„Gott að sjá að þetta barn geti grátið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2017 10:30 Sólrún og Björn Bragi gefa saman út bókina Heima. Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego gefur út bókina Heima ásamt Birni Braga Arnarssyni fyrir þessi jól. Bókin fjallar um þrif og hagnýt húsráð á skemmtilegan og nýstárlegan máta. Eftir að Sólrún eignaðist sitt fyrsta barn fékk hún áhuga á náttúrulegum þrifnaðaraðferðum og hefur hún forðast notkun á skaðlegum efnum á heimilinu síðan. Sólrún heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem um 25 þúsund Íslendingar fylgjast með henni á hverjum degi. „Ég var búin að fá þessa hugmynd útfrá Snapchat og blogginu, að hafa þetta allt saman á einum stað,“ segir Sólrún í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fæ ótal margar fyrirspurnir á hverjum degi varðandi allskonar hluti og eyði miklum tíma í það að svara mínum fylgjendum. Það að fólki finnist fallegt heima hjá mér og vilji fá hugmyndir og leiðbeiningar frá mér finnst mér mjög skemmtilegt.“ Hún segir að grínistinn Björn Bragi hafi haft samband við sig í byrjun ársins og komið fram með þá hugmynd að gefa út hreinlætisbók. „Þetta er bara eitthvað sem allir þurfa að gera sem eiga heimili. Þetta er auðvitað ekkert alltaf það skemmtilegasta sem ég geri, en maður þarf að gera þetta.“Svona lítur bókin út.Sólrún segist hafa horft á móður sína þrífa þegar hún var ung og oft á tíðum hugsað; „Hvernig nennir hún þessu?“ „Ég veit að það halda margir að bókin fjalli bara um þrif og þrif á fatnaði, en þetta er rosalega mikið um allt sem tengist heimilinu. Í raun er þetta bara öll svör við þeim spurningum sem ég fæ, á einum stað.“ Hún segist stundum eiga í erfileikum með að fara að sofa ef hlutirnir eru ekki á sínum stað. „Ég þríf bara alltaf á föstudögum. Ef það er aðeins farið að sjá á hlutunum í miðri viku, þá reyni ég að róa mig og hugsa að ég ætli bara að þrífa á föstudeginum. Ég get slakað á líka og maður getur alveg orðið manískur að spá svona mikið í þetta.“ Sólrún á dóttir sem hún sýnir stundum frá á Snapchat. „Hún er auðvitað oftast að dansa við Frozen og voðalega sæt. Um daginn fórum við í sund saman og hún tók eitthvað rosalegt frekjukast. Þá kemur einhver kona að mér og segir; „Gott að sjá að þetta barn geti grátið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego gefur út bókina Heima ásamt Birni Braga Arnarssyni fyrir þessi jól. Bókin fjallar um þrif og hagnýt húsráð á skemmtilegan og nýstárlegan máta. Eftir að Sólrún eignaðist sitt fyrsta barn fékk hún áhuga á náttúrulegum þrifnaðaraðferðum og hefur hún forðast notkun á skaðlegum efnum á heimilinu síðan. Sólrún heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem um 25 þúsund Íslendingar fylgjast með henni á hverjum degi. „Ég var búin að fá þessa hugmynd útfrá Snapchat og blogginu, að hafa þetta allt saman á einum stað,“ segir Sólrún í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fæ ótal margar fyrirspurnir á hverjum degi varðandi allskonar hluti og eyði miklum tíma í það að svara mínum fylgjendum. Það að fólki finnist fallegt heima hjá mér og vilji fá hugmyndir og leiðbeiningar frá mér finnst mér mjög skemmtilegt.“ Hún segir að grínistinn Björn Bragi hafi haft samband við sig í byrjun ársins og komið fram með þá hugmynd að gefa út hreinlætisbók. „Þetta er bara eitthvað sem allir þurfa að gera sem eiga heimili. Þetta er auðvitað ekkert alltaf það skemmtilegasta sem ég geri, en maður þarf að gera þetta.“Svona lítur bókin út.Sólrún segist hafa horft á móður sína þrífa þegar hún var ung og oft á tíðum hugsað; „Hvernig nennir hún þessu?“ „Ég veit að það halda margir að bókin fjalli bara um þrif og þrif á fatnaði, en þetta er rosalega mikið um allt sem tengist heimilinu. Í raun er þetta bara öll svör við þeim spurningum sem ég fæ, á einum stað.“ Hún segist stundum eiga í erfileikum með að fara að sofa ef hlutirnir eru ekki á sínum stað. „Ég þríf bara alltaf á föstudögum. Ef það er aðeins farið að sjá á hlutunum í miðri viku, þá reyni ég að róa mig og hugsa að ég ætli bara að þrífa á föstudeginum. Ég get slakað á líka og maður getur alveg orðið manískur að spá svona mikið í þetta.“ Sólrún á dóttir sem hún sýnir stundum frá á Snapchat. „Hún er auðvitað oftast að dansa við Frozen og voðalega sæt. Um daginn fórum við í sund saman og hún tók eitthvað rosalegt frekjukast. Þá kemur einhver kona að mér og segir; „Gott að sjá að þetta barn geti grátið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira