Lífið

Hitti kærastann í fyrsta skipti eftir að hafa verið í netsambandi með honum í þrjú ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt augnablik.
Fallegt augnablik.
Danielle hafði verið í fjarsambandi með manni að nafni Phil. Eftir þriggja ára fjarsamband tóku þau ákvörðun um að hittast í fyrsta skipti. Fram til þess tíma höfðu þau aldrei hist.

Danielle heldur úti nokkuð vinsælli YouTube síðu. Þar birti hún viðbrögð sín þegar hún sá Phil í fyrsta sinn á dögunum. Myndbandið er eitt það vinsælasta á Reddit um þessar mundir og má greinilega sjá hversu spennt Danielle var þegar Phil birtist á flugvellinum.

Hún stökk í fangið á honum og var gleðin yfirgengileg. Það kom henni síðan nokkuð á óvart hversu hávaxinn hann var en hér að neðan má sjá þetta frábæra myndband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×