„Gott að sjá að þetta barn geti grátið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2017 10:30 Sólrún og Björn Bragi gefa saman út bókina Heima. Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego gefur út bókina Heima ásamt Birni Braga Arnarssyni fyrir þessi jól. Bókin fjallar um þrif og hagnýt húsráð á skemmtilegan og nýstárlegan máta. Eftir að Sólrún eignaðist sitt fyrsta barn fékk hún áhuga á náttúrulegum þrifnaðaraðferðum og hefur hún forðast notkun á skaðlegum efnum á heimilinu síðan. Sólrún heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem um 25 þúsund Íslendingar fylgjast með henni á hverjum degi. „Ég var búin að fá þessa hugmynd útfrá Snapchat og blogginu, að hafa þetta allt saman á einum stað,“ segir Sólrún í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fæ ótal margar fyrirspurnir á hverjum degi varðandi allskonar hluti og eyði miklum tíma í það að svara mínum fylgjendum. Það að fólki finnist fallegt heima hjá mér og vilji fá hugmyndir og leiðbeiningar frá mér finnst mér mjög skemmtilegt.“ Hún segir að grínistinn Björn Bragi hafi haft samband við sig í byrjun ársins og komið fram með þá hugmynd að gefa út hreinlætisbók. „Þetta er bara eitthvað sem allir þurfa að gera sem eiga heimili. Þetta er auðvitað ekkert alltaf það skemmtilegasta sem ég geri, en maður þarf að gera þetta.“Svona lítur bókin út.Sólrún segist hafa horft á móður sína þrífa þegar hún var ung og oft á tíðum hugsað; „Hvernig nennir hún þessu?“ „Ég veit að það halda margir að bókin fjalli bara um þrif og þrif á fatnaði, en þetta er rosalega mikið um allt sem tengist heimilinu. Í raun er þetta bara öll svör við þeim spurningum sem ég fæ, á einum stað.“ Hún segist stundum eiga í erfileikum með að fara að sofa ef hlutirnir eru ekki á sínum stað. „Ég þríf bara alltaf á föstudögum. Ef það er aðeins farið að sjá á hlutunum í miðri viku, þá reyni ég að róa mig og hugsa að ég ætli bara að þrífa á föstudeginum. Ég get slakað á líka og maður getur alveg orðið manískur að spá svona mikið í þetta.“ Sólrún á dóttir sem hún sýnir stundum frá á Snapchat. „Hún er auðvitað oftast að dansa við Frozen og voðalega sæt. Um daginn fórum við í sund saman og hún tók eitthvað rosalegt frekjukast. Þá kemur einhver kona að mér og segir; „Gott að sjá að þetta barn geti grátið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego gefur út bókina Heima ásamt Birni Braga Arnarssyni fyrir þessi jól. Bókin fjallar um þrif og hagnýt húsráð á skemmtilegan og nýstárlegan máta. Eftir að Sólrún eignaðist sitt fyrsta barn fékk hún áhuga á náttúrulegum þrifnaðaraðferðum og hefur hún forðast notkun á skaðlegum efnum á heimilinu síðan. Sólrún heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem um 25 þúsund Íslendingar fylgjast með henni á hverjum degi. „Ég var búin að fá þessa hugmynd útfrá Snapchat og blogginu, að hafa þetta allt saman á einum stað,“ segir Sólrún í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fæ ótal margar fyrirspurnir á hverjum degi varðandi allskonar hluti og eyði miklum tíma í það að svara mínum fylgjendum. Það að fólki finnist fallegt heima hjá mér og vilji fá hugmyndir og leiðbeiningar frá mér finnst mér mjög skemmtilegt.“ Hún segir að grínistinn Björn Bragi hafi haft samband við sig í byrjun ársins og komið fram með þá hugmynd að gefa út hreinlætisbók. „Þetta er bara eitthvað sem allir þurfa að gera sem eiga heimili. Þetta er auðvitað ekkert alltaf það skemmtilegasta sem ég geri, en maður þarf að gera þetta.“Svona lítur bókin út.Sólrún segist hafa horft á móður sína þrífa þegar hún var ung og oft á tíðum hugsað; „Hvernig nennir hún þessu?“ „Ég veit að það halda margir að bókin fjalli bara um þrif og þrif á fatnaði, en þetta er rosalega mikið um allt sem tengist heimilinu. Í raun er þetta bara öll svör við þeim spurningum sem ég fæ, á einum stað.“ Hún segist stundum eiga í erfileikum með að fara að sofa ef hlutirnir eru ekki á sínum stað. „Ég þríf bara alltaf á föstudögum. Ef það er aðeins farið að sjá á hlutunum í miðri viku, þá reyni ég að róa mig og hugsa að ég ætli bara að þrífa á föstudeginum. Ég get slakað á líka og maður getur alveg orðið manískur að spá svona mikið í þetta.“ Sólrún á dóttir sem hún sýnir stundum frá á Snapchat. „Hún er auðvitað oftast að dansa við Frozen og voðalega sæt. Um daginn fórum við í sund saman og hún tók eitthvað rosalegt frekjukast. Þá kemur einhver kona að mér og segir; „Gott að sjá að þetta barn geti grátið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira