Vildi sjá auknar lýðræðisumbætur í stjórnarsáttmála Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 17:51 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, telur þörf á auknum lýðræðisumbótum. vísir/ernir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gefið lýðræðisumbótum nægan gaum í nýjum stjórnarsáttmála. Þetta sagði Halldóra í þjóðmálaþættinum Víglínunni en hún var gestur þáttarins ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. Til umfjöllunar var stefnuræða forsætisráðherra og málefni stjórnarandstöðunnar en flokkarnir sem hana mynda skipuleggja nú í óða önn kjörtímabilið. Í þættinum sagðist Halldóra sakna lýðræðisumbóta og stjórnarskrárinnar mjög í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „Lýðræðisumbætur og náttúrulega stjórnarskráin, sem píratar hafa lagt mikla áherslu á, tel ég að séu nauðsynlegar fyrir okkur, fyrir framtíðina og fyrir sáttina í landinu að koma því í gagnið og mér sýnist á þessum stjórnarsáttmála að það á bara að setja þetta í enn eina nefndina og það á að lengja þetta ferli. Það er alltaf bara leið til að stoppa það,“ segir Halldóra. Hún segist þá einnig sakna þess að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í stórum og umdeildum málum og komið þannig í veg fyrir málþóf. Það ætti að þykja sjálfsagt að þjóðin geti gripið inn í. Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og stefnumótun sé nauðsynleg samfélaginu og þá ætti almenningur auk þess að koma fá að því að semja lög. „Ég hef áhyggjur af því að með því að leiða flokk til valda sem hefur síendurtekið staðið gegn lýðræðisumbótum og verið staðin að því að misnota vald sitt hafi Vinstri hreyfingin - grænt framboð vanmetið hvað er þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma. Og muni algjörlega missa marks þegar kemur að því að byggja upp traust á stjórnmálum og Alþingi og að styrkja lýðræðið á Íslandi,“ sagði Halldóra í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrradag.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinni. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gefið lýðræðisumbótum nægan gaum í nýjum stjórnarsáttmála. Þetta sagði Halldóra í þjóðmálaþættinum Víglínunni en hún var gestur þáttarins ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. Til umfjöllunar var stefnuræða forsætisráðherra og málefni stjórnarandstöðunnar en flokkarnir sem hana mynda skipuleggja nú í óða önn kjörtímabilið. Í þættinum sagðist Halldóra sakna lýðræðisumbóta og stjórnarskrárinnar mjög í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „Lýðræðisumbætur og náttúrulega stjórnarskráin, sem píratar hafa lagt mikla áherslu á, tel ég að séu nauðsynlegar fyrir okkur, fyrir framtíðina og fyrir sáttina í landinu að koma því í gagnið og mér sýnist á þessum stjórnarsáttmála að það á bara að setja þetta í enn eina nefndina og það á að lengja þetta ferli. Það er alltaf bara leið til að stoppa það,“ segir Halldóra. Hún segist þá einnig sakna þess að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í stórum og umdeildum málum og komið þannig í veg fyrir málþóf. Það ætti að þykja sjálfsagt að þjóðin geti gripið inn í. Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og stefnumótun sé nauðsynleg samfélaginu og þá ætti almenningur auk þess að koma fá að því að semja lög. „Ég hef áhyggjur af því að með því að leiða flokk til valda sem hefur síendurtekið staðið gegn lýðræðisumbótum og verið staðin að því að misnota vald sitt hafi Vinstri hreyfingin - grænt framboð vanmetið hvað er þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma. Og muni algjörlega missa marks þegar kemur að því að byggja upp traust á stjórnmálum og Alþingi og að styrkja lýðræðið á Íslandi,“ sagði Halldóra í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrradag.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinni.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira