Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var afar vonsvikinn með dómgæsluna í Rúmeníu í gær. vísir/andri marinó Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“ Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“
Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39