Inga Sæland fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí: Vill stofna Alþingiskór Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 19:30 „Blessuð vertu, þetta var svaka stuð. Ég fékk mér svona gamalsdags karókí græjur og var stundum beðin um að spila í afmælisveislum og því um líkt. En mestan tímann var karókívélin bara heima í stofu og ég og krakkarnir mínir sungum saman,“ segir alþingiskonan Inga Sæland. Ingu er margt til lista lagt en hún varð meðal annars fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí árið 1991 í karókíkeppni á vegum Ölvers og FM957 „Maðurinn minn fyrrverandi var í námi á Akureyri og við fluttum þangað með alla krakkana. Ég var heimavinnandi húsmóðir og vann hálfan daginn á sólbaðsstofu. Mig langaði að gera eitthvað meira því mér leiðist hversdagsleikinn. Einn daginn sá ég auglýsingu um söngvarakeppni og að það þyrfti að skrá sig til leiks það kvöld, sem ég og gerði,“ segir Inga og hlær þegar hún rifjar upp símtalið.Innlifun hjá Ingu.„Fyrsta sem ég spurði um var hvaða hljómsveit væri að spila og hvaða lag ég gæti sungið. Þá fékk ég þau svör að ég gæti valið á milli tíu þúsund laga. Ha? hváði ég þá. Hvers konar hljómsveit er það?“ segir Inga, en á þessum tíma var karókí tiltölulega nýtt fyrirbrigði á Íslandi. „Ég skildi ekkert hvað ég var að gera. Ég fór bara, söng og varð fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí,“ bætir Inga við. Inga er mjög söngelsk kona og stóð vaktina við míkrafóninn í nokkrum hljómsveitum á sínum yngri árum. Í dag hefur hún lítinn tíma til að syngja, enda nýkjörin þingkona, og syngur mest heima hjá sér. Þá er hljómsveitin Metallica í miklu uppáhaldi. „Ég fíra upp í Whiskey in the Jar með Metallica þegar ég skúra og syng hástöfum með. Þeir eru snillingar,“ segir Inga.Inga situr á þingi fyrir Flokk fólksins.Mynd / Visir.isEn hvað með að færa sönginn inn á Alþingi? Hefur Inga spáð eitthvað í því? „Ég get alveg sagt þér það að frá fyrsta degi hef ég sagt að mér þætti vænt um að stofna þingkórinn ef ég væri kosin inn á þing. Hinir þingmennirnir hlæja að mér og brosa góðlátlega en ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég er svo söngelsk því söngur gleður hjartað. Maður er mikið jákvæðari ef maður syngur þannig að mér finnst liggja beinast við að byrja daginn hér á Alþingi með söng,“ segir Inga og bætir við að hún telji að þingmenn yrðu léttari í lundu fyrir vikið. „Við eigum bara eitt líf, af hverju ekki að lifa því brosandi? Kærleikur kostar ekkert og það er gaman að hafa gaman saman.“ Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira
„Blessuð vertu, þetta var svaka stuð. Ég fékk mér svona gamalsdags karókí græjur og var stundum beðin um að spila í afmælisveislum og því um líkt. En mestan tímann var karókívélin bara heima í stofu og ég og krakkarnir mínir sungum saman,“ segir alþingiskonan Inga Sæland. Ingu er margt til lista lagt en hún varð meðal annars fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí árið 1991 í karókíkeppni á vegum Ölvers og FM957 „Maðurinn minn fyrrverandi var í námi á Akureyri og við fluttum þangað með alla krakkana. Ég var heimavinnandi húsmóðir og vann hálfan daginn á sólbaðsstofu. Mig langaði að gera eitthvað meira því mér leiðist hversdagsleikinn. Einn daginn sá ég auglýsingu um söngvarakeppni og að það þyrfti að skrá sig til leiks það kvöld, sem ég og gerði,“ segir Inga og hlær þegar hún rifjar upp símtalið.Innlifun hjá Ingu.„Fyrsta sem ég spurði um var hvaða hljómsveit væri að spila og hvaða lag ég gæti sungið. Þá fékk ég þau svör að ég gæti valið á milli tíu þúsund laga. Ha? hváði ég þá. Hvers konar hljómsveit er það?“ segir Inga, en á þessum tíma var karókí tiltölulega nýtt fyrirbrigði á Íslandi. „Ég skildi ekkert hvað ég var að gera. Ég fór bara, söng og varð fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí,“ bætir Inga við. Inga er mjög söngelsk kona og stóð vaktina við míkrafóninn í nokkrum hljómsveitum á sínum yngri árum. Í dag hefur hún lítinn tíma til að syngja, enda nýkjörin þingkona, og syngur mest heima hjá sér. Þá er hljómsveitin Metallica í miklu uppáhaldi. „Ég fíra upp í Whiskey in the Jar með Metallica þegar ég skúra og syng hástöfum með. Þeir eru snillingar,“ segir Inga.Inga situr á þingi fyrir Flokk fólksins.Mynd / Visir.isEn hvað með að færa sönginn inn á Alþingi? Hefur Inga spáð eitthvað í því? „Ég get alveg sagt þér það að frá fyrsta degi hef ég sagt að mér þætti vænt um að stofna þingkórinn ef ég væri kosin inn á þing. Hinir þingmennirnir hlæja að mér og brosa góðlátlega en ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég er svo söngelsk því söngur gleður hjartað. Maður er mikið jákvæðari ef maður syngur þannig að mér finnst liggja beinast við að byrja daginn hér á Alþingi með söng,“ segir Inga og bætir við að hún telji að þingmenn yrðu léttari í lundu fyrir vikið. „Við eigum bara eitt líf, af hverju ekki að lifa því brosandi? Kærleikur kostar ekkert og það er gaman að hafa gaman saman.“
Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira