„Það þarf tvo til að dansa tangó“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:28 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það sé ríkur vilji stjórnarandstöðuflokkanna að beita hafa málefnalegt aðhald með ríkisstjórninni. Vísir/pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira