Fókusa þarf á forvarnir í stað meðferða Guðmundur G. Hauksson og Ingólfur Þór Tómasson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Öll samfélög á Vesturlöndum eru að takast á við vandamál sem skapast vegna andlegs ofbeldis í fyrirtækjum og stofnunum. Rannsóknir sýna að hér á Íslandi viðgengst andlegt ofbeldi eða einelti á vinnustöðum hjá um 11-12% fyrirtækja og stofnana. 71.000 fyrirtæki voru með starfsemi á Íslandi á árinu 2016 og 11% af þeim fjölda væri um 7.800 fyrirtæki. Ef við gerum ráð fyrir að það sé einn aðili í hverju þessara fyrirtækja sem hafi orðið fyrir andlegu ofbeldi, væru það um 7.800 manns á árinu 2016. Samkvæmt rannsóknum frá Bandaríkjunum telja meira en 60% af þeim sem verða fyrir andlegu ofbeldi að eina leiðin sé að hætta störfum, sem væru þá, til samanburðar, um 4.600 manns á ári hér á Íslandi. Andlegt ofbeldi er þannig að hafa veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækja, sem missa út reynslu og þekkingu þeirra starfsmanna sem fara og þurfa í framhaldinu að kosta til við þjálfun á nýju starfsfólki. Andlegum öryrkjum fjölgar hvergi meira í Evrópu en á Íslandi, en hugsanlega má rekja það til fleiri þátta en andlegs ofbeldis á vinnustöðum. Á Geðræktardaginn 10. október 2017 var haldin ráðstefna á Grand Hóteli um kulnun í starfi og vanlíðan á vinnustað þar sem um 300 manns mættu, að stærstum hluta konur. Er þessi mikli fjöldi kvenna að endurspegla vanlíðan þeirra á vinnustöðum. Boðið er upp á mikið af virkum úrræðum fyrir þá sem verða fyrir heilsutapi vegna andlegs ofbeldis og Virk og fleiri aðilar hafa náð miklum árangri í að endurhæfa fólk og koma því aftur inn á vinnumarkaðinn. Mikill fjöldi annarra aðila s.s. sálfræðinga og geðlækna býður upp á meðferðir og aðstoð við fólk í þessu umhverfi. Spurning er hvort verið sé að einblína um of á viðbrögð við vandamálinu, en verið sé að leggja minni áherslu á forvarnir til að minnka eða kom í veg fyrir afleiðingar af andlegu ofbeldi. Það væri áhugavert að vita hversu mikinn kostnað fyrirtæki, stéttarfélög og stofnanir bera af þessu meðferðar- og umönnunarumhverfi og bera það saman við hversu mikið fjármagn hefur verið notað í forvarnir og hvort það hafi skilað mælanlegum árangri. Allavega virðist andlegum öryrkjum vera að fjölga og vandamálið því að stækka. Við þurfum líka að spyrja okkur hvort þessi fókus á viðbrögð við vandamálinu og sá mikli fjöldi aðila sem starfar á þessum vettvangi sé hugsanlega að hamla eða standa í vegi fyrir virku forvarnarstarfi. Stjórnunarhættir hafa undanfarinn áratug verið að breytast og áhersla að aukast á samráðsstjórnun, samvinnu og aukna þátttöku starfsfólks í umræðu og ákvörðunartöku í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana. Áratuga rannsóknir hafa sýnt að það er bein tenging við samráð og samskiptafærni starfsmanna við afkomu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Áherslur í þessu voru þegar komnar fram fyrir síðustu aldamót og vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að fyrirtæki með samstarfsstjórnun standa fjárhagslega betur en þau sem byggja á miðstýringu í stjórnun. Fleiri og betri hugmyndir, frjálst flæði upplýsinga, betri ákvarðanir, meiri framleiðni, betri starfsandi og minni fjarvistir hafa haft verulega jákvæð áhrif á þessa niðurstöðu. Fyrirtæki og stofnanir sem stuðla að þátttöku starfsmanna og frjálsu flæði upplýsinga standa marktækt betur en fyrirtæki sem aðhyllast miðstýringu. (Lewin, 1988) Tíu ára rannsókn á 30 fyrirtækjum sem birt var á árinu 1996 sýndi að „fyrirtæki og stofnanir sem ástunda góða samstarfsstjórnun skapa umhverfi sem dregur úr og jafnvel útilokar marktækt vinnustaðastreitu. Þau hafa líka hærri veltu, meiri hagnað, hraðari vöxt og meiri framlegð.“ (Dennis Kravetz, 1996) Að gefa starfsfólki tækifæri til að taka fullan þátt í sínu starfsumhverfi, skilar minni starfsmannaveltu, aukinni framleiðni og betri afkomu. (Huselid og Becker, 1995) Góðu fréttirnar eru að það er hægt að breyta þessum gömlu miðstýringarstjórnunaraðferðum og innleiða í fyrirtæki umhverfi sem byggir á samstarfsstjórnun, lausnamiðuðum samskiptum og átakafærni sem byggir á markmiðum um hagkvæma niðurstöðu fyrir starfsfólk, stjórnendur, fyrirtæki og stofnanir. Guðmundur G. Hauksson er framkvæmdastjóri hjá Gordon Training Iceland.Ingólfur Þór Tómasson er samskiptaráðgjafi hjá Gordon Training Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Öll samfélög á Vesturlöndum eru að takast á við vandamál sem skapast vegna andlegs ofbeldis í fyrirtækjum og stofnunum. Rannsóknir sýna að hér á Íslandi viðgengst andlegt ofbeldi eða einelti á vinnustöðum hjá um 11-12% fyrirtækja og stofnana. 71.000 fyrirtæki voru með starfsemi á Íslandi á árinu 2016 og 11% af þeim fjölda væri um 7.800 fyrirtæki. Ef við gerum ráð fyrir að það sé einn aðili í hverju þessara fyrirtækja sem hafi orðið fyrir andlegu ofbeldi, væru það um 7.800 manns á árinu 2016. Samkvæmt rannsóknum frá Bandaríkjunum telja meira en 60% af þeim sem verða fyrir andlegu ofbeldi að eina leiðin sé að hætta störfum, sem væru þá, til samanburðar, um 4.600 manns á ári hér á Íslandi. Andlegt ofbeldi er þannig að hafa veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækja, sem missa út reynslu og þekkingu þeirra starfsmanna sem fara og þurfa í framhaldinu að kosta til við þjálfun á nýju starfsfólki. Andlegum öryrkjum fjölgar hvergi meira í Evrópu en á Íslandi, en hugsanlega má rekja það til fleiri þátta en andlegs ofbeldis á vinnustöðum. Á Geðræktardaginn 10. október 2017 var haldin ráðstefna á Grand Hóteli um kulnun í starfi og vanlíðan á vinnustað þar sem um 300 manns mættu, að stærstum hluta konur. Er þessi mikli fjöldi kvenna að endurspegla vanlíðan þeirra á vinnustöðum. Boðið er upp á mikið af virkum úrræðum fyrir þá sem verða fyrir heilsutapi vegna andlegs ofbeldis og Virk og fleiri aðilar hafa náð miklum árangri í að endurhæfa fólk og koma því aftur inn á vinnumarkaðinn. Mikill fjöldi annarra aðila s.s. sálfræðinga og geðlækna býður upp á meðferðir og aðstoð við fólk í þessu umhverfi. Spurning er hvort verið sé að einblína um of á viðbrögð við vandamálinu, en verið sé að leggja minni áherslu á forvarnir til að minnka eða kom í veg fyrir afleiðingar af andlegu ofbeldi. Það væri áhugavert að vita hversu mikinn kostnað fyrirtæki, stéttarfélög og stofnanir bera af þessu meðferðar- og umönnunarumhverfi og bera það saman við hversu mikið fjármagn hefur verið notað í forvarnir og hvort það hafi skilað mælanlegum árangri. Allavega virðist andlegum öryrkjum vera að fjölga og vandamálið því að stækka. Við þurfum líka að spyrja okkur hvort þessi fókus á viðbrögð við vandamálinu og sá mikli fjöldi aðila sem starfar á þessum vettvangi sé hugsanlega að hamla eða standa í vegi fyrir virku forvarnarstarfi. Stjórnunarhættir hafa undanfarinn áratug verið að breytast og áhersla að aukast á samráðsstjórnun, samvinnu og aukna þátttöku starfsfólks í umræðu og ákvörðunartöku í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana. Áratuga rannsóknir hafa sýnt að það er bein tenging við samráð og samskiptafærni starfsmanna við afkomu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Áherslur í þessu voru þegar komnar fram fyrir síðustu aldamót og vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að fyrirtæki með samstarfsstjórnun standa fjárhagslega betur en þau sem byggja á miðstýringu í stjórnun. Fleiri og betri hugmyndir, frjálst flæði upplýsinga, betri ákvarðanir, meiri framleiðni, betri starfsandi og minni fjarvistir hafa haft verulega jákvæð áhrif á þessa niðurstöðu. Fyrirtæki og stofnanir sem stuðla að þátttöku starfsmanna og frjálsu flæði upplýsinga standa marktækt betur en fyrirtæki sem aðhyllast miðstýringu. (Lewin, 1988) Tíu ára rannsókn á 30 fyrirtækjum sem birt var á árinu 1996 sýndi að „fyrirtæki og stofnanir sem ástunda góða samstarfsstjórnun skapa umhverfi sem dregur úr og jafnvel útilokar marktækt vinnustaðastreitu. Þau hafa líka hærri veltu, meiri hagnað, hraðari vöxt og meiri framlegð.“ (Dennis Kravetz, 1996) Að gefa starfsfólki tækifæri til að taka fullan þátt í sínu starfsumhverfi, skilar minni starfsmannaveltu, aukinni framleiðni og betri afkomu. (Huselid og Becker, 1995) Góðu fréttirnar eru að það er hægt að breyta þessum gömlu miðstýringarstjórnunaraðferðum og innleiða í fyrirtæki umhverfi sem byggir á samstarfsstjórnun, lausnamiðuðum samskiptum og átakafærni sem byggir á markmiðum um hagkvæma niðurstöðu fyrir starfsfólk, stjórnendur, fyrirtæki og stofnanir. Guðmundur G. Hauksson er framkvæmdastjóri hjá Gordon Training Iceland.Ingólfur Þór Tómasson er samskiptaráðgjafi hjá Gordon Training Iceland.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar