Krabbamein, fjárhagsáhyggjur og jólaundirbúningur: „Sat bara í klukkutíma og tárin láku niður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2017 10:30 Guðrún greindist með krabbamein fyrir þremur árum. Lífsvilji einstæðrar tveggja barna móður í krabbameinsmeðferð kviknaði á nýjan leik eftir að óvænt fjárhagsaðstoð barst rétt fyrir jólin þegar hún sá ekki fram á að eiga fyrir jólagjöfum. Hún segir sérstakt að sjá fréttir fluttar af góðærinu enda tengi hún ekkert við þær. Það eina sem Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir óskar sér í jólagjöf er að meinið hverfi eða minnki. Rætt var við Guðrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún er 45 ára leikskólakennari úr Hafnarfirði. „Ég er í fullu starfi sem leikskólakennari 2014 og þar hafði ein greinst, hún Ása Magnúsdóttir sem var í Leitinni að upprunanum hjá ykkur. Eftir að hún greinist þá taka stjórnendur skólans þá ákvörðun að senda alla í krabbameinsskoðun á vinnustaðnum,“ segir Guðrún sem greindist í kjölfarið og fundust krabbameinsfrumur í brjósti. Guðrún segir að blákaldur raunveruleikinn hafi blasað við henni. Krabbameinsmeðferð hófst fljótlega, vinstra brjóstið var fjarlægt auk 33 eitla. Guðrún þurfti að hætta störfum á leikskólanum vegna veikindanna með tilheyrandi tekjutapi sem hún mátti alls ekki við. „Maður reynir að gera sitt besta og vera rosa jákvæður. Svo koma tíma þegar lyfjaþreytan er orðin mikil og maður veit ekki hvar maður á að búa næst,“ segir Guðrún og bætir við að aðdragandi fyrstu jólanna hafi verið erfiður. Á sama tíma sem hún barðist við krabbameinið hafi hún haft þungar fjárhagsáhyggjur.Fékk fallegt símtal „Ég er rosalega mikið jólabarn og börnin mín líka. Maður verður bara meyr og það var fyrir þessi jól sem ég sótti til mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og mér fannst það erfitt.“ Guðrún fékk símtal frá Ljósinu, endurhæfing og stuðningssamtök fyrir krabbameinsgreinda, og var henni tilkynnt að hún gæti fengið 100 þúsund króna styrk frá samtökunum fyrir jólin. „Ég sat bara í klukkutíma og tárin láku niður. Svo kom dóttir mín út úr herberginu og hélt að eitthvað alvarlegt væri að. Ég sagði þá við hana að þetta væru gleðitár, ég var svo þakklát. Að það sé fólk þarna úti sem láti sér aðra varða og við séum að fara eiga svolítið góð jól.“ Guðrún fékk þau gleðitíðindi í janúar í fyrra að krabbameinið væri ekki til staðar, en aðeins tveimur mánuðum seinna kom bakslag þegar í ljós kom að meinið hafði fest rætur í hryggnum. Jólin í fyrra hafi því verið ákaflega erfið. „Ég var alveg búin á því á líkama og sál. Eftir lyfjameðferð sem ég var búin að vera á frá því í mars og þá kom í ljós að það hafði orðið stækkun og þetta hafði ekki skilað árangri. Það er alltaf ákveðið áfall.“ Þá hafi hún aftur fengið símtal frá samtökunum Samferða og fékk hún styrk. „Þetta er bara algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég væri hér í dag ef ekki væri fyrir þetta fólk.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu frá því í gærkvöldi. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Lífsvilji einstæðrar tveggja barna móður í krabbameinsmeðferð kviknaði á nýjan leik eftir að óvænt fjárhagsaðstoð barst rétt fyrir jólin þegar hún sá ekki fram á að eiga fyrir jólagjöfum. Hún segir sérstakt að sjá fréttir fluttar af góðærinu enda tengi hún ekkert við þær. Það eina sem Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir óskar sér í jólagjöf er að meinið hverfi eða minnki. Rætt var við Guðrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún er 45 ára leikskólakennari úr Hafnarfirði. „Ég er í fullu starfi sem leikskólakennari 2014 og þar hafði ein greinst, hún Ása Magnúsdóttir sem var í Leitinni að upprunanum hjá ykkur. Eftir að hún greinist þá taka stjórnendur skólans þá ákvörðun að senda alla í krabbameinsskoðun á vinnustaðnum,“ segir Guðrún sem greindist í kjölfarið og fundust krabbameinsfrumur í brjósti. Guðrún segir að blákaldur raunveruleikinn hafi blasað við henni. Krabbameinsmeðferð hófst fljótlega, vinstra brjóstið var fjarlægt auk 33 eitla. Guðrún þurfti að hætta störfum á leikskólanum vegna veikindanna með tilheyrandi tekjutapi sem hún mátti alls ekki við. „Maður reynir að gera sitt besta og vera rosa jákvæður. Svo koma tíma þegar lyfjaþreytan er orðin mikil og maður veit ekki hvar maður á að búa næst,“ segir Guðrún og bætir við að aðdragandi fyrstu jólanna hafi verið erfiður. Á sama tíma sem hún barðist við krabbameinið hafi hún haft þungar fjárhagsáhyggjur.Fékk fallegt símtal „Ég er rosalega mikið jólabarn og börnin mín líka. Maður verður bara meyr og það var fyrir þessi jól sem ég sótti til mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og mér fannst það erfitt.“ Guðrún fékk símtal frá Ljósinu, endurhæfing og stuðningssamtök fyrir krabbameinsgreinda, og var henni tilkynnt að hún gæti fengið 100 þúsund króna styrk frá samtökunum fyrir jólin. „Ég sat bara í klukkutíma og tárin láku niður. Svo kom dóttir mín út úr herberginu og hélt að eitthvað alvarlegt væri að. Ég sagði þá við hana að þetta væru gleðitár, ég var svo þakklát. Að það sé fólk þarna úti sem láti sér aðra varða og við séum að fara eiga svolítið góð jól.“ Guðrún fékk þau gleðitíðindi í janúar í fyrra að krabbameinið væri ekki til staðar, en aðeins tveimur mánuðum seinna kom bakslag þegar í ljós kom að meinið hafði fest rætur í hryggnum. Jólin í fyrra hafi því verið ákaflega erfið. „Ég var alveg búin á því á líkama og sál. Eftir lyfjameðferð sem ég var búin að vera á frá því í mars og þá kom í ljós að það hafði orðið stækkun og þetta hafði ekki skilað árangri. Það er alltaf ákveðið áfall.“ Þá hafi hún aftur fengið símtal frá samtökunum Samferða og fékk hún styrk. „Þetta er bara algjörlega ómetanlegt og ég er ekki viss um að ég væri hér í dag ef ekki væri fyrir þetta fólk.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira