Lífið

Nýr þáttur á Stöð 2 leggur línurnar fyrir óþægilegt fólk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Jónsson sést hér fyrir miðju.
Arnar Jónsson sést hér fyrir miðju. vísir
Þátturinn Hversdagsreglur hefur göngu sína á Stöð 2 þann 28. desember. Þátturinn gengur út á það að setja skýrar hversdagsreglur.

Þótt lög og reglugerðir telji orðið þúsundir blaðsíðna koma upp aðstæður á hverjum degi sem fólk þarf að leysa úr af eigin rammleik. Hugmyndin með þættinum er að fjalla um þessi fjölmörgu litlu atvik í hversdagslífinu þar sem reglur eða venjur eru óljósar eða ekki fyrir hendi og fólk er þar að leiðandi ekki öruggt um hvernig á að bregðast við eða hvað eigi að gera.

Ef kassinn við hliðina á opnar í matvörubúðinni, má hver sem er skjóta sem fremst í þá röð? Ef þú kemur með áfengi í partý og skilur þá eftir, hver á þá áfengið? Leikin atriði sett fram á gamansaman hátt um hvert vandamálið er og með hvaða hætti fólk rekur sig á í slíkum aðstæðum.

Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Arnar Jónsson, Þröstur Leó, Hannes Óli, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Geirsson og Elísabet Skagfjörð. Árni Helgason skrifar handritið af þáttunum, Lúðvík Páll Lúðvíksson leikstýrir og eru þeir framleiddir af Orca films.



Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×