Tætum og tryllum og týrólateknó Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. október 2017 10:00 Daddi Disco veigrar sér ekki við að spila Sódóma fyrir skíðafólkið. Daddi Guðbergsson eða Daddi Disco ætlar að fara með hóp fólks í „Après-ski“ gleðiferð til bæjarins Madonna di Campiglio, en það er skíðaferð með áherslu á eftirskíðastemminguna. Daddi ætti að þekkja stemminguna vel – enda hefur hann ekki bara skíðað um alla Evrópu heldur skellt sér níu sinnum til Madonna Di Campiglio. „Eftirskíðastemmingin er eitthvað sem kannski hefur aldrei tíðkast á Íslandi en er stór hluti upplifunarinnar í skíðaferðum í Evrópu. Þegar maður fer að skila sér úr fjallinu þá eru ákveðnir barir sem kallaðir eru „Après-ski“ barir og bjóða upp á ákveðna drykki – Jägerbomb, kakó með rommi og hitt og þetta. Þar ómar týrólateknóið alveg hreint.“ Konungur týrólateknósins er auðvitað sjálfur DJ Ötzi en tónlist hans er nánast sérstaklega gerð fyrir þessar aðstæður. „Fólk er búið að renna sér í heilan dag, rjótt í kinnum og alveg í frábæru skapi – þá myndast svo skemmtileg stemming. Fólk er bara í skíðaklossunum náttúrulega. Það er ekkert sóðalegt eða ósiðlegt við þetta, bara fólk að gera sér glaðan dag. Fólk dettur í gírinn upp úr fjögur og klukkan svona sjö fer að dofna yfir þessu. Allir fara heim á hótel og snemma að sofa. Þetta er hið fullkomna síðdegi eftir krefjandi dag í fjallinu.“Íslendingarnir munu verða í góðum fíling þegar Daddi setur Sódómu á fóninn á eftirskíða-barnum Jumper.Hvernig mun þín íslenska útgáfa af þessari stemmingu vera? „Það sem gerist þegar Íslendingar koma saman á erlendri grund er að það er grunnt á því að vilja fá að heyra sitt uppáhalds frá Íslandi. Við ætlum kannski ekki bara að spila íslenska tónlist – en það verður kannski aðeins minna af DJ Ötzi og meira af íslenskri púkamúsík. Ég spila auðvitað bara þá tónlist sem kemur Íslendingum og öðrum í gírinn og lauma þá inn einu og einu íslensku – það er allt í lagi að skoða það hvað gerist þegar Sódóma er tekin og allir í skíðaklossunum. Þarna gæti orðið eitthvert nýtt trend, Tætum og tryllum gæti orðið órjúfanlegur hluti af stemmingunni í fjöllunum í Týról.“Sérstök upphitun verður haldin á morgun á Nora Magasín við Austurvöll. „Fólk þarf að undirbúa sig andlega og láta eins og það sé að koma rautt í kinnum og uppfullt af súrefni beint úr fjallinu. Þarna verður boðið upp á Apérol Sprits – sem sumir tengja við sól og sumar en núna tengist það sól og vetri sterkum böndum og er vinsælasti drykkurinn í fjallinu. Síðan er það tónlistin sem ræður ríkjum og við spilum okkar útgáfu af týrólapartíinu. Þeir sem hafa upplifað „Aprés-ski“ stemmingu verða ekki sviknir.“ Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Daddi Guðbergsson eða Daddi Disco ætlar að fara með hóp fólks í „Après-ski“ gleðiferð til bæjarins Madonna di Campiglio, en það er skíðaferð með áherslu á eftirskíðastemminguna. Daddi ætti að þekkja stemminguna vel – enda hefur hann ekki bara skíðað um alla Evrópu heldur skellt sér níu sinnum til Madonna Di Campiglio. „Eftirskíðastemmingin er eitthvað sem kannski hefur aldrei tíðkast á Íslandi en er stór hluti upplifunarinnar í skíðaferðum í Evrópu. Þegar maður fer að skila sér úr fjallinu þá eru ákveðnir barir sem kallaðir eru „Après-ski“ barir og bjóða upp á ákveðna drykki – Jägerbomb, kakó með rommi og hitt og þetta. Þar ómar týrólateknóið alveg hreint.“ Konungur týrólateknósins er auðvitað sjálfur DJ Ötzi en tónlist hans er nánast sérstaklega gerð fyrir þessar aðstæður. „Fólk er búið að renna sér í heilan dag, rjótt í kinnum og alveg í frábæru skapi – þá myndast svo skemmtileg stemming. Fólk er bara í skíðaklossunum náttúrulega. Það er ekkert sóðalegt eða ósiðlegt við þetta, bara fólk að gera sér glaðan dag. Fólk dettur í gírinn upp úr fjögur og klukkan svona sjö fer að dofna yfir þessu. Allir fara heim á hótel og snemma að sofa. Þetta er hið fullkomna síðdegi eftir krefjandi dag í fjallinu.“Íslendingarnir munu verða í góðum fíling þegar Daddi setur Sódómu á fóninn á eftirskíða-barnum Jumper.Hvernig mun þín íslenska útgáfa af þessari stemmingu vera? „Það sem gerist þegar Íslendingar koma saman á erlendri grund er að það er grunnt á því að vilja fá að heyra sitt uppáhalds frá Íslandi. Við ætlum kannski ekki bara að spila íslenska tónlist – en það verður kannski aðeins minna af DJ Ötzi og meira af íslenskri púkamúsík. Ég spila auðvitað bara þá tónlist sem kemur Íslendingum og öðrum í gírinn og lauma þá inn einu og einu íslensku – það er allt í lagi að skoða það hvað gerist þegar Sódóma er tekin og allir í skíðaklossunum. Þarna gæti orðið eitthvert nýtt trend, Tætum og tryllum gæti orðið órjúfanlegur hluti af stemmingunni í fjöllunum í Týról.“Sérstök upphitun verður haldin á morgun á Nora Magasín við Austurvöll. „Fólk þarf að undirbúa sig andlega og láta eins og það sé að koma rautt í kinnum og uppfullt af súrefni beint úr fjallinu. Þarna verður boðið upp á Apérol Sprits – sem sumir tengja við sól og sumar en núna tengist það sól og vetri sterkum böndum og er vinsælasti drykkurinn í fjallinu. Síðan er það tónlistin sem ræður ríkjum og við spilum okkar útgáfu af týrólapartíinu. Þeir sem hafa upplifað „Aprés-ski“ stemmingu verða ekki sviknir.“
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning