Helga stendur strákunum hvergi að baki Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 21. apríl 2017 16:30 "Það halda reyndar allir að ég sé að læra hárgreiðslu en mér fannst kjötiðn spennandi og ákvað því að læra fagið.“ Helga Hermannsdóttir lýkur námi í kjötiðn í vor þótt allir haldi að hún sé í hárgreiðslunámi. Helga gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari Íslandsmóti iðn- og verkgreina fyrir stuttu. Helga ákvað að læra kjötiðn eftir að hafa farið á sláturtíð á Húsavík skömmu eftir grunnskólapróf.Helga undirbjó sig vel fyrir keppnina og bjó til afurðir úr heilum lambsskrokki.„Það halda reyndar allir að ég sé að læra hárgreiðslu en mér fannst kjötiðn spennandi og ákvað því að læra fagið. Það eru margir sem vita ekki um hvað starf kjötiðnaðarmannsins felur í sér en ég vona að þessi titill veki áhuga fleiri, ekki síst kvenna, á faginu. Ég lýk námi í kjötiðn í maí en ætla að halda áfram og klára stúdentsprófið frá Verkmenntaskólanum á Akureyri,“ segir Helga, sem er alin upp austur á fjörðum í hópi sex bræðra. Einn þeirra er kjötiðnaðarmaður og Helga segir það einnig hafa hvatt sig til að læra fagið. Helga er að hluta til alin upp á Brimnesi í Fáskrúðsfirði og segir það hafa komið sér vel í náminu. Þar kynntist hún heimaslátrun og fékk að hjálpa til við að ganga frá kjötinu. Hún býr nú á Akureyri en lýkur síðustu önninni frá Menntaskólanum í Kópavogi. „Eins og stendur er ég í tveimur skólum. Ég mæti í tíma við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrri part vikunnar en flýg suður á miðvikudögum til að sækja tíma í MK og flýg svo aftur norður á föstudögum,“ segir Helga sem er önnur tveggja kvenna í náminu.Dreymir um eigið fyrirtækiHelga er á námssamningi hjá kjötvinnslufyrirtækinu Norðlenska og þar lærir hún allt það verklega sem tengist faginu. Hún hefur áhuga á að mennta sig meira að loknu stúdentsprófi og gæti vel hugsað sér að læra eitthvað sem tengist matvælum eða viðskiptafræði. „Draumurinn er að stofna eigið fyrirtæki sem tengist kjötiðn, til dæmis eitthvað sem líkist beint frá býli,“ segir Helga. Í keppninni úrbeinaði Helga heilan lambsskrokk og bjó til úr honum margs konar góðgæti, eins og Wellington-steik og beikonvafið lambalæri. Innt eftir því hvað henni finnst skemmtilegast við fagið segir hún gaman að geta sýnt öðrum að hún standi strákunum hvergi að baki. „Ég get úrbeinað risastóra nautsskrokka og er oft eina konan að vinna með körlum. Þeir bjóða mér oft aðstoð, t.d. við að lyfta skrokkum, en ég get þetta alveg sjálf,“ segir Helga.Lambafillet með döðlum og beikoni3-4 lambafillet með fitu döðlur, lífrænt ræktaðar beikon salt og pipar að smekk olía til steikingar Hitið olíu á pönnu. Steikið fillet á pönnunni svo kjötið lokist. Brúnið fituhliðina vel. Kryddið með salti og pipar. Brúnið og mýkið döðlurnar á annarri pönnu í 2-3 mín.Leggið döðlur ofan á hvert fillet og fléttið saman inn í beikonið. Setijð í eldfast mót og steikið í ofni við 170°C í um 20 mín. Takið úr ofninum og látið hvíla í 10 mín. undir viskustykki. Epla- og sinnepssósa 4 dl vatn 1 grænmetisteningur 1 nautateningur 2 dl eplamauk 1 dl grófkorna sinnep Blandið öllu hráefni saman í pott og látið suðuna koma upp. Má þykkja með sósujafnara, ef vill.Bakaðar sætar kartöflur½ kartafla á mann Skerið kartöflurnar í tvennt og skerið endana af. Raðið saman í eldfast mót. Penslið kartöflurnar með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið í forhituðum ofni við 175°C í um 1 klst. Fer eftir stærð kartaflnanna. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Helga Hermannsdóttir lýkur námi í kjötiðn í vor þótt allir haldi að hún sé í hárgreiðslunámi. Helga gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari Íslandsmóti iðn- og verkgreina fyrir stuttu. Helga ákvað að læra kjötiðn eftir að hafa farið á sláturtíð á Húsavík skömmu eftir grunnskólapróf.Helga undirbjó sig vel fyrir keppnina og bjó til afurðir úr heilum lambsskrokki.„Það halda reyndar allir að ég sé að læra hárgreiðslu en mér fannst kjötiðn spennandi og ákvað því að læra fagið. Það eru margir sem vita ekki um hvað starf kjötiðnaðarmannsins felur í sér en ég vona að þessi titill veki áhuga fleiri, ekki síst kvenna, á faginu. Ég lýk námi í kjötiðn í maí en ætla að halda áfram og klára stúdentsprófið frá Verkmenntaskólanum á Akureyri,“ segir Helga, sem er alin upp austur á fjörðum í hópi sex bræðra. Einn þeirra er kjötiðnaðarmaður og Helga segir það einnig hafa hvatt sig til að læra fagið. Helga er að hluta til alin upp á Brimnesi í Fáskrúðsfirði og segir það hafa komið sér vel í náminu. Þar kynntist hún heimaslátrun og fékk að hjálpa til við að ganga frá kjötinu. Hún býr nú á Akureyri en lýkur síðustu önninni frá Menntaskólanum í Kópavogi. „Eins og stendur er ég í tveimur skólum. Ég mæti í tíma við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrri part vikunnar en flýg suður á miðvikudögum til að sækja tíma í MK og flýg svo aftur norður á föstudögum,“ segir Helga sem er önnur tveggja kvenna í náminu.Dreymir um eigið fyrirtækiHelga er á námssamningi hjá kjötvinnslufyrirtækinu Norðlenska og þar lærir hún allt það verklega sem tengist faginu. Hún hefur áhuga á að mennta sig meira að loknu stúdentsprófi og gæti vel hugsað sér að læra eitthvað sem tengist matvælum eða viðskiptafræði. „Draumurinn er að stofna eigið fyrirtæki sem tengist kjötiðn, til dæmis eitthvað sem líkist beint frá býli,“ segir Helga. Í keppninni úrbeinaði Helga heilan lambsskrokk og bjó til úr honum margs konar góðgæti, eins og Wellington-steik og beikonvafið lambalæri. Innt eftir því hvað henni finnst skemmtilegast við fagið segir hún gaman að geta sýnt öðrum að hún standi strákunum hvergi að baki. „Ég get úrbeinað risastóra nautsskrokka og er oft eina konan að vinna með körlum. Þeir bjóða mér oft aðstoð, t.d. við að lyfta skrokkum, en ég get þetta alveg sjálf,“ segir Helga.Lambafillet með döðlum og beikoni3-4 lambafillet með fitu döðlur, lífrænt ræktaðar beikon salt og pipar að smekk olía til steikingar Hitið olíu á pönnu. Steikið fillet á pönnunni svo kjötið lokist. Brúnið fituhliðina vel. Kryddið með salti og pipar. Brúnið og mýkið döðlurnar á annarri pönnu í 2-3 mín.Leggið döðlur ofan á hvert fillet og fléttið saman inn í beikonið. Setijð í eldfast mót og steikið í ofni við 170°C í um 20 mín. Takið úr ofninum og látið hvíla í 10 mín. undir viskustykki. Epla- og sinnepssósa 4 dl vatn 1 grænmetisteningur 1 nautateningur 2 dl eplamauk 1 dl grófkorna sinnep Blandið öllu hráefni saman í pott og látið suðuna koma upp. Má þykkja með sósujafnara, ef vill.Bakaðar sætar kartöflur½ kartafla á mann Skerið kartöflurnar í tvennt og skerið endana af. Raðið saman í eldfast mót. Penslið kartöflurnar með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið í forhituðum ofni við 175°C í um 1 klst. Fer eftir stærð kartaflnanna.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira