„Það þarf tvo til að dansa tangó“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:28 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það sé ríkur vilji stjórnarandstöðuflokkanna að beita hafa málefnalegt aðhald með ríkisstjórninni. Vísir/pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira