Lífið

Bjarni sýndi lipra takta við píanóið

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjálfstæðismenn mættu til fundar í Valhöll fyrr í dag þar sem málefnasamningur Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er kynntur fyrir flokksráði Sjálfstæðisflokksins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, birti myndband af Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, á Instagram þar sem hann var sestur við píanó til að leika lagið Imagine eftir John Lennon.

Hvort Bjarni Benediktsson hafi verið að senda skilaboð með flutningi á lagi Lennons, þar sem Bítillinn sálugi biður hlustandann um að ímynda sér heim þar sem friður ríkir jörð, skal ósagt látið en eitt er ljóst að hann kann eitthvað fyrir sér í píanóleik.

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti fyrir stundu tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkistjórnar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×