Tómas segir Guðna Th. vera í toppformi Guðný Hrönn skrifar 14. júní 2017 09:30 Tómas, Guðni og Brynhildur henti í eina "selfie“ á leiðinni niður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, komst á topp Hvannadalshnúks, hæsta tind landsins, á mánudaginn í góðra vina hópi. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, var í hópnum en hann hefur í gegnum tíðina starfað sem fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands samhliða skurðlækningunum. Tómas segir Guðna lengi hafa sýnt því áhuga að fara í alvöru fjallgöngu. „Þetta hefur staðið til lengi, að fara með Guðna í alvöru fjallaferð. Hann hefur fært þetta í tal við mig oft síðan hann varð forseti, og þá ekki síst að hann vilji komast á þessa hærri toppa landsins. Og núna fundum við smá glugga til að fara og við vorum ekkert að tvínóna við það. Við ákváðum að taka hæsta tindinn sem hann hefur aldrei komið á,“ útskýrir Tómas. Hann segir Guðna hafa staðið sig vel í göngunni.„Hann er mikill íþróttamaður og er í góðu formi en hann hefur ekki verið mikið í fjallgöngum, og hvað þá á fjallagönguskíðum.“ „En hann hleypur og hjólar og maður sér það alveg á honum að hann er mjög hraustur. Ég held að Íslendingar geti verið mjög stoltir af því að eiga svona fitt forseta. Það eru ekkert allir forsetar sem færu þetta,“ segir Tómas og leggur áherslu á að ferðin hafi verið krefjandi. Með þeim Guðna og Tómasi í ferðinni voru meðal annars hjónin Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir. „Þau eiga heiðurinn af því að fínpússa og skipuleggja ferðina. Og þau fengu svo mig og Pál Ásgeir Ásgeirsson til að fara með, og við erum öll vant fjallafólk.“ Stemningin í ferðinni var afar skemmtileg að sögn Tómasar. „Þetta var allt á léttum nótum. Og það besta við þetta er að við Róbert höfum komið hingað upp óteljandi sinnum en við höfum aldrei fengið svona gott veður. Ég var bara á stuttermabolnum. Þannig að Guðni var mjög heppinn. Hann heldur kannski að þetta sé alltaf svona, en það er það ekki,“ segir Tómas hlær. „Það hefur allt gengið að óskum, nú erum við komin langleiðina niður,“ sagði Tómas þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Við eigum eftir að fara yfir jökul sem er dálítið sprunginn en öryggið er fyrir öllu. Brynhildur og Róbert hafa passað alveg rosalega vel upp á öll öryggisatriði.“ Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, komst á topp Hvannadalshnúks, hæsta tind landsins, á mánudaginn í góðra vina hópi. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, var í hópnum en hann hefur í gegnum tíðina starfað sem fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands samhliða skurðlækningunum. Tómas segir Guðna lengi hafa sýnt því áhuga að fara í alvöru fjallgöngu. „Þetta hefur staðið til lengi, að fara með Guðna í alvöru fjallaferð. Hann hefur fært þetta í tal við mig oft síðan hann varð forseti, og þá ekki síst að hann vilji komast á þessa hærri toppa landsins. Og núna fundum við smá glugga til að fara og við vorum ekkert að tvínóna við það. Við ákváðum að taka hæsta tindinn sem hann hefur aldrei komið á,“ útskýrir Tómas. Hann segir Guðna hafa staðið sig vel í göngunni.„Hann er mikill íþróttamaður og er í góðu formi en hann hefur ekki verið mikið í fjallgöngum, og hvað þá á fjallagönguskíðum.“ „En hann hleypur og hjólar og maður sér það alveg á honum að hann er mjög hraustur. Ég held að Íslendingar geti verið mjög stoltir af því að eiga svona fitt forseta. Það eru ekkert allir forsetar sem færu þetta,“ segir Tómas og leggur áherslu á að ferðin hafi verið krefjandi. Með þeim Guðna og Tómasi í ferðinni voru meðal annars hjónin Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir. „Þau eiga heiðurinn af því að fínpússa og skipuleggja ferðina. Og þau fengu svo mig og Pál Ásgeir Ásgeirsson til að fara með, og við erum öll vant fjallafólk.“ Stemningin í ferðinni var afar skemmtileg að sögn Tómasar. „Þetta var allt á léttum nótum. Og það besta við þetta er að við Róbert höfum komið hingað upp óteljandi sinnum en við höfum aldrei fengið svona gott veður. Ég var bara á stuttermabolnum. Þannig að Guðni var mjög heppinn. Hann heldur kannski að þetta sé alltaf svona, en það er það ekki,“ segir Tómas hlær. „Það hefur allt gengið að óskum, nú erum við komin langleiðina niður,“ sagði Tómas þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Við eigum eftir að fara yfir jökul sem er dálítið sprunginn en öryggið er fyrir öllu. Brynhildur og Róbert hafa passað alveg rosalega vel upp á öll öryggisatriði.“
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira