Lífið

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stjörnusílin með foreldrum sínum.
Stjörnusílin með foreldrum sínum. Vísir / Samsett mynd
Grannt er fylgst með því þegar fræga fólkið fjölgar sér, en gaman er að bera saman gamlar myndir og nýjar og sjá hvað litlu stjörnubörnin eru sláandi lík foreldrum sínum.

Óvíst er hvort krílin fái hæfileika foreldra sinna í vöggugjöf, en genamengið lýgur ekki þegar kemur að útliti.

Kim og North.Vísir/ Instagram & Getty Images

Kippir í Kardashian-kynið

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West og rapparinn Kanye West eignuðust hnátuna North West þann 15. júní árið 2013. Litla North er sláandi lík móður sinni þegar hún var ung.

Kim og Kanye eignuðust sitt annað barn, soninn Saint West í desember árið 2015 og eiga von á þriðja barninu með hjálp staðgöngumóður.

Ava og Reese.Vísir / Getty Images

Átján ára Ava

Leikkonan Reese Witherspoon, sem er þekkt úr kvikmyndum á borð við Legally Blonde, Sweet Home Alabama og Water for Elephants, á dótturina Övu Phillippe með leikaranum Ryan Philippe, en þau Ryan skildu árið 2006.

Ava er fædd 9. september árið 1999 og hefur sést mikið með móður sinni uppá síðkastið. Líkindin leyna sér ekki og eru þær mæðgur afskaplega svipaðar í útliti.

John og Luna.Vísir / Instagram

Falleg feðgin

Það vakti talsverða athygli fyrir stuttu þegar tónlistarmaðurinn John Legend og fyrirsætan Chrissy Teigen tilkynntu á Instagram að þau ættu von á sínu öðru barni saman.

Fyrir eiga hjónin dótturina Lunu Simone, sem kom í heiminn í apríl í fyrra, en sú stutta spilaði stórt hlutverk í Instagram-tilkynningunni frægu. Litla Luna er svo lík föður sínum þegar hann var lítill að það er ótrúlegt. 

David og Cruz.Vísir / Instagram

Nauðalíkir

Fótboltakappinn David Beckahm á mikið í sonunum sínum þremur, Brooklyn, 18 ára, Romeo, 15 ára og Cruz, 12 ára.

Sá síðastnefndi er samt sem áður líkastur föður sínum, ef marka má gamla mynd sem David setti á Instagram-síðu sína.

Beyoncé og Blue Ivy.Vísir / Instagram

Ekki lýgur amman

Krúttsprengjan Blue Ivy Carter kom í heiminn í janúar 2012, en heimurinn var búinn að bíða með mikilli eftirvæntingu eftir þessu fyrsta barni ofurparsins Beyoncé og Jay-Z.

Tina Knowles, móðir Beyoncé, benti á það á Instagram-síðu sinni að Beyoncé og Blue Ivy væru mjög líkar mæðgur og birti gamla mynd af Beyoncé með. 

Gwyneth og Apple.Vísir / Instagram

Eplið og eikin

Apple Blythe Alison Martin er þrettán ára gömul dóttir leikkonunnar Gwyneth Paltrow og Coldplay-söngvarans Chris Martin, en þau skildu í fyrra.

Ef bornar eru saman gamlar myndir af Gwyneth og nýlegar myndir af Apple sést hve líkar þær mæðgur eru.

Kaia og Cindy.Vísir / Getty Images

Einungis aldur aðskilur þær

Cindy Crawford var ein af ofurfyrirsætunum sem stjórnuðu heiminum á níunda og tíunda áratug seinustu aldar. 

Dóttir hennar, Kaia Gerber, hefur fetað fyrirsætubraut móður sinnar en það er erfitt að sjá hvor er hvað, svo líkar eru þær.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.