Gerir þrif spennandi Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2017 12:00 Fjöldi fólks fylgist með Sigrúnu á Snapchat og fær ráð frá henni. Ég er oft spurð hvernig ég nái að gera þrif spennandi en það er kannski vegna þess að ég hef alltaf haft gaman af því að þrífa og hafa fínt í kringum mig. Ég hef líka unnið við þrif af og til í gegnum tíðina, svo þetta er ekki bara áhugamál,“ segir Sigrún Sigurpálsdóttir, sem hefur verið með opið Snapchat í tæp tvö ár, og er með þúsundir fylgjenda. „Ég tók fljótt eftir því að allt sem ég sýndi varðandi þrif vakti mikla athygli. Ég fæ fjölda fyrirspurna frá fólki varðandi þrif, eins og hvernig sé best að þrífa teppi í bílum, ná kertavaxi úr fötum eða blettum úr sófum. Oftast get ég svarað fólki strax en ef ekki, finn ég út úr því og svara eins fljótt og ég get,“ segir Sigrún. Spurð hvar hún fái allan þennan hagnýta fróðleik segist Sigrún einna helst skoða Pinterest en þar sé hafsjór af alls konar upplýsingum sem koma að góðu gagni. „Ég er ekki að finna þetta upp sjálf en ég hef komið mér upp ágætri rútínu varðandi þrif og þvott sem hentar mér vel.“Sigrún er með gott skipulag á þrifunum hjá sér.Fer ekki að sofa með húsið í rúst Sigrún segist ekki vera með stíft plan varðandi þrif heldur taka þau eftir hendinni en þó sé regla að skipta um á öllum rúmum á föstudögum. „Mér finnst lykilatriði að ganga vel frá öllu á kvöldin og fer ekki að sofa með allt húsið í rúst. Ég geng t.d. frá öllu lauslegu dóti og set á sinn stað og enda síðan daginn á að strjúka yfir eldhúsborðin og vaskinn því það er einfaldlega skemmtilegra að fá sér morgunmat í hreinu umhverfi,“ segir hún.Þvottar og þrifUm klukkutími fer í þrif og þvotta daglega, en eins og stendur er Sigrún í fæðingarorlofi. Hún býr á Egilsstöðum, ásamt eiginmanni og fjórum börnum. „Ég þvæ að lágmarki tvær vélar á dag. Mér finnst best að brjóta saman allan hreinan þvott um leið og ég tek hann af snúrunum og geng svo strax frá honum. Ég passa vel upp á að safna ekki hreinum þvotti í hrúgu því hann krumpast við það og það dregst oft enn lengur að ganga frá þvottinum.“Sigrún fer ekki að sofa fyrr en búið er að ganga frá öllu á sinn stað.Sigrún notar helst hreinsilög sem hún býr til sjálf við þrifin. „Ég blanda einum hluta af spritti á móti tveimur hlutum af köldu vatni og set í spreybrúsa. Mér finnst þessi blanda mjög góð og nota við nær öll þrif. Hún leysir vel upp öll óhreinindi. Í eldhúsinu nota ég blöndu af uppþvottalegi og vatni. Svo finnst mér mikilvægt að eiga alltaf hreinsikrem sem heitir Pink-stuff. Það er besta hreinsikrem sem ég hef prófað. Það er gott á alla vaska og er líka fínt í klósettskálina. Tuskurnar sem ég nota eru frá Blindrastofunni og eru úr örtrefjum." Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með Sigrúnu Sigurpálsdóttur á Snapchat undir nafninu Sigrunsigurpals eða í þrifatips hópnum á facebook. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira
Ég er oft spurð hvernig ég nái að gera þrif spennandi en það er kannski vegna þess að ég hef alltaf haft gaman af því að þrífa og hafa fínt í kringum mig. Ég hef líka unnið við þrif af og til í gegnum tíðina, svo þetta er ekki bara áhugamál,“ segir Sigrún Sigurpálsdóttir, sem hefur verið með opið Snapchat í tæp tvö ár, og er með þúsundir fylgjenda. „Ég tók fljótt eftir því að allt sem ég sýndi varðandi þrif vakti mikla athygli. Ég fæ fjölda fyrirspurna frá fólki varðandi þrif, eins og hvernig sé best að þrífa teppi í bílum, ná kertavaxi úr fötum eða blettum úr sófum. Oftast get ég svarað fólki strax en ef ekki, finn ég út úr því og svara eins fljótt og ég get,“ segir Sigrún. Spurð hvar hún fái allan þennan hagnýta fróðleik segist Sigrún einna helst skoða Pinterest en þar sé hafsjór af alls konar upplýsingum sem koma að góðu gagni. „Ég er ekki að finna þetta upp sjálf en ég hef komið mér upp ágætri rútínu varðandi þrif og þvott sem hentar mér vel.“Sigrún er með gott skipulag á þrifunum hjá sér.Fer ekki að sofa með húsið í rúst Sigrún segist ekki vera með stíft plan varðandi þrif heldur taka þau eftir hendinni en þó sé regla að skipta um á öllum rúmum á föstudögum. „Mér finnst lykilatriði að ganga vel frá öllu á kvöldin og fer ekki að sofa með allt húsið í rúst. Ég geng t.d. frá öllu lauslegu dóti og set á sinn stað og enda síðan daginn á að strjúka yfir eldhúsborðin og vaskinn því það er einfaldlega skemmtilegra að fá sér morgunmat í hreinu umhverfi,“ segir hún.Þvottar og þrifUm klukkutími fer í þrif og þvotta daglega, en eins og stendur er Sigrún í fæðingarorlofi. Hún býr á Egilsstöðum, ásamt eiginmanni og fjórum börnum. „Ég þvæ að lágmarki tvær vélar á dag. Mér finnst best að brjóta saman allan hreinan þvott um leið og ég tek hann af snúrunum og geng svo strax frá honum. Ég passa vel upp á að safna ekki hreinum þvotti í hrúgu því hann krumpast við það og það dregst oft enn lengur að ganga frá þvottinum.“Sigrún fer ekki að sofa fyrr en búið er að ganga frá öllu á sinn stað.Sigrún notar helst hreinsilög sem hún býr til sjálf við þrifin. „Ég blanda einum hluta af spritti á móti tveimur hlutum af köldu vatni og set í spreybrúsa. Mér finnst þessi blanda mjög góð og nota við nær öll þrif. Hún leysir vel upp öll óhreinindi. Í eldhúsinu nota ég blöndu af uppþvottalegi og vatni. Svo finnst mér mikilvægt að eiga alltaf hreinsikrem sem heitir Pink-stuff. Það er besta hreinsikrem sem ég hef prófað. Það er gott á alla vaska og er líka fínt í klósettskálina. Tuskurnar sem ég nota eru frá Blindrastofunni og eru úr örtrefjum." Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með Sigrúnu Sigurpálsdóttur á Snapchat undir nafninu Sigrunsigurpals eða í þrifatips hópnum á facebook.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira