Dúkkaði aftur upp í lífi fyrrverandi skólasystur sinnar og nauðgaði henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 15:16 Héraðsdómur Reykjaness. vísir/gva Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Samkvæmt vitnisburði brotaþola voru hún og ákærði saman í grunnskóla en hann á að hafa nauðgað henni fyrst þegar þau voru í 10. bekk. Ekki var ákært í því máli. Hlé hafi svo orðið á samskiptum þeirra þangað til að ákærði setti sig aftur í samband við brotaþola í aðdraganda seinna brotsins, sem framið var í febrúar 2016 og ákærði var að endingu sakfelldur fyrir. Hvorki ákærði né brotaþoli höfðu náð átján ára aldri þegar brotið var framið.„Þú vildir þetta, þú veist það“ Samkvæmt gögnum málsins er aðdragandi brotsins sá að ákærði hafði samband við brotaþola í febrúar 2016 í gegnum Facebook. Gekk ákærði nokkuð á eftir brotaþola og spurði ítrekað hvort hann mætti koma og sýna henni teikningu sem hann vildi álit hennar á. Brotaþoli reyndi að komast undan því að fá ákærða í heimsókn en eftir mikla ýtni frá ákærða gaf brotaþoli samþykki sitt fyrir að kíkja á myndina. Þegar ákærði kom heim til brotaþola var hann ekki með neina mynd, að því er kemur fram í frásögn brotaþola. Hann hafi strax farið að ganga á hana. Brotaþoli hafi svo barist á móti honum í tvær klukkustundir og m.a. ýtt honum og barist með hnefum en hann náð að nauðga henni. Hann hafi sagt þegar hann fór: „Þú vildir þetta, þú veist það.“ Ákærði hélt því fram fyrir dómi að samfarirnar hefðu farið fram með samþykki brotaþola.Sakar ákærða um aðra nauðgun Í vottorði frá Neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis segir í stuttri frásögn af hálfu brotaþola að ákærði hafi verið að áreita hana frá því að þau voru saman í grunnskóla en þau voru skólasystkini. Hann hafi króað hana af þegar þau voru í 10. bekk inni á salerni og nauðgað henni. Leiðir þeirra hafi skilið í framhaldsskóla. Í aðdraganda brotsins í febrúar 2016 hafi ákærði hins vegar sett sig aftur í samband við hana, sent henni skilaboð á Snapchat þar sem hún „blokkaði“ hann. Þá hafi ákærði byrjað að senda henni skilaboð í gegnum Facebook og leitað uppi vinnustað hennar. Í dómnum kemur fram að framburður ákærða hafi þótt afar ótrúverðugur í ljósi framburðar brotaþola og vitna sem styðja framburð hennar. Ákærði var dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár fyrir nauðgunina sem framin var árið 2016 og til greiðslu alls sakarkostnaðar, rúma 1,4 milljón króna. Þá var honum auk þess gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Samkvæmt vitnisburði brotaþola voru hún og ákærði saman í grunnskóla en hann á að hafa nauðgað henni fyrst þegar þau voru í 10. bekk. Ekki var ákært í því máli. Hlé hafi svo orðið á samskiptum þeirra þangað til að ákærði setti sig aftur í samband við brotaþola í aðdraganda seinna brotsins, sem framið var í febrúar 2016 og ákærði var að endingu sakfelldur fyrir. Hvorki ákærði né brotaþoli höfðu náð átján ára aldri þegar brotið var framið.„Þú vildir þetta, þú veist það“ Samkvæmt gögnum málsins er aðdragandi brotsins sá að ákærði hafði samband við brotaþola í febrúar 2016 í gegnum Facebook. Gekk ákærði nokkuð á eftir brotaþola og spurði ítrekað hvort hann mætti koma og sýna henni teikningu sem hann vildi álit hennar á. Brotaþoli reyndi að komast undan því að fá ákærða í heimsókn en eftir mikla ýtni frá ákærða gaf brotaþoli samþykki sitt fyrir að kíkja á myndina. Þegar ákærði kom heim til brotaþola var hann ekki með neina mynd, að því er kemur fram í frásögn brotaþola. Hann hafi strax farið að ganga á hana. Brotaþoli hafi svo barist á móti honum í tvær klukkustundir og m.a. ýtt honum og barist með hnefum en hann náð að nauðga henni. Hann hafi sagt þegar hann fór: „Þú vildir þetta, þú veist það.“ Ákærði hélt því fram fyrir dómi að samfarirnar hefðu farið fram með samþykki brotaþola.Sakar ákærða um aðra nauðgun Í vottorði frá Neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis segir í stuttri frásögn af hálfu brotaþola að ákærði hafi verið að áreita hana frá því að þau voru saman í grunnskóla en þau voru skólasystkini. Hann hafi króað hana af þegar þau voru í 10. bekk inni á salerni og nauðgað henni. Leiðir þeirra hafi skilið í framhaldsskóla. Í aðdraganda brotsins í febrúar 2016 hafi ákærði hins vegar sett sig aftur í samband við hana, sent henni skilaboð á Snapchat þar sem hún „blokkaði“ hann. Þá hafi ákærði byrjað að senda henni skilaboð í gegnum Facebook og leitað uppi vinnustað hennar. Í dómnum kemur fram að framburður ákærða hafi þótt afar ótrúverðugur í ljósi framburðar brotaþola og vitna sem styðja framburð hennar. Ákærði var dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár fyrir nauðgunina sem framin var árið 2016 og til greiðslu alls sakarkostnaðar, rúma 1,4 milljón króna. Þá var honum auk þess gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira