Skærgulur litur á nýjum göllum vekur deilur í björgunarsveitum Baldur Guðmundsson skrifar 15. desember 2017 08:00 Nýi gallinn er meðal annars hannaður til að vera sem sýnilegastur í öllum aðstæðum. Mynd/Landsbjörg Sigurður Ólafur „Við megum ekki gleyma því að við erum fólkið sem fer út þegar aðrir fara inn. Það að við séum sýnileg skiptir meira máli en flest annað,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Félagið hefur tekið í notkun endurbættan björgunarsveitargalla. Á meðal nýjunga er áberandi litabreyting. Efsti hluti gallans er nú gulur en rauði og blái liturinn heldur sér að öðru leyti. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um hið nýja útlit en óánægjan varð meðal annars til þess að sérstök nefnd, svokölluð fatanefnd, var sett á fót sem fara á yfir allan einkennisfatnað og merkingamál björgunarsveitanna. „Þetta er afskaplega lýðræðislegt félag og við erum með nefndir um allt mögulegt. Stjórnin ákvað að taka tillit til þeirrar óánægju sem var í gangi,“ segir Jón Ingi við Fréttablaðið um stofnun nefndarinnar. Hönnun gallans hefur að sögn Jóns Inga verið endurbætt til að mæta kröfu félagsmanna um aukinn sýnileika. Ferlið hafi tekið um þrjú ár. „Við höfum verið að leita að smekklegum lausnum og það er komin lending. En þegar gerðar eru breytingar eru aldrei allir sáttir,“ segir hann. Að sögn Jóns Inga geta sveitarmenn áfram notað gallann sem þeir eiga. Hann minnir á að einkennisfatnað björgunarsveitanna þurfi félagsmenn sjálfir að kaupa, eins og allan annað búnað til björgunar. Í því samhengi má nefna að buxur og stakkur kosta saman um 66 þúsund krónur, þótt sveitirnar endurgreiði kostnaðinn að einhverjum hluta. Jón Ingi segir að nýi gallinn, þar sem vösum hefur verið breytt og rennilásar settir undir hendur í því skyni að auka öndun, hafi einnig verið pantaður án gula litarins. Björgunarsveitarfólki standi þannig til boða að kaupa endurbættan galla með eða án litabreytingarinnar. Nokkuð rammt hefur kveðið að mótmælum félagsmanna á samfélagsmiðlum. Ónefndur björgunarsveitarmaður komst svo að orði á Facebook-síðu Landsbjargar að engu væri líkara en að „bæjarstarfsmaður hafi ælt yfir björgunarsveitargallann“ og vísar þar til gula litarins. Jón Ingi hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni en segir að um lítinn, háværan hóp sé að ræða. Reyndin sé sú að langflestir sem pantað hafi galla undanfarið hafi valið þann með gula litnum. Hann sé nánast uppseldur, þó að mikið magn hafi verið pantað. Hann fagnar því hins vegar að fólk láti í sér heyra, það sé heilbrigðismerki á lýðræðislegri umræðu innan Landsbjargar. Eðlilegt sé að skoðanir séu skiptar þegar ráðist sé í breytingar. Hann ítrekar að öryggissjónarmið hafi ráðið för þegar liturinn var valinn. „Fólk er með mismunandi þarfir í starfinu og sem betur fer er gagnrýnin umræða í okkar starfi um flesta hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira
„Við megum ekki gleyma því að við erum fólkið sem fer út þegar aðrir fara inn. Það að við séum sýnileg skiptir meira máli en flest annað,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Félagið hefur tekið í notkun endurbættan björgunarsveitargalla. Á meðal nýjunga er áberandi litabreyting. Efsti hluti gallans er nú gulur en rauði og blái liturinn heldur sér að öðru leyti. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um hið nýja útlit en óánægjan varð meðal annars til þess að sérstök nefnd, svokölluð fatanefnd, var sett á fót sem fara á yfir allan einkennisfatnað og merkingamál björgunarsveitanna. „Þetta er afskaplega lýðræðislegt félag og við erum með nefndir um allt mögulegt. Stjórnin ákvað að taka tillit til þeirrar óánægju sem var í gangi,“ segir Jón Ingi við Fréttablaðið um stofnun nefndarinnar. Hönnun gallans hefur að sögn Jóns Inga verið endurbætt til að mæta kröfu félagsmanna um aukinn sýnileika. Ferlið hafi tekið um þrjú ár. „Við höfum verið að leita að smekklegum lausnum og það er komin lending. En þegar gerðar eru breytingar eru aldrei allir sáttir,“ segir hann. Að sögn Jóns Inga geta sveitarmenn áfram notað gallann sem þeir eiga. Hann minnir á að einkennisfatnað björgunarsveitanna þurfi félagsmenn sjálfir að kaupa, eins og allan annað búnað til björgunar. Í því samhengi má nefna að buxur og stakkur kosta saman um 66 þúsund krónur, þótt sveitirnar endurgreiði kostnaðinn að einhverjum hluta. Jón Ingi segir að nýi gallinn, þar sem vösum hefur verið breytt og rennilásar settir undir hendur í því skyni að auka öndun, hafi einnig verið pantaður án gula litarins. Björgunarsveitarfólki standi þannig til boða að kaupa endurbættan galla með eða án litabreytingarinnar. Nokkuð rammt hefur kveðið að mótmælum félagsmanna á samfélagsmiðlum. Ónefndur björgunarsveitarmaður komst svo að orði á Facebook-síðu Landsbjargar að engu væri líkara en að „bæjarstarfsmaður hafi ælt yfir björgunarsveitargallann“ og vísar þar til gula litarins. Jón Ingi hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni en segir að um lítinn, háværan hóp sé að ræða. Reyndin sé sú að langflestir sem pantað hafi galla undanfarið hafi valið þann með gula litnum. Hann sé nánast uppseldur, þó að mikið magn hafi verið pantað. Hann fagnar því hins vegar að fólk láti í sér heyra, það sé heilbrigðismerki á lýðræðislegri umræðu innan Landsbjargar. Eðlilegt sé að skoðanir séu skiptar þegar ráðist sé í breytingar. Hann ítrekar að öryggissjónarmið hafi ráðið för þegar liturinn var valinn. „Fólk er með mismunandi þarfir í starfinu og sem betur fer er gagnrýnin umræða í okkar starfi um flesta hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira