Krabbamein, fjárhagsáhyggjur og jólaundirbúningur: „Sat bara í klukkutíma og tárin láku niður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2017 10:30 Guðrún greindist með krabbamein fyrir þremur árum. Lífsvilji einstæðrar tveggja barna móður í krabbameinsmeðferð kviknaði á nýjan leik eftir að óvænt fjárhagsaðstoð barst rétt fyrir jólin þegar hún sá ekki fram á að eiga fyrir jólagjöfum. Hún segir sérstakt að sjá fréttir fluttar af góðærinu enda tengi hún ekkert við þær. Það eina sem Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir óskar sér í jólagjöf er að meinið hverfi eða minnki. Rætt var við Guðrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún er 45 ára leikskólakennari úr Hafnarfirði. „Ég er í fullu starfi sem leikskólakennari 2014 og þar hafði ein greinst, hún Ása Magnúsdóttir sem var í Leitinni að upprunanum hjá ykkur. Eftir að hún greinist þá taka stjórnendur skólans þá ákvörðun að senda alla í krabbameinsskoðun á vinnustaðnum,“ segir Guðrún sem greindist í kjölfarið og fundust krabbameinsfrumur í brjósti. Guðrún segir að blákaldur raunveruleikinn hafi blasað við henni. Krabbameinsmeðferð hófst fljótlega, vinstra brjóstið var fjarlægt auk 33 eitla. Guðrún þurfti að hætta störfum á leikskólanum vegna veikindanna með tilheyrandi tekjutapi sem hún mátti alls ekki við. „Maður reynir að gera sitt besta og vera rosa jákvæður. Svo koma tíma þegar lyfjaþreytan er orðin mikil og maður veit ekki hvar maður á að búa næst,“ segir Guðrún og bætir við að aðdragandi fyrstu jólanna hafi verið erfiður. Á sama tíma sem hún barðist við krabbameinið hafi hún haft þungar fjárhagsáhyggjur.Fékk fallegt símtal „Ég er rosalega mikið jólabarn og börnin mín líka. Maður verður bara meyr og það var fyrir þessi jól sem ég sótti til mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og mér fannst það erfitt.“ Guðrún fékk símtal frá Ljósinu, endurhæfing og stuðningssamtök fyrir krabbameinsgreinda, og var henni tilkynnt að hún gæti fengið 100 þúsund króna styrk frá samtökunum fyrir jólin. „Ég sat bara í klukkutíma og tárin láku niður. Svo kom dóttir mín út úr herberginu og hélt að eitthvað alvarlegt væri að. Ég sagði þá við hana að þetta væru gleðitár, ég var svo þakklát. Að það sé fólk þarna úti sem láti sér aðra varða og við séum að fara eiga svolítið góð jól.“ Guðrún fékk þau gleðitíðindi í janúar í fyrra að krabbameinið væri ekki til staðar, en aðeins tveimur mánuðum seinna kom bakslag þegar í ljós kom að meinið hafði fest rætur í hryggnum. Jólin í fyrra hafi því verið ákaflega erfið. „Ég var alveg búin á því á líkama og sál. Eftir lyfjameðferð sem ég var búin að vera á frá því í mars og þá kom í ljós að það hafði orðið stækkun og þetta hafði ekki skilað árangri. Það er alltaf ákveðið áfall.“ Þá hafi hún aftur fengið símtal frá samtökunum Samferða og fékk hún styrk. „Þetta er bara algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég væri hér í dag ef ekki væri fyrir þetta fólk.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu frá því í gærkvöldi. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
Lífsvilji einstæðrar tveggja barna móður í krabbameinsmeðferð kviknaði á nýjan leik eftir að óvænt fjárhagsaðstoð barst rétt fyrir jólin þegar hún sá ekki fram á að eiga fyrir jólagjöfum. Hún segir sérstakt að sjá fréttir fluttar af góðærinu enda tengi hún ekkert við þær. Það eina sem Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir óskar sér í jólagjöf er að meinið hverfi eða minnki. Rætt var við Guðrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún er 45 ára leikskólakennari úr Hafnarfirði. „Ég er í fullu starfi sem leikskólakennari 2014 og þar hafði ein greinst, hún Ása Magnúsdóttir sem var í Leitinni að upprunanum hjá ykkur. Eftir að hún greinist þá taka stjórnendur skólans þá ákvörðun að senda alla í krabbameinsskoðun á vinnustaðnum,“ segir Guðrún sem greindist í kjölfarið og fundust krabbameinsfrumur í brjósti. Guðrún segir að blákaldur raunveruleikinn hafi blasað við henni. Krabbameinsmeðferð hófst fljótlega, vinstra brjóstið var fjarlægt auk 33 eitla. Guðrún þurfti að hætta störfum á leikskólanum vegna veikindanna með tilheyrandi tekjutapi sem hún mátti alls ekki við. „Maður reynir að gera sitt besta og vera rosa jákvæður. Svo koma tíma þegar lyfjaþreytan er orðin mikil og maður veit ekki hvar maður á að búa næst,“ segir Guðrún og bætir við að aðdragandi fyrstu jólanna hafi verið erfiður. Á sama tíma sem hún barðist við krabbameinið hafi hún haft þungar fjárhagsáhyggjur.Fékk fallegt símtal „Ég er rosalega mikið jólabarn og börnin mín líka. Maður verður bara meyr og það var fyrir þessi jól sem ég sótti til mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og mér fannst það erfitt.“ Guðrún fékk símtal frá Ljósinu, endurhæfing og stuðningssamtök fyrir krabbameinsgreinda, og var henni tilkynnt að hún gæti fengið 100 þúsund króna styrk frá samtökunum fyrir jólin. „Ég sat bara í klukkutíma og tárin láku niður. Svo kom dóttir mín út úr herberginu og hélt að eitthvað alvarlegt væri að. Ég sagði þá við hana að þetta væru gleðitár, ég var svo þakklát. Að það sé fólk þarna úti sem láti sér aðra varða og við séum að fara eiga svolítið góð jól.“ Guðrún fékk þau gleðitíðindi í janúar í fyrra að krabbameinið væri ekki til staðar, en aðeins tveimur mánuðum seinna kom bakslag þegar í ljós kom að meinið hafði fest rætur í hryggnum. Jólin í fyrra hafi því verið ákaflega erfið. „Ég var alveg búin á því á líkama og sál. Eftir lyfjameðferð sem ég var búin að vera á frá því í mars og þá kom í ljós að það hafði orðið stækkun og þetta hafði ekki skilað árangri. Það er alltaf ákveðið áfall.“ Þá hafi hún aftur fengið símtal frá samtökunum Samferða og fékk hún styrk. „Þetta er bara algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég væri hér í dag ef ekki væri fyrir þetta fólk.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu frá því í gærkvöldi.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira