„Það þarf tvo til að dansa tangó“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:28 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það sé ríkur vilji stjórnarandstöðuflokkanna að beita hafa málefnalegt aðhald með ríkisstjórninni. Vísir/pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira