Finnur enga löngun til að flytja aftur til baka í bráð Guðný Hrönn skrifar 23. maí 2017 18:30 Ryan Feldman er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum en hefur undanfarið búið á Englandi og starfað fyrir Burberry. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bandaríkjamaðurinn Ryan Feldman tók hálfgerða u-beygju þegar hann ákvað að flytja frá London til Reykjavíkur í upphafi árs til að vinna sem framkvæmdastjóri vörustýringar hjá 66°Norður. Áður vann hann hjá tískuhúsi Burberry í London og þar áður hjá fyrirtækjum á borð við Nike, Gap og Banana Republic. Ryan heimsótti Ísland árið 2007 og man eftir að hafa tekið eftir 66°Norður þá. „Ég hugsaði með mér: Hvaða fatamerki er þetta, af hverju eru allir í því og af hverju hef ég ekki heyrt um það? Svo þróuðust hlutirnir og núna er ég byrjaður að vinna fyrir merkið,“ segir Ryan glaður í bragði. Ryan er himinlifandi með ákvörðun sína um að flytja til Íslands. „Ég var ekki með fyrirfram mótaða hugmynd um hvað ég yrði lengi á Íslandi þegar ég kom fyrst en ég hef enga löngun til að snúa til baka aftur í bráð. Svo er líka orðið svo auðvelt að ferðast til og frá Íslandi þannig að landfræðilega staðsetningin truflar mig ekki.“ „Það var mikið ævintýri að koma til Íslands og fólk er oft hissa þegar ég segi því að ég sé að koma frá London, úr vinnu hjá Burberry. Ég þarf stundum að útskýra fyrir fólki hversu merkilegt 66°Norður er. Hér er unnið af mikilli ástríðu,“ segir Ryan sem sér mikla möguleika í merkinu sem 66°Norður er. „Það á sér magnaða sögu, og ég meina, Burberry byrjaði að hanna síðfrakka fyrir herinn og 66°Norður byrjaði á að hanna sjóklæði fyrir sjómenn, þannig að merkin eiga ýmislegt sameiginlegt.“ Mikil áhersla lögð á fjölskyldulífið„Annars geta stórborgir líka orðið þreytandi, ég skil vel að þær hljómi spennandi í eyrum fólks en íslenski lífsstíllinn er afar heillandi fyrir mér. Hér nær maður að sinna áhugamálunum vel og það snýst ekki allt um starfsframann.“ Ryan finnur mikinn mun á því að vinna fyrir stór fyrirtæki á borð við Burberry og Nike annars vegar og lítið fyrirtæki eins og 66°Norður hins vegar. „Munurinn er mikill. Burberry og Nike eru bæði frábær merki með áhugaverða sögu, eins og 66°Norður. En aðalmunurinn er sá að 66°Norður hefur svo mikla möguleika núna og ferðalagið að því að koma merkinu á alþjóðlegan markað er rétt að byrja.“ Inntur eftir því hver helsti munurinn á milli þess að vinna á Íslandi og í London almennt séð nefnir Ryan að hér á landi leggi fólk mikla áherslu á að sinna fjölskyldu- og einkalífinu vel. Eftir að Ryan flutti hingað tók hann fljótt eftir að hér er tekið mikið tillit til fjölskyldulífsins og fólk fær rými til að sinna börnunum og fjölskyldunni. „Sjálfur á ég ekki börn eða fjölskyldu en það er samt gaman að sjá þetta. Á Íslandi er þetta allt öðruvísi en annars staðar sem ég hef unnið. Hér er fólk ekkert litið hornauga ef það þarf að fara snemma úr vinnunni til að sækja börnin eða fara með þau til læknis. Og hérna er fólk ekki mikið í því að bóka fundi klukkan 16.00, þá er það meira að undirbúa sig fyrir lok dags,“ útskýrir Ryan sem finnst þessi vinnustaðamenning kærkomin tilbreyting.„Þetta mun gera mér kleift að finna betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, það er mér mikilvægt.“ Ryan hefur áhuga á útivist og hreyfingu og hefur tekist að sinna áhugamálum sínum töluvert síðan hann flutti til Íslands. „Hér á landi er dagurinn langur, maður vinnur ekki eins lengi og er ekki eins lengi að ferðast á milli staða eins og gerist gjarnan í stórborgum. Það fylgir því mikið frelsi að búa á Íslandi, þú getur verið kominn á nýjan áfangastað á tiltölulega stuttum tíma.“Lengri dagar heilla Löngu dagarnir sem eru að byrja að gera vart við sig núna heilla Ryan líka. „Þetta er ótrúlegt. Dagurinn er svo langur og maður getur gert ýmislegt eftir vinnu. Maður getur farið að spila golf um miðnætti!“ Ryan er greinilega ánægður á Íslandi og hefur tekist að aðlagast vel. „Ég er samt ekki farinn að læra íslensku, aðallega vegna þess að þið talið svo góða ensku,“ segir hann og hlær. „Fólk byrjar alltaf bara að tala góða ensku við mig, en þetta er líka erfitt tungumál?– en við sjáum hvað gerist.“ Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ryan Feldman tók hálfgerða u-beygju þegar hann ákvað að flytja frá London til Reykjavíkur í upphafi árs til að vinna sem framkvæmdastjóri vörustýringar hjá 66°Norður. Áður vann hann hjá tískuhúsi Burberry í London og þar áður hjá fyrirtækjum á borð við Nike, Gap og Banana Republic. Ryan heimsótti Ísland árið 2007 og man eftir að hafa tekið eftir 66°Norður þá. „Ég hugsaði með mér: Hvaða fatamerki er þetta, af hverju eru allir í því og af hverju hef ég ekki heyrt um það? Svo þróuðust hlutirnir og núna er ég byrjaður að vinna fyrir merkið,“ segir Ryan glaður í bragði. Ryan er himinlifandi með ákvörðun sína um að flytja til Íslands. „Ég var ekki með fyrirfram mótaða hugmynd um hvað ég yrði lengi á Íslandi þegar ég kom fyrst en ég hef enga löngun til að snúa til baka aftur í bráð. Svo er líka orðið svo auðvelt að ferðast til og frá Íslandi þannig að landfræðilega staðsetningin truflar mig ekki.“ „Það var mikið ævintýri að koma til Íslands og fólk er oft hissa þegar ég segi því að ég sé að koma frá London, úr vinnu hjá Burberry. Ég þarf stundum að útskýra fyrir fólki hversu merkilegt 66°Norður er. Hér er unnið af mikilli ástríðu,“ segir Ryan sem sér mikla möguleika í merkinu sem 66°Norður er. „Það á sér magnaða sögu, og ég meina, Burberry byrjaði að hanna síðfrakka fyrir herinn og 66°Norður byrjaði á að hanna sjóklæði fyrir sjómenn, þannig að merkin eiga ýmislegt sameiginlegt.“ Mikil áhersla lögð á fjölskyldulífið„Annars geta stórborgir líka orðið þreytandi, ég skil vel að þær hljómi spennandi í eyrum fólks en íslenski lífsstíllinn er afar heillandi fyrir mér. Hér nær maður að sinna áhugamálunum vel og það snýst ekki allt um starfsframann.“ Ryan finnur mikinn mun á því að vinna fyrir stór fyrirtæki á borð við Burberry og Nike annars vegar og lítið fyrirtæki eins og 66°Norður hins vegar. „Munurinn er mikill. Burberry og Nike eru bæði frábær merki með áhugaverða sögu, eins og 66°Norður. En aðalmunurinn er sá að 66°Norður hefur svo mikla möguleika núna og ferðalagið að því að koma merkinu á alþjóðlegan markað er rétt að byrja.“ Inntur eftir því hver helsti munurinn á milli þess að vinna á Íslandi og í London almennt séð nefnir Ryan að hér á landi leggi fólk mikla áherslu á að sinna fjölskyldu- og einkalífinu vel. Eftir að Ryan flutti hingað tók hann fljótt eftir að hér er tekið mikið tillit til fjölskyldulífsins og fólk fær rými til að sinna börnunum og fjölskyldunni. „Sjálfur á ég ekki börn eða fjölskyldu en það er samt gaman að sjá þetta. Á Íslandi er þetta allt öðruvísi en annars staðar sem ég hef unnið. Hér er fólk ekkert litið hornauga ef það þarf að fara snemma úr vinnunni til að sækja börnin eða fara með þau til læknis. Og hérna er fólk ekki mikið í því að bóka fundi klukkan 16.00, þá er það meira að undirbúa sig fyrir lok dags,“ útskýrir Ryan sem finnst þessi vinnustaðamenning kærkomin tilbreyting.„Þetta mun gera mér kleift að finna betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, það er mér mikilvægt.“ Ryan hefur áhuga á útivist og hreyfingu og hefur tekist að sinna áhugamálum sínum töluvert síðan hann flutti til Íslands. „Hér á landi er dagurinn langur, maður vinnur ekki eins lengi og er ekki eins lengi að ferðast á milli staða eins og gerist gjarnan í stórborgum. Það fylgir því mikið frelsi að búa á Íslandi, þú getur verið kominn á nýjan áfangastað á tiltölulega stuttum tíma.“Lengri dagar heilla Löngu dagarnir sem eru að byrja að gera vart við sig núna heilla Ryan líka. „Þetta er ótrúlegt. Dagurinn er svo langur og maður getur gert ýmislegt eftir vinnu. Maður getur farið að spila golf um miðnætti!“ Ryan er greinilega ánægður á Íslandi og hefur tekist að aðlagast vel. „Ég er samt ekki farinn að læra íslensku, aðallega vegna þess að þið talið svo góða ensku,“ segir hann og hlær. „Fólk byrjar alltaf bara að tala góða ensku við mig, en þetta er líka erfitt tungumál?– en við sjáum hvað gerist.“
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira