Beið í þrettán ár eftir félagsíbúð: „Ekkert einsdæmi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 16:30 Árný átti von á að biðin eftir íbúð yrði um það bil fjögur ár. Sonur Árnýjar Lúthersdóttur, sem er 29 ára gamall, fékk úthlutaðri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar á dögunum en hann hafði verið á biðlista í 13 ár. Árný segir svekkjandi að eftir alla þessa bið hafi hann ekki einu sinni fengið íbúð í góðu ástandi. Sonur hennar er sjálfur í skýjunum með að vera loksins kominn úr foreldrahúsum. „Hann sótti um íbúð um leið og hann hafði leyfi til þess, sama ár og hann varð 16 ára gamall. Hann er með þroskaskerðingu þannig að maður gerði sér vonir um að hann myndi fá íbúð innan fjögurra ára eða eitthvað slíkt, af því að við sóttum um strax,“ segir Árný í samtali við Vísi. „Í desember verður hann 29 ára svo það eru komin þrettán ár.“ Útskýrir Árný en hún segir að biðin hafi verið erfið. „Hann kemst ekki inn á sambýli og því þurfti að bíða eftir einstaklingsíbúð. Ég hefði frekar viljað að hann færi inn í kjarna með nokkrum íbúðum eins og verið er að byggja í dag. Þá væri hann ekki alveg einn, en hann er ekki nógu þroskaskertur til þess.“ Árný segir að sonur sinn sé þroskaskertur og sennilega á einhverju einhverfurófi en hann starfar hálfan daginn sem kerrudrengur í Bónus í Hafnarfirði. Sonur Árnýjar fékk úthlutaða 59 fermetra íbúð í Hafnarfirði og er nú fluttur inn. „Við eigum svo eftir að funda með Hafnarfjarðarbæ og fjölskylduhjálpinni til þess að kost inn svo að hann fái þá aðstoð sem hann þarf frá sambýlinu Drekavöllum.“ Íbúðin lítil og illa farin Árný segir að húsnæðið sem hann hafi fengið úthlutað hefði mátt vera betra en þegar einstaklingur hafi beðið í svona mörg ár þá hafi þau ekki getað annað en að taka því húsnæði sem var í boði þegar úthlutunin átti sér stað. „Við fengum mjög lítinn fyrirvara og höfðum viku til þess að gefa svar. Húsnæðið sem hann fékk er gamalt skrifstofuhúsnæði Hafnarfjarðarbæjar. Þetta er ekkert til að hrópa húrra yfir. Lofthæðin er 237 sentímetrar ekki 250 sentímetrar eins og viðurkennd lofthæð er. Eldhúsinnréttingin er afar lítil, hann er með svo lítið skápapláss að hann kemur ekki pottunum fyrir né uppþvottavél. Við þurftum að kaupa sérstaka litla þvottavél svo hún kæmist fyrir á baðherberginu. Þegar hann fer í sturtu þarf hann að fara í geymsluna og kveikja á viftu þar sem er tengd við baðherbergið til að fyrirbyggja myglu.“ Vísir Árný segir að gólfefnið í forstofu sé ljótt og skemmt en þau fái samt ekki annað. „Útihurðin er glufótt og kemur líklega til með að leka í vissri vindátt,“ útskýrir Árný. Hún er þó glöð með að íbúðin sé í göngufæri frá vinnustað hans og að hann sé með sér inngang. Árný segist hneyksluð á því að húsnæðið hafi ekki verið gert upp áður en hann fékk afhent. Íbúðin hafi þó verið máluð. „Af hverju er húsnæði ekki gert upp almennilega á milli leigjenda? Eru ekki til fjármunir? Mér finnst að allir sem fái úthlutað ættu að fá góðar íbúðir og ef þær eru ekki góðar þá séu þær gerðar vel upp.“Brosir hringinn Árný en hún segist ekki hafa upplýsingar um það hvernig forgangsraðað er á biðlistann eftir íbúðum. „Ég vil helst óska eftir því að hann fari aftur á biðlistann og komist þá kannski í nýrri íbúð.“ Hún segir son sinn heppinn að eiga handlagna foreldra sem kunni að gera upp íbúð. „Við fengum nánast engan tíma og eftir svona langa bið var maður ekki undirbúinn, það þurfti að gera svo mikið. Þetta gerðist allt svo hratt og allt í einu þurfti ég að kaupa allt fyrir einstaklinginn frá grunni, sanka að mér húsgögnum. Það hefði því mátt vera betri fyrirvari,“ segir Árný. Sonur hennar er þó ánægður að vera loksins kominn með íbúð. „Ég filmaði sjálf eldhúsinnréttinguna þar sem ég sá á henni skemmdir vegna raka. Okkur hefur tekist að gera íbúðina mjög smart. Það þarf auðvitað að aðlagast en hann er vel staddur og ljúfur og gengur vel. Hann er ofsalega ánægður, brosir allan hringinn.“Ekki einsdæmi Árný segir að sonur sinn hafi aldrei verið á sambýli en hafi stundum verið í skammtímavistun í viku eða tvær vikur í senn á meðan hann var á biðlistanum. Hún þekkir fleiri foreldra í sömu aðstöðu. „Það eru fleiri sem hafa þurft að bíða í svona ofsalega langan tíma, hans saga er ekkert einsdæmi. Hann var í Hrauntungu síðustu tvö ár og bjó þar í tvær vikur í hverjum mánuði. Er sá staður hugsaður sem undirbúningur fyrir varanlegt húsnæði og var mér tjáð í upphafi að ekki væri æskilegt að einstaklingar væru lengur þar en tvö til þrjú ár. Samt hafa nokkrir einstaklingar verið þar í átta ár eða meira.“ Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Sonur Árnýjar Lúthersdóttur, sem er 29 ára gamall, fékk úthlutaðri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar á dögunum en hann hafði verið á biðlista í 13 ár. Árný segir svekkjandi að eftir alla þessa bið hafi hann ekki einu sinni fengið íbúð í góðu ástandi. Sonur hennar er sjálfur í skýjunum með að vera loksins kominn úr foreldrahúsum. „Hann sótti um íbúð um leið og hann hafði leyfi til þess, sama ár og hann varð 16 ára gamall. Hann er með þroskaskerðingu þannig að maður gerði sér vonir um að hann myndi fá íbúð innan fjögurra ára eða eitthvað slíkt, af því að við sóttum um strax,“ segir Árný í samtali við Vísi. „Í desember verður hann 29 ára svo það eru komin þrettán ár.“ Útskýrir Árný en hún segir að biðin hafi verið erfið. „Hann kemst ekki inn á sambýli og því þurfti að bíða eftir einstaklingsíbúð. Ég hefði frekar viljað að hann færi inn í kjarna með nokkrum íbúðum eins og verið er að byggja í dag. Þá væri hann ekki alveg einn, en hann er ekki nógu þroskaskertur til þess.“ Árný segir að sonur sinn sé þroskaskertur og sennilega á einhverju einhverfurófi en hann starfar hálfan daginn sem kerrudrengur í Bónus í Hafnarfirði. Sonur Árnýjar fékk úthlutaða 59 fermetra íbúð í Hafnarfirði og er nú fluttur inn. „Við eigum svo eftir að funda með Hafnarfjarðarbæ og fjölskylduhjálpinni til þess að kost inn svo að hann fái þá aðstoð sem hann þarf frá sambýlinu Drekavöllum.“ Íbúðin lítil og illa farin Árný segir að húsnæðið sem hann hafi fengið úthlutað hefði mátt vera betra en þegar einstaklingur hafi beðið í svona mörg ár þá hafi þau ekki getað annað en að taka því húsnæði sem var í boði þegar úthlutunin átti sér stað. „Við fengum mjög lítinn fyrirvara og höfðum viku til þess að gefa svar. Húsnæðið sem hann fékk er gamalt skrifstofuhúsnæði Hafnarfjarðarbæjar. Þetta er ekkert til að hrópa húrra yfir. Lofthæðin er 237 sentímetrar ekki 250 sentímetrar eins og viðurkennd lofthæð er. Eldhúsinnréttingin er afar lítil, hann er með svo lítið skápapláss að hann kemur ekki pottunum fyrir né uppþvottavél. Við þurftum að kaupa sérstaka litla þvottavél svo hún kæmist fyrir á baðherberginu. Þegar hann fer í sturtu þarf hann að fara í geymsluna og kveikja á viftu þar sem er tengd við baðherbergið til að fyrirbyggja myglu.“ Vísir Árný segir að gólfefnið í forstofu sé ljótt og skemmt en þau fái samt ekki annað. „Útihurðin er glufótt og kemur líklega til með að leka í vissri vindátt,“ útskýrir Árný. Hún er þó glöð með að íbúðin sé í göngufæri frá vinnustað hans og að hann sé með sér inngang. Árný segist hneyksluð á því að húsnæðið hafi ekki verið gert upp áður en hann fékk afhent. Íbúðin hafi þó verið máluð. „Af hverju er húsnæði ekki gert upp almennilega á milli leigjenda? Eru ekki til fjármunir? Mér finnst að allir sem fái úthlutað ættu að fá góðar íbúðir og ef þær eru ekki góðar þá séu þær gerðar vel upp.“Brosir hringinn Árný en hún segist ekki hafa upplýsingar um það hvernig forgangsraðað er á biðlistann eftir íbúðum. „Ég vil helst óska eftir því að hann fari aftur á biðlistann og komist þá kannski í nýrri íbúð.“ Hún segir son sinn heppinn að eiga handlagna foreldra sem kunni að gera upp íbúð. „Við fengum nánast engan tíma og eftir svona langa bið var maður ekki undirbúinn, það þurfti að gera svo mikið. Þetta gerðist allt svo hratt og allt í einu þurfti ég að kaupa allt fyrir einstaklinginn frá grunni, sanka að mér húsgögnum. Það hefði því mátt vera betri fyrirvari,“ segir Árný. Sonur hennar er þó ánægður að vera loksins kominn með íbúð. „Ég filmaði sjálf eldhúsinnréttinguna þar sem ég sá á henni skemmdir vegna raka. Okkur hefur tekist að gera íbúðina mjög smart. Það þarf auðvitað að aðlagast en hann er vel staddur og ljúfur og gengur vel. Hann er ofsalega ánægður, brosir allan hringinn.“Ekki einsdæmi Árný segir að sonur sinn hafi aldrei verið á sambýli en hafi stundum verið í skammtímavistun í viku eða tvær vikur í senn á meðan hann var á biðlistanum. Hún þekkir fleiri foreldra í sömu aðstöðu. „Það eru fleiri sem hafa þurft að bíða í svona ofsalega langan tíma, hans saga er ekkert einsdæmi. Hann var í Hrauntungu síðustu tvö ár og bjó þar í tvær vikur í hverjum mánuði. Er sá staður hugsaður sem undirbúningur fyrir varanlegt húsnæði og var mér tjáð í upphafi að ekki væri æskilegt að einstaklingar væru lengur þar en tvö til þrjú ár. Samt hafa nokkrir einstaklingar verið þar í átta ár eða meira.“
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira