Meirihluti framkvæmdastyrkja fer í bílastæði og göngustíga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2017 19:30 610 milljónum var úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í dag. Mikill meirihluti fer í uppbyggingu bílastæða og stíga. Ráðherra ferðamála segir að ef frumvarp um bílastæðagjald á ferðamannastöðum verði samþykkt verði þessi þjónusta sjálfbær. Alls voru veittir styrkir til 58 verkefna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Af þessum verkefnum eru nítján verkefni sem fá meira en tíu milljónir í styrk og snúa að bílastæða- og / eða stígagerð og fá alls 404 milljónir eða tæplega sjötíu prósent heildarfjárhæðar. „Auðvitað vill maður sjá sem flesta staði sjálfbæra og ferðaþjónustuna sem slíka. En þessir stígar eru náttúruverndarmál, það er verið að traðka niður þessi svæði, þá verða menn að byggja upp og meðal annars vegna þess fengu þessi verkefni styrk," segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Hún bendir á að ef frumvarp samgönguráðherra um heimildir sveitarstjórna til bílastæðagjalda gangi í gegn muni það breyta stöðunni. „En þessar umsóknir bárust fyrir þetta frumvarp - þannig að vonandi munu umsóknir og styrkir næstu ára ekki innihalda svona mörg bílastæði, vegna þess að þá verði það alla vega orðið sjálfbært," segir Þórdís. Í dag fól ráðherra einnig Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þá verður hægt að spá fyrir um hættulegar aðstæður, vara við þeim með sýnilegum hætti og mögulega grípa til aukinnar gæslu. Vegagerðin fær tuttugu milljónir til að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp búnað. Þess er vænst að kerfið verði tekið upp síðar á árinu. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
610 milljónum var úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í dag. Mikill meirihluti fer í uppbyggingu bílastæða og stíga. Ráðherra ferðamála segir að ef frumvarp um bílastæðagjald á ferðamannastöðum verði samþykkt verði þessi þjónusta sjálfbær. Alls voru veittir styrkir til 58 verkefna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Af þessum verkefnum eru nítján verkefni sem fá meira en tíu milljónir í styrk og snúa að bílastæða- og / eða stígagerð og fá alls 404 milljónir eða tæplega sjötíu prósent heildarfjárhæðar. „Auðvitað vill maður sjá sem flesta staði sjálfbæra og ferðaþjónustuna sem slíka. En þessir stígar eru náttúruverndarmál, það er verið að traðka niður þessi svæði, þá verða menn að byggja upp og meðal annars vegna þess fengu þessi verkefni styrk," segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Hún bendir á að ef frumvarp samgönguráðherra um heimildir sveitarstjórna til bílastæðagjalda gangi í gegn muni það breyta stöðunni. „En þessar umsóknir bárust fyrir þetta frumvarp - þannig að vonandi munu umsóknir og styrkir næstu ára ekki innihalda svona mörg bílastæði, vegna þess að þá verði það alla vega orðið sjálfbært," segir Þórdís. Í dag fól ráðherra einnig Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þá verður hægt að spá fyrir um hættulegar aðstæður, vara við þeim með sýnilegum hætti og mögulega grípa til aukinnar gæslu. Vegagerðin fær tuttugu milljónir til að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp búnað. Þess er vænst að kerfið verði tekið upp síðar á árinu.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira