Fegurðin gerir mig hamingjusama Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2017 10:30 Anna Valla Jónsdóttir er gullsmiður og skartgripahönnuður, búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún rekur verslun og verkstæði á Nørrebro. Íslendingar geta nálgast skart hennar í Norræna húsinu. MYND/AÐSEND Djásn er sérsvið Önnu Völlu Jónsdóttur. Hún var í dag tilnefnd til hinna virtu, dönsku Skt. Loye-verðlauna, sem veitt eru gullsmiðum sem vakið hafa eftirtekt og aðdáun fyrir framúrskarandi hönnun og nýjungar í fagi sem byggir á aldagamalli hefð. Anna Valla er höll undir þá lýðræðislegu tilhugsun að allir geti haft aðgang að fallegum skartgripum og segir skart ekki þurfa að vera dýrt til að vera fagurt. „Skart getur fengið fólk til að finna fyrir fegurð á eigin líkama,“ segir Anna Valla Jónsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður í Kaupmannahöfn. "Tilfinningin að nota skartgripi getur líka lyft manni upp. Það hefur áhrif á sálina að bera skart sem manni þykir fallegt eða skiptir mann máli, eins og giftingarhring eða erfðaskart sem felur í sér minningar,“ segir Anna Valla Jónsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður. Anna Valla ólst upp í Svíþjóð til ellefu ára aldurs og hefur búið í Kaupmannahöfn undanfarið 21 ár. „Sem stúlka var ég lítið fyrir að punta mig og enn nota ég mjög lítið af skartgripum. Ég hef hins vegar alltaf haft brennandi áhuga á list og hönnun. Ég finn að fegurð gerir mig hamingjusama, eins og það gerir flest fólk hamingjusamt að sjá og nota fallega hluti. Í því felast ákveðin lífsgæði,“ segir Anna Valla sem lærði gullsmíði í fjögur ár hjá dönskum gullsmíðameistara en fór þar á eftir í þriggja ára nám í skartgripahönnun.Glæsilegt hálsmen úr silfri og tré, úr gullsmiðju Önnu Völlu.„Gullsmíði er fyrst og fremst tækninám þar sem lítil áhersla er á hönnun. Mig langaði því að fara meira út í listhönnun til að blanda saman við gullsmíðina. Ég vildi finna mitt eigið handbragð, því annars er hætt við að maður festist í útfærslum og útliti meistara síns,“ segir Anna Valla sem ákvað að læra gullsmíði vegna löngunar til að vinna skapandi starf. „Ég hef yndi af því að vinna með verkfæri og sitja lengi við fallega hugmyndavinnu sem útheimtir einbeitingu. Þar hentar gullsmíðin mér vel. Ég hef líka næmt auga fyrir fegurðinni og þar mætir skartgripahönnun hugmyndaauðgi minni.“ Náttúran í sinni fegurstu mynd finnst í kuðungi sem skartgripahönnuðurinn Anna Valla hefur breytt í brjóstnælu.Fallegt að skarta minningum Anna Valla lauk hönnunarnáminu fyrir tveimur árum og opnaði í fyrra verkstæði og verslun í samvinnu við fimm danska skartgripahönnuði á Nørrebro. „Samkeppni á milli skartgripahönnuða er mjög mikil í Kaupmannahöfn en það höfðar til mín. Þá getur maður hitt marga sem eru að fást við það sama og skipst á góðum ráðum,“ segir Anna Valla sem hefur skapað sér stíl sem sker sig úr. „Það er mikilvægt að skartið manns hafi sinn eigin karakter. Sumir sjá íslenskt stef í skartgripunum mínum, jafnvel frá víkingaupprunanum og hrárri náttúrunni. Ég hef gaman af því að upphefja hluti sem eru yfirleitt ekki notaðir í skart, eins og tré og tölur úr skeljum. Skartgripir þurfa ekki að vera dýrir til að vera fallegir, og ég er höll undir þá lýðræðislegu tilhugsun að allir geti haft aðgang að fallegum skartgripum,“ segir Anna Valla sem hannar skartgripi fyrir konur sem hafa þor og dug til að prófa mismunandi útlit í skarti og fylgihlutum. „Margt hefur haft áhrif á mig, eins og þýska Bauhaus-stefnan, frá því um 1930, þegar reynt var að gera hlutina einfalda en fallega og aðgengilega fyrir fólkið. Það voru pönkarar síns tíma. Ég skoða líka söguna mikið því skartgripir hafa breyst í tímans rás. Á Viktoríutímanum voru til dæmis gerðir sorgar- og minningargripir þar sem hár úr fólki var fléttað saman við skartgripi. Ég hef notað hár í mitt skart, enda finnst mér fagurt að bera minningar og vera til marks um einhvern sem maður elskar eða eitthvað sem er manni hjartfólgið.“Anna Valla er heilluð af skartgripatísku Viktoríutímans þegar hári var fléttað saman við svokallaða minningarskartgripi.Skartgripir Önnu Völlu fást nú í fyrsta sinn á Íslandi, í verslun Norræna hússins. „Mér finnst óskaplega gaman að verða sýnileg á Íslandi, sem er mér ávallt kært,“ segir Anna Valla sem bjó í Vesturbænum í Reykjavík frá 11 til 18 ára aldurs og kemur reglulega heim til fósturjarðarinnar. Í dag bárust svo þau gleðitíðindi að Anna Valla er tilnefnd til hinna virtu, dönsku Skt. Loye-verðlauna, sem veitt eru gullsmiðum sem vakið hafa eftirtekt og aðdáun fyrir framúrskarandi hönnun og nýjungar í fagi sem byggir á aldagamalli hefð.Verkstæði hennar og verslun, sem ber nafnið Værkstedet, er á Ryesgade 4, 2200 Kaupmannahöfn N. Hægt er að skoða myndir á Instagram, undir annavalla og á Facebook undir anna valla jewelry.Dásamlegir eyrnalokkar sem sameina einstaka skartgripahönnun Önnu Völlu og tækni hennar sem gullsmiðs. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Djásn er sérsvið Önnu Völlu Jónsdóttur. Hún var í dag tilnefnd til hinna virtu, dönsku Skt. Loye-verðlauna, sem veitt eru gullsmiðum sem vakið hafa eftirtekt og aðdáun fyrir framúrskarandi hönnun og nýjungar í fagi sem byggir á aldagamalli hefð. Anna Valla er höll undir þá lýðræðislegu tilhugsun að allir geti haft aðgang að fallegum skartgripum og segir skart ekki þurfa að vera dýrt til að vera fagurt. „Skart getur fengið fólk til að finna fyrir fegurð á eigin líkama,“ segir Anna Valla Jónsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður í Kaupmannahöfn. "Tilfinningin að nota skartgripi getur líka lyft manni upp. Það hefur áhrif á sálina að bera skart sem manni þykir fallegt eða skiptir mann máli, eins og giftingarhring eða erfðaskart sem felur í sér minningar,“ segir Anna Valla Jónsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður. Anna Valla ólst upp í Svíþjóð til ellefu ára aldurs og hefur búið í Kaupmannahöfn undanfarið 21 ár. „Sem stúlka var ég lítið fyrir að punta mig og enn nota ég mjög lítið af skartgripum. Ég hef hins vegar alltaf haft brennandi áhuga á list og hönnun. Ég finn að fegurð gerir mig hamingjusama, eins og það gerir flest fólk hamingjusamt að sjá og nota fallega hluti. Í því felast ákveðin lífsgæði,“ segir Anna Valla sem lærði gullsmíði í fjögur ár hjá dönskum gullsmíðameistara en fór þar á eftir í þriggja ára nám í skartgripahönnun.Glæsilegt hálsmen úr silfri og tré, úr gullsmiðju Önnu Völlu.„Gullsmíði er fyrst og fremst tækninám þar sem lítil áhersla er á hönnun. Mig langaði því að fara meira út í listhönnun til að blanda saman við gullsmíðina. Ég vildi finna mitt eigið handbragð, því annars er hætt við að maður festist í útfærslum og útliti meistara síns,“ segir Anna Valla sem ákvað að læra gullsmíði vegna löngunar til að vinna skapandi starf. „Ég hef yndi af því að vinna með verkfæri og sitja lengi við fallega hugmyndavinnu sem útheimtir einbeitingu. Þar hentar gullsmíðin mér vel. Ég hef líka næmt auga fyrir fegurðinni og þar mætir skartgripahönnun hugmyndaauðgi minni.“ Náttúran í sinni fegurstu mynd finnst í kuðungi sem skartgripahönnuðurinn Anna Valla hefur breytt í brjóstnælu.Fallegt að skarta minningum Anna Valla lauk hönnunarnáminu fyrir tveimur árum og opnaði í fyrra verkstæði og verslun í samvinnu við fimm danska skartgripahönnuði á Nørrebro. „Samkeppni á milli skartgripahönnuða er mjög mikil í Kaupmannahöfn en það höfðar til mín. Þá getur maður hitt marga sem eru að fást við það sama og skipst á góðum ráðum,“ segir Anna Valla sem hefur skapað sér stíl sem sker sig úr. „Það er mikilvægt að skartið manns hafi sinn eigin karakter. Sumir sjá íslenskt stef í skartgripunum mínum, jafnvel frá víkingaupprunanum og hrárri náttúrunni. Ég hef gaman af því að upphefja hluti sem eru yfirleitt ekki notaðir í skart, eins og tré og tölur úr skeljum. Skartgripir þurfa ekki að vera dýrir til að vera fallegir, og ég er höll undir þá lýðræðislegu tilhugsun að allir geti haft aðgang að fallegum skartgripum,“ segir Anna Valla sem hannar skartgripi fyrir konur sem hafa þor og dug til að prófa mismunandi útlit í skarti og fylgihlutum. „Margt hefur haft áhrif á mig, eins og þýska Bauhaus-stefnan, frá því um 1930, þegar reynt var að gera hlutina einfalda en fallega og aðgengilega fyrir fólkið. Það voru pönkarar síns tíma. Ég skoða líka söguna mikið því skartgripir hafa breyst í tímans rás. Á Viktoríutímanum voru til dæmis gerðir sorgar- og minningargripir þar sem hár úr fólki var fléttað saman við skartgripi. Ég hef notað hár í mitt skart, enda finnst mér fagurt að bera minningar og vera til marks um einhvern sem maður elskar eða eitthvað sem er manni hjartfólgið.“Anna Valla er heilluð af skartgripatísku Viktoríutímans þegar hári var fléttað saman við svokallaða minningarskartgripi.Skartgripir Önnu Völlu fást nú í fyrsta sinn á Íslandi, í verslun Norræna hússins. „Mér finnst óskaplega gaman að verða sýnileg á Íslandi, sem er mér ávallt kært,“ segir Anna Valla sem bjó í Vesturbænum í Reykjavík frá 11 til 18 ára aldurs og kemur reglulega heim til fósturjarðarinnar. Í dag bárust svo þau gleðitíðindi að Anna Valla er tilnefnd til hinna virtu, dönsku Skt. Loye-verðlauna, sem veitt eru gullsmiðum sem vakið hafa eftirtekt og aðdáun fyrir framúrskarandi hönnun og nýjungar í fagi sem byggir á aldagamalli hefð.Verkstæði hennar og verslun, sem ber nafnið Værkstedet, er á Ryesgade 4, 2200 Kaupmannahöfn N. Hægt er að skoða myndir á Instagram, undir annavalla og á Facebook undir anna valla jewelry.Dásamlegir eyrnalokkar sem sameina einstaka skartgripahönnun Önnu Völlu og tækni hennar sem gullsmiðs.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira