Sendiherra Bretlands bjartsýnn á samning um gagnkvæm réttindi Breta og Íslendinga Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 18:45 Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Skjáskot/Stöð 2 Sendiherra Bretlands á Íslandi vonast til að sams konar samkomulag náist við Íslendinga um réttindi fólks og Bretar náðu við Evrópusambandið í morgun. Óformlegar viðræður við íslensk stjórnvöld hafi verið á jákvæðum nótum og hann reikni með að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. Fjölmargir Íslendingar búa og starfa eða eru við nám í Bretlandi. Sömuleiðis eru margir Bretar búsettir á Íslandi og vinna hér. Um stöðu þessa fólks þarf að semja upp á nýtt þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Viðræðum Breta og Evrópusambandsins á að ljúka innan næstu tólf mánaða. En EES samningurinn tryggir fjórfrelsis svo kallaða milli Íslands og sambandsins, meðal annars frjálsa för fólks og fjármagns. Michael Nevin sendiherra Bretlands á íslandi segir samkomulagið í Brussel geta haft jákvæð áhrif á framtíð samskipta Íslands og Bretlands. En við höfum ávalt sagt skýrt að við myndum vilja framlengja réttindi fólks til Íslands og raunar Noregs líka. Við höfum nú þegar rætt það við íslensk stjórnvöld hvernig við gætum leitt þau mál áfram. Þetta samkomulag gefur okkur tryggari grunn til að halda þeim viðræðum áfram,“ segir sendiherrann. Talið er að um átta hundruð Bretar búi á Íslandi og um tvö þúsund Íslendingar í Bretlandi. Sendiherrann segir óformlegar viðræður um framtíð samskipta Íslands og Bretlands í tíð fyrri ríkisstjórna hafa verið jákvæðar og hann búist við að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. „Og utanríkisráðherrann hefur vissulega verið mjög jákvæður og við höfum unnið mjög vel með honum og embættismönnum hans. Þannig að ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýnn,“ segir Nevin. Ekki sé þó hægt að ganga frá endanlegum samningum milli Íslands og Bretlands fyrr en Bretar hafi yfirgefið sambandið en hægt sé að undirbúa slíka samninga með viðræðum. Áfanginn í Brussel í dag sé mikilvægt skref og vonandi náist síðan samkomulag við íslendinga um viðskipti og tollamál. Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi þurfi ekki að óttast um rétt sinn til atvinnu, heilsugæslu og svo framvegis. „Eins og er og jafnvel áður en við yfirgefum Evrópusambandið muni fólk bókstaflega ekki finna fyrir neinum breytingum á aðstæðum sínum. Þessi réttindi verði tryggð bæði í Bretlandi og á íslandi,“ segir Michael Nevin. Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Sendiherra Bretlands á Íslandi vonast til að sams konar samkomulag náist við Íslendinga um réttindi fólks og Bretar náðu við Evrópusambandið í morgun. Óformlegar viðræður við íslensk stjórnvöld hafi verið á jákvæðum nótum og hann reikni með að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. Fjölmargir Íslendingar búa og starfa eða eru við nám í Bretlandi. Sömuleiðis eru margir Bretar búsettir á Íslandi og vinna hér. Um stöðu þessa fólks þarf að semja upp á nýtt þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Viðræðum Breta og Evrópusambandsins á að ljúka innan næstu tólf mánaða. En EES samningurinn tryggir fjórfrelsis svo kallaða milli Íslands og sambandsins, meðal annars frjálsa för fólks og fjármagns. Michael Nevin sendiherra Bretlands á íslandi segir samkomulagið í Brussel geta haft jákvæð áhrif á framtíð samskipta Íslands og Bretlands. En við höfum ávalt sagt skýrt að við myndum vilja framlengja réttindi fólks til Íslands og raunar Noregs líka. Við höfum nú þegar rætt það við íslensk stjórnvöld hvernig við gætum leitt þau mál áfram. Þetta samkomulag gefur okkur tryggari grunn til að halda þeim viðræðum áfram,“ segir sendiherrann. Talið er að um átta hundruð Bretar búi á Íslandi og um tvö þúsund Íslendingar í Bretlandi. Sendiherrann segir óformlegar viðræður um framtíð samskipta Íslands og Bretlands í tíð fyrri ríkisstjórna hafa verið jákvæðar og hann búist við að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. „Og utanríkisráðherrann hefur vissulega verið mjög jákvæður og við höfum unnið mjög vel með honum og embættismönnum hans. Þannig að ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýnn,“ segir Nevin. Ekki sé þó hægt að ganga frá endanlegum samningum milli Íslands og Bretlands fyrr en Bretar hafi yfirgefið sambandið en hægt sé að undirbúa slíka samninga með viðræðum. Áfanginn í Brussel í dag sé mikilvægt skref og vonandi náist síðan samkomulag við íslendinga um viðskipti og tollamál. Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi þurfi ekki að óttast um rétt sinn til atvinnu, heilsugæslu og svo framvegis. „Eins og er og jafnvel áður en við yfirgefum Evrópusambandið muni fólk bókstaflega ekki finna fyrir neinum breytingum á aðstæðum sínum. Þessi réttindi verði tryggð bæði í Bretlandi og á íslandi,“ segir Michael Nevin.
Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40
Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00