Nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2017 20:54 Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um 50-100% á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 26% frá 1990 og til 2014 ef nettóbinding vegna landgræðslu og skógræktar er ekki tekin með. Að óbreyttu stefnir í að Íslandi standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030. Samkvæmt Hagfræðistofnun blasa meiriháttar áskoranir við. Niðurstöður sviðsmynda sem fjallað er um í skýrslunni sýna að mögulegt er að aukning verði í losun miðað við útstreymi ársins 1990 í öllum geirum nema sjávarútvegi. Mest gæti aukningin orðið vegna aukinna umsvifa í stóriðju frá rúmlega 160% í grunntilviki upp í um 290% í hátilviki. Hafa ber í huga að stóriðja fellur innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins um losunarheimildir. „Það sem kom mér helst á óvart er hin gríðarlega mikla útstreymisaukning sem við erum mögulega að horfa á þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Það er það sem vakti athygli mína,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hagfræðistofnun leggur til ýmsar mótvægisaðgerðir, allt frá bindingu basalts og föngun eldsneytis í orkuframleiðslu, rafvæðingu bílaflotans, til bættrar nýtingar búfjáráburðar og meðhöndlun mykju. Í heildina eru þetta 30 mótvægisaðgerðir, misdýrar og mis umfangsmiklar, sem stuðla að minni nettó losun. „Það sem við gerðum er að við greindum aðgerðir fyrir alla geira íslensks samfélags u sem hægt er að ráðast í í dag, til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Við erum í raun og veru ekki að leggja fram hvað stjórnvöld ættu að gera heldur erum við einungis að sýna fram á að hvað er hægt að gera,“ segir Brynhildur. Sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum er ljóst að þörf er á aðgerðum hið snarasta, enda taka þessar breytingar oft langan tíma. Umhverfisráðherra segir þörf á samstilltu átaki í losunarmálum. „Það kom mér á óvart hve staðan er vond. Og það liggur alveg fyrir að ef ekkert verður gert þá munum við ekki ná að uppfylla Parísarsamkomulagið. Það er alveg á hreinu,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Björt segir það blasa við að hægt sé að ráðast í orkuskipti í samgöngum og rafbílavæðingu, og um leið efla flutningskerfi raforku. Verkefnin í þessari baráttu við losun liggja hjá mismunandi ráðuneytum, Björt segir hvert og eitt ráðuneyti nú vera að skoða hvað hægt sé að gera til að minnka losunina. „Við verðum að vera samstillt og ég á ekki von á öðru en að Alþingi verði mjög jákvætt gagnvart því að stefna að því að hafa landið byggilegt um ókomna tíð.“ Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um 50-100% á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 26% frá 1990 og til 2014 ef nettóbinding vegna landgræðslu og skógræktar er ekki tekin með. Að óbreyttu stefnir í að Íslandi standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030. Samkvæmt Hagfræðistofnun blasa meiriháttar áskoranir við. Niðurstöður sviðsmynda sem fjallað er um í skýrslunni sýna að mögulegt er að aukning verði í losun miðað við útstreymi ársins 1990 í öllum geirum nema sjávarútvegi. Mest gæti aukningin orðið vegna aukinna umsvifa í stóriðju frá rúmlega 160% í grunntilviki upp í um 290% í hátilviki. Hafa ber í huga að stóriðja fellur innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins um losunarheimildir. „Það sem kom mér helst á óvart er hin gríðarlega mikla útstreymisaukning sem við erum mögulega að horfa á þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Það er það sem vakti athygli mína,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hagfræðistofnun leggur til ýmsar mótvægisaðgerðir, allt frá bindingu basalts og föngun eldsneytis í orkuframleiðslu, rafvæðingu bílaflotans, til bættrar nýtingar búfjáráburðar og meðhöndlun mykju. Í heildina eru þetta 30 mótvægisaðgerðir, misdýrar og mis umfangsmiklar, sem stuðla að minni nettó losun. „Það sem við gerðum er að við greindum aðgerðir fyrir alla geira íslensks samfélags u sem hægt er að ráðast í í dag, til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Við erum í raun og veru ekki að leggja fram hvað stjórnvöld ættu að gera heldur erum við einungis að sýna fram á að hvað er hægt að gera,“ segir Brynhildur. Sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum er ljóst að þörf er á aðgerðum hið snarasta, enda taka þessar breytingar oft langan tíma. Umhverfisráðherra segir þörf á samstilltu átaki í losunarmálum. „Það kom mér á óvart hve staðan er vond. Og það liggur alveg fyrir að ef ekkert verður gert þá munum við ekki ná að uppfylla Parísarsamkomulagið. Það er alveg á hreinu,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Björt segir það blasa við að hægt sé að ráðast í orkuskipti í samgöngum og rafbílavæðingu, og um leið efla flutningskerfi raforku. Verkefnin í þessari baráttu við losun liggja hjá mismunandi ráðuneytum, Björt segir hvert og eitt ráðuneyti nú vera að skoða hvað hægt sé að gera til að minnka losunina. „Við verðum að vera samstillt og ég á ekki von á öðru en að Alþingi verði mjög jákvætt gagnvart því að stefna að því að hafa landið byggilegt um ókomna tíð.“
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira