Nágrannar ósáttir við afgerandi núðlulykt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Noodle Station var opnað á Laugavegi 103 fyrir um ári. Eigendur íbúðanna fyrir ofan eru ósáttir við sterka lykt frá staðnum. vísir/stefán „Vandamálið er lyktin. Þó mér finnist núðlur mjög góðar er ég ekki viss um að kúnnar sem borga fullt af peningum fyrir að koma til Íslands séu hrifnir af að hafa þessa lykt yfir sér,“ segir Jón Fannar Karlsson Taylor, eigandi Caze Reykjavík Central Luxury Apartments, á Laugavegi 103. Hann segir afgerandi lykt sem leggur frá taílenska veitingastaðnum Noodle Station á jarðhæð hússins koma niður á gistiþjónustunni sem rekin er í íbúðunum fyrir ofan. Viðskiptavinir hans kvarti yfir þessu og það komi niður á einkunnagjöf á netinu. Eigandi Noodle Station telur að loftræstikerfi hússins virki ekki sem skyldi.Charin Thaiprasert, eiganda Noodle Station, grunar að vandamálið sé loftræstikerfið í húsinu og einskorðist ekki við veitingastaðinn hans.vísir/antonJón Fannar er með íbúðir til útleigu á annarri hæð hússins, þar af eina beint fyrir ofan Noodle Station, og segir að lyktin valdi gestum óþægindum. „Í logni og kulda eins og nú er, þá er eins og maður sé staddur inni á veitingastaðnum og þetta hefur veruleg áhrif á gesti mína. Ég hef fengið töluvert af kvörtunum yfir því hversu sterk lyktin er, bæði á stigaganginum og í íbúðunum.“ Jón Fannar segir að hvorki opnun staðarins né uppsetning á skilti veitingastaðarins utan á húsið hafi verið borin undir húsfélagið og kvartanir eigenda hafi engu skilað. Að sögn Jóns Fannars eru fimmtán íbúðir í húsinu fyrir ofan veitingastaðinn og nær allar í útleigu til ferðamanna. „Þetta hefur áhrif á alla. Við erum til dæmis skráð á booking.com og þetta hefur áhrif á einkunnirnar sem við fáum og þá viðskipti okkar í framtíðinni.“ Charin Thaiprasert, eigandi Noodle Station, segir að grunur leiki á að loftræstingin í byggingunni virki ekki sem skyldi. „Ég er búinn að tala við Reykjavíkurborg um að fá teikningar af húsinu til að sjá hvar þessar lagnir eru og hvort loftræstikerfið sé að virka eins og það á að gera. Það er loftræstikerfi í húsinu en það er spurning hvort þetta sé rétt tengt.“ Charin segir að á Noodle Station finnist einnig matarlykt frá öðrum eldhúsum í byggingunni. „Við finnum lyktina í hádeginu frá hótelinu yfir til okkar, við viljum það ekki heldur. Þetta er bara eitthvað sem þarf að skoða.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Vandamálið er lyktin. Þó mér finnist núðlur mjög góðar er ég ekki viss um að kúnnar sem borga fullt af peningum fyrir að koma til Íslands séu hrifnir af að hafa þessa lykt yfir sér,“ segir Jón Fannar Karlsson Taylor, eigandi Caze Reykjavík Central Luxury Apartments, á Laugavegi 103. Hann segir afgerandi lykt sem leggur frá taílenska veitingastaðnum Noodle Station á jarðhæð hússins koma niður á gistiþjónustunni sem rekin er í íbúðunum fyrir ofan. Viðskiptavinir hans kvarti yfir þessu og það komi niður á einkunnagjöf á netinu. Eigandi Noodle Station telur að loftræstikerfi hússins virki ekki sem skyldi.Charin Thaiprasert, eiganda Noodle Station, grunar að vandamálið sé loftræstikerfið í húsinu og einskorðist ekki við veitingastaðinn hans.vísir/antonJón Fannar er með íbúðir til útleigu á annarri hæð hússins, þar af eina beint fyrir ofan Noodle Station, og segir að lyktin valdi gestum óþægindum. „Í logni og kulda eins og nú er, þá er eins og maður sé staddur inni á veitingastaðnum og þetta hefur veruleg áhrif á gesti mína. Ég hef fengið töluvert af kvörtunum yfir því hversu sterk lyktin er, bæði á stigaganginum og í íbúðunum.“ Jón Fannar segir að hvorki opnun staðarins né uppsetning á skilti veitingastaðarins utan á húsið hafi verið borin undir húsfélagið og kvartanir eigenda hafi engu skilað. Að sögn Jóns Fannars eru fimmtán íbúðir í húsinu fyrir ofan veitingastaðinn og nær allar í útleigu til ferðamanna. „Þetta hefur áhrif á alla. Við erum til dæmis skráð á booking.com og þetta hefur áhrif á einkunnirnar sem við fáum og þá viðskipti okkar í framtíðinni.“ Charin Thaiprasert, eigandi Noodle Station, segir að grunur leiki á að loftræstingin í byggingunni virki ekki sem skyldi. „Ég er búinn að tala við Reykjavíkurborg um að fá teikningar af húsinu til að sjá hvar þessar lagnir eru og hvort loftræstikerfið sé að virka eins og það á að gera. Það er loftræstikerfi í húsinu en það er spurning hvort þetta sé rétt tengt.“ Charin segir að á Noodle Station finnist einnig matarlykt frá öðrum eldhúsum í byggingunni. „Við finnum lyktina í hádeginu frá hótelinu yfir til okkar, við viljum það ekki heldur. Þetta er bara eitthvað sem þarf að skoða.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira