakerfið hefði fengið að þróast áfram í friði fyrir pólitískri þröngsýni hægri aflanna væru um 20 þúsund íbúðir í þessu kerfi í dag og aðstæður bæði tekjulægri fjölskyldna og ungs fólks allt aðrar og betri. Nú er svo komið að ungt fólk sem ekki hefur sterkt fjárhagslegt bakland á litla sem enga möguleika á að hefja búskap. Tekjulágar fjölskyldur þurfa að nota allt að helmingi tekna sinna til að greiða leigu og búa samt við mjög mikið húsnæðisóöryggi. Verulegur skortur er á húsnæði og bæði fasteignaverð og leiguverð eru í hæstu hæðum. Ástandið er grafalvarlegt og það mun ekki lagast nema að ráðist verði hratt og af festu í uppbyggingu á miklum fjölda hagkvæmra íbúða.“ Hann segir vaxandi umræðu innan hreyfingarinnar um að hún ætti að beita sér fyrir því að verja fólk gegn misnotkun fasteignabraskara. „Verkalýðshreyfingin hefur áður staðið að stofnun byggingarsamvinnufélaga með það að markmiði að auðvelda félagsmönnum að eignast íbúð á hagkvæmari hátt. Nú þarf að hefjast handa ekki seinna en strax til að félagsmenn okkar komist út úr þeim ógöngum sem stjórnvöld hafa att þeim út í í húsnæðismálum. Við viljum byggja upp réttlátt samfélag þar sem gott og öruggt húsnæði þykir sjálfsögð mannréttindi – ekki forréttindi.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
„Samhliða því sem við rifjum upp áræði og dug íslensks verkafólks í baráttunni fyrir bættum kjörum og meiri réttindum, er ljóst að verkalýðshreyfingin stendur nú árið 2017 frammi fyrir gamalkunnugri áskorun,“ skrifar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann gerir húsnæðismál að umfjöllunarefni sínu í ávarpi sínu í tilefni af 1. maí, baráttudegi verkalýðsins. Hann rifjar upp að húsnæðismál hafi verið eitt fyrsta stefið í kröfugerð verkafólks fyrir 100 árum. „Verkalýðshreyfingunni tókst í samstarfi við bandamenn sína á Alþingi að ná góðum árangri í þessum málaflokki á ýmsum skeiðum á síðustu öld. Fyrst með stofnun verkamannabústaðakerfisins árið 1929 sem rekið var til síðustu aldamóta og stóð að byggingu á hagkvæmu og hentugu húsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur, en Byggingafélag alþýðu reisti fyrstu íbúðirnar í þessu kerfi upp úr 1930 í vesturbæ Reykjavíkur,“ skrifar Gylfi. Í kjölfarið hafi verkalýðshreyfingin beitt sér fyrir því að ríkið auðveldaði almenningi kaup á eigin húsnæði til að koma í veg fyrir að braskarar gerðu húsnæðisskort að féþúfu. „Húsnæðismálastofnun ríkisins var stofnuð á sjötta áratugnum sem veitti almenningi lánafyrirgreiðslu til kaupa á eigin íbúð og var með öfluga hönnunar- og teiknideild þar sem almenningur gat fengið hagkvæmar teikningar. Því miður fór það svo skömmu eftir aldamótin síðustu að stjórnvöld tóku þá upplýstu ákvörðun að eyðileggja verkamannabústaðakerfið og leggja af hönnunar- og teiknideildina. Síðan hefur horft til verri vegar í húsnæðismálum mikils fjölda okkar félagsmanna.“Íhuga að skerast í leikinn Þá segir að þegar verkamannabústæðakerfið hafi verið lagt af hafi ríflega 13 þúsund íbúðir verið hluti af því. Þeim sem þar bjuggu var boðið að kaupa íbúðirnar með láni á markaðskjörum og strax hafi þorri kaupenda lent í vanda með greiðslubyrði lánanna. „Það er enginn vafi á því að ef verkamannabústaðakerfið hefði fengið að þróast áfram í friði fyrir pólitískri þröngsýni hægri aflanna væru um 20 þúsund íbúðir í þessu kerfi í dag og aðstæður bæði tekjulægri fjölskyldna og ungs fólks allt aðrar og betri. Nú er svo komið að ungt fólk sem ekki hefur sterkt fjárhagslegt bakland á litla sem enga möguleika á að hefja búskap. Tekjulágar fjölskyldur þurfa að nota allt að helmingi tekna sinna til að greiða leigu og búa samt við mjög mikið húsnæðisóöryggi. Verulegur skortur er á húsnæði og bæði fasteignaverð og leiguverð eru í hæstu hæðum. Ástandið er grafalvarlegt og það mun ekki lagast nema að ráðist verði hratt og af festu í uppbyggingu á miklum fjölda hagkvæmra íbúða.“ Hann segir vaxandi umræðu innan hreyfingarinnar um að hún ætti að beita sér fyrir því að verja fólk gegn misnotkun fasteignabraskara. „Verkalýðshreyfingin hefur áður staðið að stofnun byggingarsamvinnufélaga með það að markmiði að auðvelda félagsmönnum að eignast íbúð á hagkvæmari hátt. Nú þarf að hefjast handa ekki seinna en strax til að félagsmenn okkar komist út úr þeim ógöngum sem stjórnvöld hafa att þeim út í í húsnæðismálum. Við viljum byggja upp réttlátt samfélag þar sem gott og öruggt húsnæði þykir sjálfsögð mannréttindi – ekki forréttindi.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira