Inga Sæland fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí: Vill stofna Alþingiskór Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 19:30 „Blessuð vertu, þetta var svaka stuð. Ég fékk mér svona gamalsdags karókí græjur og var stundum beðin um að spila í afmælisveislum og því um líkt. En mestan tímann var karókívélin bara heima í stofu og ég og krakkarnir mínir sungum saman,“ segir alþingiskonan Inga Sæland. Ingu er margt til lista lagt en hún varð meðal annars fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí árið 1991 í karókíkeppni á vegum Ölvers og FM957 „Maðurinn minn fyrrverandi var í námi á Akureyri og við fluttum þangað með alla krakkana. Ég var heimavinnandi húsmóðir og vann hálfan daginn á sólbaðsstofu. Mig langaði að gera eitthvað meira því mér leiðist hversdagsleikinn. Einn daginn sá ég auglýsingu um söngvarakeppni og að það þyrfti að skrá sig til leiks það kvöld, sem ég og gerði,“ segir Inga og hlær þegar hún rifjar upp símtalið.Innlifun hjá Ingu.„Fyrsta sem ég spurði um var hvaða hljómsveit væri að spila og hvaða lag ég gæti sungið. Þá fékk ég þau svör að ég gæti valið á milli tíu þúsund laga. Ha? hváði ég þá. Hvers konar hljómsveit er það?“ segir Inga, en á þessum tíma var karókí tiltölulega nýtt fyrirbrigði á Íslandi. „Ég skildi ekkert hvað ég var að gera. Ég fór bara, söng og varð fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí,“ bætir Inga við. Inga er mjög söngelsk kona og stóð vaktina við míkrafóninn í nokkrum hljómsveitum á sínum yngri árum. Í dag hefur hún lítinn tíma til að syngja, enda nýkjörin þingkona, og syngur mest heima hjá sér. Þá er hljómsveitin Metallica í miklu uppáhaldi. „Ég fíra upp í Whiskey in the Jar með Metallica þegar ég skúra og syng hástöfum með. Þeir eru snillingar,“ segir Inga.Inga situr á þingi fyrir Flokk fólksins.Mynd / Visir.isEn hvað með að færa sönginn inn á Alþingi? Hefur Inga spáð eitthvað í því? „Ég get alveg sagt þér það að frá fyrsta degi hef ég sagt að mér þætti vænt um að stofna þingkórinn ef ég væri kosin inn á þing. Hinir þingmennirnir hlæja að mér og brosa góðlátlega en ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég er svo söngelsk því söngur gleður hjartað. Maður er mikið jákvæðari ef maður syngur þannig að mér finnst liggja beinast við að byrja daginn hér á Alþingi með söng,“ segir Inga og bætir við að hún telji að þingmenn yrðu léttari í lundu fyrir vikið. „Við eigum bara eitt líf, af hverju ekki að lifa því brosandi? Kærleikur kostar ekkert og það er gaman að hafa gaman saman.“ Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
„Blessuð vertu, þetta var svaka stuð. Ég fékk mér svona gamalsdags karókí græjur og var stundum beðin um að spila í afmælisveislum og því um líkt. En mestan tímann var karókívélin bara heima í stofu og ég og krakkarnir mínir sungum saman,“ segir alþingiskonan Inga Sæland. Ingu er margt til lista lagt en hún varð meðal annars fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí árið 1991 í karókíkeppni á vegum Ölvers og FM957 „Maðurinn minn fyrrverandi var í námi á Akureyri og við fluttum þangað með alla krakkana. Ég var heimavinnandi húsmóðir og vann hálfan daginn á sólbaðsstofu. Mig langaði að gera eitthvað meira því mér leiðist hversdagsleikinn. Einn daginn sá ég auglýsingu um söngvarakeppni og að það þyrfti að skrá sig til leiks það kvöld, sem ég og gerði,“ segir Inga og hlær þegar hún rifjar upp símtalið.Innlifun hjá Ingu.„Fyrsta sem ég spurði um var hvaða hljómsveit væri að spila og hvaða lag ég gæti sungið. Þá fékk ég þau svör að ég gæti valið á milli tíu þúsund laga. Ha? hváði ég þá. Hvers konar hljómsveit er það?“ segir Inga, en á þessum tíma var karókí tiltölulega nýtt fyrirbrigði á Íslandi. „Ég skildi ekkert hvað ég var að gera. Ég fór bara, söng og varð fyrsti Íslandsmeistarinn í karókí,“ bætir Inga við. Inga er mjög söngelsk kona og stóð vaktina við míkrafóninn í nokkrum hljómsveitum á sínum yngri árum. Í dag hefur hún lítinn tíma til að syngja, enda nýkjörin þingkona, og syngur mest heima hjá sér. Þá er hljómsveitin Metallica í miklu uppáhaldi. „Ég fíra upp í Whiskey in the Jar með Metallica þegar ég skúra og syng hástöfum með. Þeir eru snillingar,“ segir Inga.Inga situr á þingi fyrir Flokk fólksins.Mynd / Visir.isEn hvað með að færa sönginn inn á Alþingi? Hefur Inga spáð eitthvað í því? „Ég get alveg sagt þér það að frá fyrsta degi hef ég sagt að mér þætti vænt um að stofna þingkórinn ef ég væri kosin inn á þing. Hinir þingmennirnir hlæja að mér og brosa góðlátlega en ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég er svo söngelsk því söngur gleður hjartað. Maður er mikið jákvæðari ef maður syngur þannig að mér finnst liggja beinast við að byrja daginn hér á Alþingi með söng,“ segir Inga og bætir við að hún telji að þingmenn yrðu léttari í lundu fyrir vikið. „Við eigum bara eitt líf, af hverju ekki að lifa því brosandi? Kærleikur kostar ekkert og það er gaman að hafa gaman saman.“
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira