„Ef þú fílar að ríða, þá muntu elska Ísland“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. maí 2017 15:45 Skjáskot/Getty „Ef þú fílar að ríða, þá muntu elska Ísland.“ Þannig hljómar fyrsta setning í umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Rooster um kynlífsmenningu Íslendinga.Í greininni er ítarlega farið yfir stefnumótamenningu Íslendinga sem þykir „afturábak“ þar sem sambönd byrji oft með því að fólk sofi saman en ekki stefnumóti. Þá segir að þrátt fyrir að ýmis ferðablogg og gamlar Icelandair auglýsingar gefi ef til vill þá mynd að Íslendingar stundi frjálsari ástir en gengur og gerist þá sé það hluti af rótgróinni stefnumótamenningu. Vegna þessa siðs að fara strax í bólið í stað fyrir að fara á þrjú stefnumót fyrst, eins og gengur og gerist í Bandaríkjunum, hafi myndast menning sem einkennist af frjálslegu kynlífi, viðhorfinu að sofa fyrst saman og spyrja viðkomandi síðan til nafns. Vill greinahöfundurinn meina að þetta viðhorf sé einstakt í hinum þróaða heimi. Fyrir þessu eru svo taldar vera nokkrar ástæður. Fyrsta er sú að stefnumótamenning hafi einfaldlega aldrei viðgengist hér á landi. Að fólk hafi leitast eftir hentugleikasamböndum frekar en ást til að lifa af í harðneskjulegri veðráttunni og að hugmyndin um „hinn eina sanna“ hafi ekki verið eins áberandi hér á landi og annars staðar. Þessu til rökstuðnings er vitnað í Paradísarheimt eftir Halldór Laxness þar sem hann skrifar um að ástin hafi ekki verið komin til Íslands á miðri nítjándu öld."Ástin, sem við nú köllum svo, var þá enn ekki flutt til Íslands. Menn mökuðu sig rómantíkurlaust eftir orðlausu náttúrulögmáli og samkvæmt þýskum píetisma danakonúngs. Orðið ást leyndist reyndar í málinu sem leifar frá ókunnri fornöld þegar orð þýddu alt annað; eftilvill verið notað um hross." Kaflinn er einnig nefndur í grein The Reykjavík Grapevine um djammmenningu í Reykjavík, sem The Rooster vísar í sem heimild. „Það er ennþá óalgengt að hitta einhvern ókunnugan, skiptast á númerum, sitja í gegnum vandræðalegan kvöldverð þar sem þið spyrjið hvort annað um háskólanámið yfir salati, vera saman í 2,3 ár áður en maður trúlofast eftir mjög opinberar ástarjátningar á Facebook,“ segir greinahöfundurinn Isabelle Kohn.Vill forðast vandræðalegheit Kohn ræðir meðal annars við 29 ára gamla íslenska konu sem er búsett í Bandaríkjunum og er kölluð Gemma í grein Rooster, en nafni hennar hefur verið breytt. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér að fara á týpískt amerískt stefnumót,“ er haft eftir Gemmu. „Hvað ef það er vandræðalegt? Ég vil miklu frekar stunda kynlíf fyrst og athuga hvort það er einhver tenging áður en ég legg það á sjálfa mig,“ segir Gemma. „Samband eins og við þekkjum í Ameríku verður kannski ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir fyrstu kynni – í staðinn velja margir að stunda frjálslynt og skuldbindingalaust kynlíf eins lengi og mögulegt er án rómantíkur eða tilfinninga,“ segir greinahöfundur sem rekur það að hluta til þess hve lengi skemmtistaðir eru opnir í Reykjavík. „Svona er þetta,“ segir Gemma. „Þú ferð á fyllerí, þú dansar og síðan, án þess að tala saman, ferðu í sleik við fólk. Þú velur þann sem kyssir best og fer með þeim heim. Við spyrjum ekki hvort viðkomandi sé í sambandi vegna þess að flestir eru einhleypir. Ef þú ert að djamma þá er ástæða fyrir því.“ „Kannski talið þið saman morguninn eftir ef þið eruð ekki of timbruð,“ bætir hún við. „Örsjaldan er morgunmatur í boði, en svo farið þið í sitt hvora áttina. Enginn ætlast til neins og enginn er að leita að neinu meiru.“Ekki staður til að fara í kynlífsferð Kohn vill einnig meina að hið mikla jafnrétti kynjanna á Íslandi sé ein breytan í jöfnunni. Að konur jafnt sem karlar geti verið að leita að kynlífi. „Til að vera alveg skýr þá taka ekki allir Íslendingar þátt í þessari frjálsu kynlífsmenningu. Það eru margir sem finnst frjálslegt kynlíf óaðlaðandi og þetta er ekki staður sem þú átt að fara til í einhverskonar kynlífsferð,“ skrifar Kohn. „Þó að Íslendingar stundi frjálsari ástir en meirihluti fólks í öðrum löndum þá þýðir það ekki að þeir muni ríða þér einfaldlega vegna þess að samfélagið segir að þeir megi það. Að halda að svo sé er innistæðulaus tilætlunarsemi. Reglur um almenna velsæmi eiga enn við, eins og þær ættu að gera í öllum kynferðislegum samskiptum.“ En þrátt fyrir allt þetta er greinahöfundur ekki sannfærður um að Ísland sé hin fullkomna kynlífsútópía. „Til dæmis veldur allt þetta kynlíf því að kynsjúkdómar eru gríðarlega algengir. Ísland er með hæsta hlutfall klamydísusýkinga af öllum löndum í Evrópu og hefur haft það síðustu 10 ár sem hefur leitt til þess að sjúkdómurinn er kallaður „Reykjavík handshake.““ Skrifar Kohn, en hugtakið Reykjavík Handshake virðist eiga rætur sínar að rekja til greinar The Reykjavík Grapevine. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
„Ef þú fílar að ríða, þá muntu elska Ísland.“ Þannig hljómar fyrsta setning í umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Rooster um kynlífsmenningu Íslendinga.Í greininni er ítarlega farið yfir stefnumótamenningu Íslendinga sem þykir „afturábak“ þar sem sambönd byrji oft með því að fólk sofi saman en ekki stefnumóti. Þá segir að þrátt fyrir að ýmis ferðablogg og gamlar Icelandair auglýsingar gefi ef til vill þá mynd að Íslendingar stundi frjálsari ástir en gengur og gerist þá sé það hluti af rótgróinni stefnumótamenningu. Vegna þessa siðs að fara strax í bólið í stað fyrir að fara á þrjú stefnumót fyrst, eins og gengur og gerist í Bandaríkjunum, hafi myndast menning sem einkennist af frjálslegu kynlífi, viðhorfinu að sofa fyrst saman og spyrja viðkomandi síðan til nafns. Vill greinahöfundurinn meina að þetta viðhorf sé einstakt í hinum þróaða heimi. Fyrir þessu eru svo taldar vera nokkrar ástæður. Fyrsta er sú að stefnumótamenning hafi einfaldlega aldrei viðgengist hér á landi. Að fólk hafi leitast eftir hentugleikasamböndum frekar en ást til að lifa af í harðneskjulegri veðráttunni og að hugmyndin um „hinn eina sanna“ hafi ekki verið eins áberandi hér á landi og annars staðar. Þessu til rökstuðnings er vitnað í Paradísarheimt eftir Halldór Laxness þar sem hann skrifar um að ástin hafi ekki verið komin til Íslands á miðri nítjándu öld."Ástin, sem við nú köllum svo, var þá enn ekki flutt til Íslands. Menn mökuðu sig rómantíkurlaust eftir orðlausu náttúrulögmáli og samkvæmt þýskum píetisma danakonúngs. Orðið ást leyndist reyndar í málinu sem leifar frá ókunnri fornöld þegar orð þýddu alt annað; eftilvill verið notað um hross." Kaflinn er einnig nefndur í grein The Reykjavík Grapevine um djammmenningu í Reykjavík, sem The Rooster vísar í sem heimild. „Það er ennþá óalgengt að hitta einhvern ókunnugan, skiptast á númerum, sitja í gegnum vandræðalegan kvöldverð þar sem þið spyrjið hvort annað um háskólanámið yfir salati, vera saman í 2,3 ár áður en maður trúlofast eftir mjög opinberar ástarjátningar á Facebook,“ segir greinahöfundurinn Isabelle Kohn.Vill forðast vandræðalegheit Kohn ræðir meðal annars við 29 ára gamla íslenska konu sem er búsett í Bandaríkjunum og er kölluð Gemma í grein Rooster, en nafni hennar hefur verið breytt. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér að fara á týpískt amerískt stefnumót,“ er haft eftir Gemmu. „Hvað ef það er vandræðalegt? Ég vil miklu frekar stunda kynlíf fyrst og athuga hvort það er einhver tenging áður en ég legg það á sjálfa mig,“ segir Gemma. „Samband eins og við þekkjum í Ameríku verður kannski ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir fyrstu kynni – í staðinn velja margir að stunda frjálslynt og skuldbindingalaust kynlíf eins lengi og mögulegt er án rómantíkur eða tilfinninga,“ segir greinahöfundur sem rekur það að hluta til þess hve lengi skemmtistaðir eru opnir í Reykjavík. „Svona er þetta,“ segir Gemma. „Þú ferð á fyllerí, þú dansar og síðan, án þess að tala saman, ferðu í sleik við fólk. Þú velur þann sem kyssir best og fer með þeim heim. Við spyrjum ekki hvort viðkomandi sé í sambandi vegna þess að flestir eru einhleypir. Ef þú ert að djamma þá er ástæða fyrir því.“ „Kannski talið þið saman morguninn eftir ef þið eruð ekki of timbruð,“ bætir hún við. „Örsjaldan er morgunmatur í boði, en svo farið þið í sitt hvora áttina. Enginn ætlast til neins og enginn er að leita að neinu meiru.“Ekki staður til að fara í kynlífsferð Kohn vill einnig meina að hið mikla jafnrétti kynjanna á Íslandi sé ein breytan í jöfnunni. Að konur jafnt sem karlar geti verið að leita að kynlífi. „Til að vera alveg skýr þá taka ekki allir Íslendingar þátt í þessari frjálsu kynlífsmenningu. Það eru margir sem finnst frjálslegt kynlíf óaðlaðandi og þetta er ekki staður sem þú átt að fara til í einhverskonar kynlífsferð,“ skrifar Kohn. „Þó að Íslendingar stundi frjálsari ástir en meirihluti fólks í öðrum löndum þá þýðir það ekki að þeir muni ríða þér einfaldlega vegna þess að samfélagið segir að þeir megi það. Að halda að svo sé er innistæðulaus tilætlunarsemi. Reglur um almenna velsæmi eiga enn við, eins og þær ættu að gera í öllum kynferðislegum samskiptum.“ En þrátt fyrir allt þetta er greinahöfundur ekki sannfærður um að Ísland sé hin fullkomna kynlífsútópía. „Til dæmis veldur allt þetta kynlíf því að kynsjúkdómar eru gríðarlega algengir. Ísland er með hæsta hlutfall klamydísusýkinga af öllum löndum í Evrópu og hefur haft það síðustu 10 ár sem hefur leitt til þess að sjúkdómurinn er kallaður „Reykjavík handshake.““ Skrifar Kohn, en hugtakið Reykjavík Handshake virðist eiga rætur sínar að rekja til greinar The Reykjavík Grapevine.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira