Lífið

Könnun: Hvað á stjórnin að heita?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hin nýja ríkisstjórn mætti á Bessastaði í dag.
Hin nýja ríkisstjórn mætti á Bessastaði í dag. Vísir/Ernir
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins tók við völdum í dag.

Rík hefð er fyrir því að ríkisstjórnir fái heiti sem fylgja þeim í gegnum súrt og sætt. Nöfnin hafa í gegnum tíðina verið fjölbreytt og engin ein regla segir til um hvað ríkisstjórnir eigi að heita.

Sú ríkisstjórn sem var við völd frá 1944-1946 gekk undir nafninu Nýsköpunarstjórnin sem vildi nýta mikla gjaldeyrisvarasjóði sem safnast höfðu upp á stríðsárunum til að endurnýja atvinnutæki þjóðarinnar.

Þá gekk ríkisstjórn Stefáns Jóhann Stefánssonar, sem var við völd frá 1947 til 1949, undir nafninu Stefanía, í höfuðið á forsætisráðherranum. Ríkisstjórnir hafa einnig verið nefndar eftir þeim stað þar sem skrifað var undir stjórnarsáttmálann, nærtækt dæmi um það er ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, sem sat frá 2013-2016, en hún var gjarnan nefnd Laugarvatnsstjórnin.

Því spyr Vísir, hvað á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir að heita, en hægt er að kjósa hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×