Sjónvarpsþáttur með lagasetningarvald: Má skamma börn annarra? Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2017 14:30 Árni Helgason skrifar handriktið og Lúðvík ræðir hér við leikarahópinn á hægri myndinni. „Þetta er þáttur sem tekur fyrir þessi litlu en algengu álitaefni sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi,“ segir Árni Helgason, handritshöfundur þáttanna Hversdagsreglur sem hefur göngu sína á Stöð 2 28. desember. Árni nefnir til sögunnar eitt þekkt vandamál sem allir kannast við: „T.d. þegar símtal slitnar, hvor hringir til baka? Þarna vantar einhverjar skýrar línur því oftar en ekki hringja bara báðir á fullu og enginn nær sambandi. Annað dæmi: Ef þú býður gestum í partý til þín og þeir koma með eigið áfengi sem verður svo eftir - eignast gestgjafinn áfengið eða getur hver gestur hvenær sem er komið og sótt það sem hann skildi eftir? Og svo framvegis.“ Hann segir mál séu tekin fyrir af hinni dularfullu nefnd þáttarins og krufin og svo eru settar um þetta skýrar reglur sem fólk getur þá horft til. „Það hefur gengið mjög vel að taka upp og vinna þættina,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson, leikstjóri þáttanna. „Tökurnar fóru fram í haust og svo hefur verið eftirvinnsla í gangi. Þetta er ekki stór framleiðsla í samanburði við margt annað en það hefur verið mikil stemning í kringum verkefnið og ótrúlega margir komið og lagt hönd á plóg.“Er þetta ólíkt öðru sem sést hefur hér á landi í þáttgerð?„Já, það er auðvitað nýtt að sjónvarpsþættir taki sér svona lagasetningarvald hér á landi. En það auðvitað þarf að grípa í taumana í þessum málum. Við getum bara ekki horft upp á stóran hluta þjóðarinnar sambandslausan vegna þess að það veit enginn hvor á að hringja til baka. Eða vandræðalegheitin í útlöndum þegar Íslendingar hittast og fólk veit ekki hvort það eigi að heilsast eða ekki. Þetta eru samfélagsmein sem þarf að taka á og það er gert í þessum þáttum,“ segir Árni. Fyrsti þátturinn var forsýndur í Bíó Paradís í gærkvöldi og var sýningin vel sótt. „Viðtökurnar voru mjög góðar. Þátturinn verður frumsýndur þann 28. desember á Stöð 2 og við erum spenntir að heyra viðbrögð fólks við reglunum. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að fólk kann að hafa misjafnar skoðanir á þeim og sumir verða þeim innilega ósammála. En það er eins og Sókrates sagði í Aþenu eitt sinn, þá verður að fylgja lögunum þótt þau kunni að þykja ósanngjörn.“ Lúðvík Páll Lúðvíksson er yfirframleiðandi og leikstjóri þáttanna. Árni Helgason er handritshöfundur, Haraldur Hrafn Thorlacius er framleiðandi og framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Arnar Jónsson, Þröstur Leó, Hannes Óli, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Geirsson og Elísabet Skagfjörð. Hér að neðan má sjá myndband sem framleiðendur þáttanna tóku upp en þar eru Íslendingar spurðir út í þessar óskýru reglur. Hversdagsreglur Tengdar fréttir Nýr þáttur á Stöð 2 leggur línurnar fyrir óþægilegt fólk Þátturinn Hversdagsreglur hefur göngu sína á Stöð 2 þann 28. desember. Þátturinn gengur út á það að setja skýrar hversdagsreglur. 29. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
„Þetta er þáttur sem tekur fyrir þessi litlu en algengu álitaefni sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi,“ segir Árni Helgason, handritshöfundur þáttanna Hversdagsreglur sem hefur göngu sína á Stöð 2 28. desember. Árni nefnir til sögunnar eitt þekkt vandamál sem allir kannast við: „T.d. þegar símtal slitnar, hvor hringir til baka? Þarna vantar einhverjar skýrar línur því oftar en ekki hringja bara báðir á fullu og enginn nær sambandi. Annað dæmi: Ef þú býður gestum í partý til þín og þeir koma með eigið áfengi sem verður svo eftir - eignast gestgjafinn áfengið eða getur hver gestur hvenær sem er komið og sótt það sem hann skildi eftir? Og svo framvegis.“ Hann segir mál séu tekin fyrir af hinni dularfullu nefnd þáttarins og krufin og svo eru settar um þetta skýrar reglur sem fólk getur þá horft til. „Það hefur gengið mjög vel að taka upp og vinna þættina,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson, leikstjóri þáttanna. „Tökurnar fóru fram í haust og svo hefur verið eftirvinnsla í gangi. Þetta er ekki stór framleiðsla í samanburði við margt annað en það hefur verið mikil stemning í kringum verkefnið og ótrúlega margir komið og lagt hönd á plóg.“Er þetta ólíkt öðru sem sést hefur hér á landi í þáttgerð?„Já, það er auðvitað nýtt að sjónvarpsþættir taki sér svona lagasetningarvald hér á landi. En það auðvitað þarf að grípa í taumana í þessum málum. Við getum bara ekki horft upp á stóran hluta þjóðarinnar sambandslausan vegna þess að það veit enginn hvor á að hringja til baka. Eða vandræðalegheitin í útlöndum þegar Íslendingar hittast og fólk veit ekki hvort það eigi að heilsast eða ekki. Þetta eru samfélagsmein sem þarf að taka á og það er gert í þessum þáttum,“ segir Árni. Fyrsti þátturinn var forsýndur í Bíó Paradís í gærkvöldi og var sýningin vel sótt. „Viðtökurnar voru mjög góðar. Þátturinn verður frumsýndur þann 28. desember á Stöð 2 og við erum spenntir að heyra viðbrögð fólks við reglunum. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að fólk kann að hafa misjafnar skoðanir á þeim og sumir verða þeim innilega ósammála. En það er eins og Sókrates sagði í Aþenu eitt sinn, þá verður að fylgja lögunum þótt þau kunni að þykja ósanngjörn.“ Lúðvík Páll Lúðvíksson er yfirframleiðandi og leikstjóri þáttanna. Árni Helgason er handritshöfundur, Haraldur Hrafn Thorlacius er framleiðandi og framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Arnar Jónsson, Þröstur Leó, Hannes Óli, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Geirsson og Elísabet Skagfjörð. Hér að neðan má sjá myndband sem framleiðendur þáttanna tóku upp en þar eru Íslendingar spurðir út í þessar óskýru reglur.
Hversdagsreglur Tengdar fréttir Nýr þáttur á Stöð 2 leggur línurnar fyrir óþægilegt fólk Þátturinn Hversdagsreglur hefur göngu sína á Stöð 2 þann 28. desember. Þátturinn gengur út á það að setja skýrar hversdagsreglur. 29. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
Nýr þáttur á Stöð 2 leggur línurnar fyrir óþægilegt fólk Þátturinn Hversdagsreglur hefur göngu sína á Stöð 2 þann 28. desember. Þátturinn gengur út á það að setja skýrar hversdagsreglur. 29. nóvember 2017 15:30