Lífið

Lögblindur maður sá loksins eigið brúðkaup 15 árum síðar

Ótrúlega falleg athöfn.
Ótrúlega falleg athöfn.
Andrew Airey er með augnsjúkdóm sem kallast Stargardt. Sjónin hans hefur því versnað gríðarlega undanfarin tuttugu ár.

Hann gifti sig fyrir fimmtán árum og gat á dögunum endurlifað  eigið brúðkaup með gleraugum sem kallast eSight. Hjónin tóku því þá ákvörðun að endurleika brúðkaupið 15 árum síðar, til að Airey gæti loksins séð það.

Airey er í raun lögblindur en samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru lögblindir einstaklingar þeir sem hafa 10% eða minni sjón eða sjónsvið þrengra en 10 gráður.

Það var því eðlilega gaman fyrir manninn að sjá brúðkaupið sitt og báru tilfinningarnar hann einfaldlega ofurliði eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×