„Það þarf tvo til að dansa tangó“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:28 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það sé ríkur vilji stjórnarandstöðuflokkanna að beita hafa málefnalegt aðhald með ríkisstjórninni. Vísir/pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira