Heilbrigðiskerfið ekki einkavætt frekar Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 13:09 Svandís (t.v.) og Lilja (t.h.) voru gestir í Víglínuninni á Stöð 2 í dag. Vísir Svandís Svavarsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, ætlar að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að gera ítarlega úttekt á stöðu einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Ekki verði gengið lengra í einkavæðingarátt á hennar vakt. Þetta sagði Svandís í þættinum Víglínunni með Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 í hádeginu. Vinstri græn hefðu haft áhyggjur af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Taldi hún mikilvægast að kjarni velferðarþjónustunnar væri á forsendum heildarinnar en ekki einstaklinga og að almannakerfið yrði eflt. Skilgreina þyrfti hlutverk mismunandi þátta heilbrigðisþjónustunnar til að opinbert fé verði nýtt með sem bestum hætti og almenningur njóti jafnræðis, óháð efnahag og búsetu. Lofaði Svandís því að það muni endurspeglast í tillögum ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpi sem verði lagt fram á næstu dögum. Stærstu tölurnar þar verði til uppbyggingar innviða í velferðar- og menntamálum.Áskoranir vegna kennaraskorts og brottfalls nemenda Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks framsýnan varðandi heilbrigðis- og menntamál. Þannig væri sagt beinum orðum að ætlunin væri að ná markmiðum OECD um fjárframlög á hvern nemanda á háskólastiginu. Ljóst væri að milljarða króna þyrfti á næstu árum til að ná því markmiði. Sagði Lilja íslenskt menntakerfi gott hvað varðaði aðgengi en að það stæði einnig frammi fyrir miklum áskorunum. Þar nefndi hún sérstaklega yfirvofandi kennaraskort og brottfall nemenda, sérstaklega drengja á framhaldsskólastiginu. Lýsti hún áhyggjum af því að þeir sem færu í kennaranám á Íslandi skiluðu sér ekki eða aðeins í skamman tíma í kennslu. Í því samhengi nefndi Heimir Már yfirvofandi kjaraviðræður, meðal annars við kennara. Lilja sagði að kröfum kennara yrði mætt með skilningi. Sagði hún bæði laun og starfsumhverfi spila inn í að kennurum væri að fækka.Ætla að leiðrétta mistök með erlenda nema og verknámx Heimir Már spurði ráðherrana sérstaklega út í mál ungrar erlendrar konu sem hefur verið við kokkanám hér á landi í tvö ár og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Til stendur að vísa henni úr landi vegna þess að ekki var kveðið á um verk- og iðnnám við veitingu dvalarleyfa þegar útlendingalögum var breytt. Bæði Lilja og Svandís töluðu um að þar hefðu átt sér mistök við lagasetningu sem stæði til að leiðrétta. Lilja sagði að það ætti að takast í tæka tíð. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, ætlar að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að gera ítarlega úttekt á stöðu einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Ekki verði gengið lengra í einkavæðingarátt á hennar vakt. Þetta sagði Svandís í þættinum Víglínunni með Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 í hádeginu. Vinstri græn hefðu haft áhyggjur af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Taldi hún mikilvægast að kjarni velferðarþjónustunnar væri á forsendum heildarinnar en ekki einstaklinga og að almannakerfið yrði eflt. Skilgreina þyrfti hlutverk mismunandi þátta heilbrigðisþjónustunnar til að opinbert fé verði nýtt með sem bestum hætti og almenningur njóti jafnræðis, óháð efnahag og búsetu. Lofaði Svandís því að það muni endurspeglast í tillögum ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpi sem verði lagt fram á næstu dögum. Stærstu tölurnar þar verði til uppbyggingar innviða í velferðar- og menntamálum.Áskoranir vegna kennaraskorts og brottfalls nemenda Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks framsýnan varðandi heilbrigðis- og menntamál. Þannig væri sagt beinum orðum að ætlunin væri að ná markmiðum OECD um fjárframlög á hvern nemanda á háskólastiginu. Ljóst væri að milljarða króna þyrfti á næstu árum til að ná því markmiði. Sagði Lilja íslenskt menntakerfi gott hvað varðaði aðgengi en að það stæði einnig frammi fyrir miklum áskorunum. Þar nefndi hún sérstaklega yfirvofandi kennaraskort og brottfall nemenda, sérstaklega drengja á framhaldsskólastiginu. Lýsti hún áhyggjum af því að þeir sem færu í kennaranám á Íslandi skiluðu sér ekki eða aðeins í skamman tíma í kennslu. Í því samhengi nefndi Heimir Már yfirvofandi kjaraviðræður, meðal annars við kennara. Lilja sagði að kröfum kennara yrði mætt með skilningi. Sagði hún bæði laun og starfsumhverfi spila inn í að kennurum væri að fækka.Ætla að leiðrétta mistök með erlenda nema og verknámx Heimir Már spurði ráðherrana sérstaklega út í mál ungrar erlendrar konu sem hefur verið við kokkanám hér á landi í tvö ár og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Til stendur að vísa henni úr landi vegna þess að ekki var kveðið á um verk- og iðnnám við veitingu dvalarleyfa þegar útlendingalögum var breytt. Bæði Lilja og Svandís töluðu um að þar hefðu átt sér mistök við lagasetningu sem stæði til að leiðrétta. Lilja sagði að það ætti að takast í tæka tíð.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira