Löggjafarsamkundu ruglað við leikskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Stundum ruglast fólk á Aðalþingi og Alþingi. Við getum alveg liðið smá lesblindu, segir leikskólastjórinn Hörður Svavarsson. vísir/anton brink „Í þriðja skiptið í röð berst okkur ekki kjúklingapöntunin tímanlega hingað í Aðalþing. Yfirmaðurinn kom sjálfur með kjúklingana núna, express, og sagði okkur að þetta gerðist alltaf sömu daga og þeir fá hringingu um að bílstjórinn þeirra hafi komið með pöntun sem átti ekki að berast til Alþingis,“ segir í færslu á Facebook-vef leikskólans Aðalþings í Kópavogi. „Þetta er skýringin sem við fengum þegar þetta var farið að gerast svona ítrekað,“ segir Hörður Svavarsson leikskólastjóri þegar Fréttablaðið spyr hann út í málið. „Þetta er sannleikanum samkvæmt og þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist,“ segir hann jafnframt. Hörður rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi heimasíða leikskólans sætt tölvuárás. „Einu sinni var ráðist á heimasíðuna okkar og það var einhverjum tveimur eða þremur árum eftir hrunið. Við vorum á því að það væru einhverjir útlendingar sem hefðu ekki skilið muninn á Aðalþingi og Alþingi.“ Hörður segist ekki vita hvaðan kokkur leikskólans fær kjúklinginn. „Ég vil heldur ekki vera að draga það fyrirtæki inn í þetta. Þetta er bara skemmtileg saga og við getum alveg liðið smá lesblindu.“ Hörður nefnir fleiri sambærileg dæmi úr fortíðinni. „Einu sinni vorum við búin að bíða lengi eftir mjólkinni og ég fór þá bara sjálfur að sækja pöntunina. Þá sagði strákurinn: „Ég las nú leikskólinn Alþingi. Hvað ætli þeir kenni börnunum í þeim skóla? Ætli þeir kenni þeim að ljúga?“ Þannig að þetta hefur komið fyrir áður.“ Þá segir Hörður leikskólann líka boðið fólki á opið hús sem hafi verið mjög upp með sér að vera boðið á Alþingi. Svo hafi fólkið lesið á boðskortin aftur og áttað sig á því að boðið er í leikskólann Aðalþing en ekki á Alþingi. „Í raun og veru þýða þessi orð það sama. Sumum finnst þetta voða merkilegt nafn á leikskóla,“ segir hann. Leikskólinn Aðalþing er í Kópavogi. Hann var opnaður 2009 og er því orðinn átta ára gamall. Kópavogsbær á leikskólann en bauð reksturinn út. Þar eru 120 börn og 30 starfsmenn.„Þannig að það lá við að hér yrðu 150 manns matarlausir,“ segir Hörður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Í þriðja skiptið í röð berst okkur ekki kjúklingapöntunin tímanlega hingað í Aðalþing. Yfirmaðurinn kom sjálfur með kjúklingana núna, express, og sagði okkur að þetta gerðist alltaf sömu daga og þeir fá hringingu um að bílstjórinn þeirra hafi komið með pöntun sem átti ekki að berast til Alþingis,“ segir í færslu á Facebook-vef leikskólans Aðalþings í Kópavogi. „Þetta er skýringin sem við fengum þegar þetta var farið að gerast svona ítrekað,“ segir Hörður Svavarsson leikskólastjóri þegar Fréttablaðið spyr hann út í málið. „Þetta er sannleikanum samkvæmt og þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist,“ segir hann jafnframt. Hörður rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi heimasíða leikskólans sætt tölvuárás. „Einu sinni var ráðist á heimasíðuna okkar og það var einhverjum tveimur eða þremur árum eftir hrunið. Við vorum á því að það væru einhverjir útlendingar sem hefðu ekki skilið muninn á Aðalþingi og Alþingi.“ Hörður segist ekki vita hvaðan kokkur leikskólans fær kjúklinginn. „Ég vil heldur ekki vera að draga það fyrirtæki inn í þetta. Þetta er bara skemmtileg saga og við getum alveg liðið smá lesblindu.“ Hörður nefnir fleiri sambærileg dæmi úr fortíðinni. „Einu sinni vorum við búin að bíða lengi eftir mjólkinni og ég fór þá bara sjálfur að sækja pöntunina. Þá sagði strákurinn: „Ég las nú leikskólinn Alþingi. Hvað ætli þeir kenni börnunum í þeim skóla? Ætli þeir kenni þeim að ljúga?“ Þannig að þetta hefur komið fyrir áður.“ Þá segir Hörður leikskólann líka boðið fólki á opið hús sem hafi verið mjög upp með sér að vera boðið á Alþingi. Svo hafi fólkið lesið á boðskortin aftur og áttað sig á því að boðið er í leikskólann Aðalþing en ekki á Alþingi. „Í raun og veru þýða þessi orð það sama. Sumum finnst þetta voða merkilegt nafn á leikskóla,“ segir hann. Leikskólinn Aðalþing er í Kópavogi. Hann var opnaður 2009 og er því orðinn átta ára gamall. Kópavogsbær á leikskólann en bauð reksturinn út. Þar eru 120 börn og 30 starfsmenn.„Þannig að það lá við að hér yrðu 150 manns matarlausir,“ segir Hörður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira