Innlent

Harpa í finnsku fánalitunum

Harpa verður hvít og blá á næstunni.
Harpa verður hvít og blá á næstunni. Visir/vilhelm
Tónlistarhúsið Harpa verður baðað finnsku fánalitunum í vikunni en Finnar fagna því á miðvikudag að 100 ár eru liðin frá því að landið öðlaðist sjálfstæði.

Víðfræg kennileiti um allan heim; eins og Niagara-fossanir á landamærum Bandaríkjanna og Kanada og Lausnarinn í Ríó de Janeiro, munu af þessu tilefni verða lýst upp með bláum og hvítum ljósum. Alls verður sjálfstæðisafmæli Finna minnst með þessum hætti á 50 kennileitum í 30 löndum.

„Finnlandi hafa borist margar kveðjur og fjölbreyttar gjafir frá öllum heimshornum í ár. Núna mun heimurinn verða hvítur og blár um stund. Þetta er merkilegur viðburður fyrir Finna og vini Finnlands,“ er haft eftir Pekka Timonen, skipuleggjanda aldarafmælisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×