Fókusa þarf á forvarnir í stað meðferða Guðmundur G. Hauksson og Ingólfur Þór Tómasson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Öll samfélög á Vesturlöndum eru að takast á við vandamál sem skapast vegna andlegs ofbeldis í fyrirtækjum og stofnunum. Rannsóknir sýna að hér á Íslandi viðgengst andlegt ofbeldi eða einelti á vinnustöðum hjá um 11-12% fyrirtækja og stofnana. 71.000 fyrirtæki voru með starfsemi á Íslandi á árinu 2016 og 11% af þeim fjölda væri um 7.800 fyrirtæki. Ef við gerum ráð fyrir að það sé einn aðili í hverju þessara fyrirtækja sem hafi orðið fyrir andlegu ofbeldi, væru það um 7.800 manns á árinu 2016. Samkvæmt rannsóknum frá Bandaríkjunum telja meira en 60% af þeim sem verða fyrir andlegu ofbeldi að eina leiðin sé að hætta störfum, sem væru þá, til samanburðar, um 4.600 manns á ári hér á Íslandi. Andlegt ofbeldi er þannig að hafa veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækja, sem missa út reynslu og þekkingu þeirra starfsmanna sem fara og þurfa í framhaldinu að kosta til við þjálfun á nýju starfsfólki. Andlegum öryrkjum fjölgar hvergi meira í Evrópu en á Íslandi, en hugsanlega má rekja það til fleiri þátta en andlegs ofbeldis á vinnustöðum. Á Geðræktardaginn 10. október 2017 var haldin ráðstefna á Grand Hóteli um kulnun í starfi og vanlíðan á vinnustað þar sem um 300 manns mættu, að stærstum hluta konur. Er þessi mikli fjöldi kvenna að endurspegla vanlíðan þeirra á vinnustöðum. Boðið er upp á mikið af virkum úrræðum fyrir þá sem verða fyrir heilsutapi vegna andlegs ofbeldis og Virk og fleiri aðilar hafa náð miklum árangri í að endurhæfa fólk og koma því aftur inn á vinnumarkaðinn. Mikill fjöldi annarra aðila s.s. sálfræðinga og geðlækna býður upp á meðferðir og aðstoð við fólk í þessu umhverfi. Spurning er hvort verið sé að einblína um of á viðbrögð við vandamálinu, en verið sé að leggja minni áherslu á forvarnir til að minnka eða kom í veg fyrir afleiðingar af andlegu ofbeldi. Það væri áhugavert að vita hversu mikinn kostnað fyrirtæki, stéttarfélög og stofnanir bera af þessu meðferðar- og umönnunarumhverfi og bera það saman við hversu mikið fjármagn hefur verið notað í forvarnir og hvort það hafi skilað mælanlegum árangri. Allavega virðist andlegum öryrkjum vera að fjölga og vandamálið því að stækka. Við þurfum líka að spyrja okkur hvort þessi fókus á viðbrögð við vandamálinu og sá mikli fjöldi aðila sem starfar á þessum vettvangi sé hugsanlega að hamla eða standa í vegi fyrir virku forvarnarstarfi. Stjórnunarhættir hafa undanfarinn áratug verið að breytast og áhersla að aukast á samráðsstjórnun, samvinnu og aukna þátttöku starfsfólks í umræðu og ákvörðunartöku í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana. Áratuga rannsóknir hafa sýnt að það er bein tenging við samráð og samskiptafærni starfsmanna við afkomu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Áherslur í þessu voru þegar komnar fram fyrir síðustu aldamót og vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að fyrirtæki með samstarfsstjórnun standa fjárhagslega betur en þau sem byggja á miðstýringu í stjórnun. Fleiri og betri hugmyndir, frjálst flæði upplýsinga, betri ákvarðanir, meiri framleiðni, betri starfsandi og minni fjarvistir hafa haft verulega jákvæð áhrif á þessa niðurstöðu. Fyrirtæki og stofnanir sem stuðla að þátttöku starfsmanna og frjálsu flæði upplýsinga standa marktækt betur en fyrirtæki sem aðhyllast miðstýringu. (Lewin, 1988) Tíu ára rannsókn á 30 fyrirtækjum sem birt var á árinu 1996 sýndi að „fyrirtæki og stofnanir sem ástunda góða samstarfsstjórnun skapa umhverfi sem dregur úr og jafnvel útilokar marktækt vinnustaðastreitu. Þau hafa líka hærri veltu, meiri hagnað, hraðari vöxt og meiri framlegð.“ (Dennis Kravetz, 1996) Að gefa starfsfólki tækifæri til að taka fullan þátt í sínu starfsumhverfi, skilar minni starfsmannaveltu, aukinni framleiðni og betri afkomu. (Huselid og Becker, 1995) Góðu fréttirnar eru að það er hægt að breyta þessum gömlu miðstýringarstjórnunaraðferðum og innleiða í fyrirtæki umhverfi sem byggir á samstarfsstjórnun, lausnamiðuðum samskiptum og átakafærni sem byggir á markmiðum um hagkvæma niðurstöðu fyrir starfsfólk, stjórnendur, fyrirtæki og stofnanir. Guðmundur G. Hauksson er framkvæmdastjóri hjá Gordon Training Iceland.Ingólfur Þór Tómasson er samskiptaráðgjafi hjá Gordon Training Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Öll samfélög á Vesturlöndum eru að takast á við vandamál sem skapast vegna andlegs ofbeldis í fyrirtækjum og stofnunum. Rannsóknir sýna að hér á Íslandi viðgengst andlegt ofbeldi eða einelti á vinnustöðum hjá um 11-12% fyrirtækja og stofnana. 71.000 fyrirtæki voru með starfsemi á Íslandi á árinu 2016 og 11% af þeim fjölda væri um 7.800 fyrirtæki. Ef við gerum ráð fyrir að það sé einn aðili í hverju þessara fyrirtækja sem hafi orðið fyrir andlegu ofbeldi, væru það um 7.800 manns á árinu 2016. Samkvæmt rannsóknum frá Bandaríkjunum telja meira en 60% af þeim sem verða fyrir andlegu ofbeldi að eina leiðin sé að hætta störfum, sem væru þá, til samanburðar, um 4.600 manns á ári hér á Íslandi. Andlegt ofbeldi er þannig að hafa veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækja, sem missa út reynslu og þekkingu þeirra starfsmanna sem fara og þurfa í framhaldinu að kosta til við þjálfun á nýju starfsfólki. Andlegum öryrkjum fjölgar hvergi meira í Evrópu en á Íslandi, en hugsanlega má rekja það til fleiri þátta en andlegs ofbeldis á vinnustöðum. Á Geðræktardaginn 10. október 2017 var haldin ráðstefna á Grand Hóteli um kulnun í starfi og vanlíðan á vinnustað þar sem um 300 manns mættu, að stærstum hluta konur. Er þessi mikli fjöldi kvenna að endurspegla vanlíðan þeirra á vinnustöðum. Boðið er upp á mikið af virkum úrræðum fyrir þá sem verða fyrir heilsutapi vegna andlegs ofbeldis og Virk og fleiri aðilar hafa náð miklum árangri í að endurhæfa fólk og koma því aftur inn á vinnumarkaðinn. Mikill fjöldi annarra aðila s.s. sálfræðinga og geðlækna býður upp á meðferðir og aðstoð við fólk í þessu umhverfi. Spurning er hvort verið sé að einblína um of á viðbrögð við vandamálinu, en verið sé að leggja minni áherslu á forvarnir til að minnka eða kom í veg fyrir afleiðingar af andlegu ofbeldi. Það væri áhugavert að vita hversu mikinn kostnað fyrirtæki, stéttarfélög og stofnanir bera af þessu meðferðar- og umönnunarumhverfi og bera það saman við hversu mikið fjármagn hefur verið notað í forvarnir og hvort það hafi skilað mælanlegum árangri. Allavega virðist andlegum öryrkjum vera að fjölga og vandamálið því að stækka. Við þurfum líka að spyrja okkur hvort þessi fókus á viðbrögð við vandamálinu og sá mikli fjöldi aðila sem starfar á þessum vettvangi sé hugsanlega að hamla eða standa í vegi fyrir virku forvarnarstarfi. Stjórnunarhættir hafa undanfarinn áratug verið að breytast og áhersla að aukast á samráðsstjórnun, samvinnu og aukna þátttöku starfsfólks í umræðu og ákvörðunartöku í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana. Áratuga rannsóknir hafa sýnt að það er bein tenging við samráð og samskiptafærni starfsmanna við afkomu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Áherslur í þessu voru þegar komnar fram fyrir síðustu aldamót og vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að fyrirtæki með samstarfsstjórnun standa fjárhagslega betur en þau sem byggja á miðstýringu í stjórnun. Fleiri og betri hugmyndir, frjálst flæði upplýsinga, betri ákvarðanir, meiri framleiðni, betri starfsandi og minni fjarvistir hafa haft verulega jákvæð áhrif á þessa niðurstöðu. Fyrirtæki og stofnanir sem stuðla að þátttöku starfsmanna og frjálsu flæði upplýsinga standa marktækt betur en fyrirtæki sem aðhyllast miðstýringu. (Lewin, 1988) Tíu ára rannsókn á 30 fyrirtækjum sem birt var á árinu 1996 sýndi að „fyrirtæki og stofnanir sem ástunda góða samstarfsstjórnun skapa umhverfi sem dregur úr og jafnvel útilokar marktækt vinnustaðastreitu. Þau hafa líka hærri veltu, meiri hagnað, hraðari vöxt og meiri framlegð.“ (Dennis Kravetz, 1996) Að gefa starfsfólki tækifæri til að taka fullan þátt í sínu starfsumhverfi, skilar minni starfsmannaveltu, aukinni framleiðni og betri afkomu. (Huselid og Becker, 1995) Góðu fréttirnar eru að það er hægt að breyta þessum gömlu miðstýringarstjórnunaraðferðum og innleiða í fyrirtæki umhverfi sem byggir á samstarfsstjórnun, lausnamiðuðum samskiptum og átakafærni sem byggir á markmiðum um hagkvæma niðurstöðu fyrir starfsfólk, stjórnendur, fyrirtæki og stofnanir. Guðmundur G. Hauksson er framkvæmdastjóri hjá Gordon Training Iceland.Ingólfur Þór Tómasson er samskiptaráðgjafi hjá Gordon Training Iceland.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar