„Ég hugsaði: Mér verður nauðgað eða ég drepin“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 21:30 Suzanne Somers. Mynd / Getty Images Leikkonan Suzanne Somers sló í gegn í þáttunum Three’s Company á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Hún var að gefa út bókina Two’s Company: A Fifty-Year Romance with Lessons Learned in Love, Life & Business, en í viðtali við tímaritið People lýsir hún hræðilegri reynslu sem hún lenti í í Mexíkó á áttunda áratugnum. „Ég lá við sundlaugina og allt í einu var óhugnalegur náungi þar,“ segir Suzanne og bætir við að hann hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hann bauð henni gras, sem hún neitaði, og reyndi síðan að kyssa hana. Nýja bókin hennar Suzanne. „Hann datt á mig og ég hljóp inn í hús. Ég var ein með þessu óhugnalega gaur og ég hugsaði: Það er öllum hér sama um mig. Hvað gerist ef ég hleyp niður að sjó? Ég faldi mig í húsinu og heyrði hann segja: Suzanne. Þetta var eins og í hryllingsmynd: Suzanne,“ segir Suzanne. Hún reyndi að gera sig eins litla og hún mögulega gat, enda hræddist hún um líf sitt. „Ég hugsaði: Mér verður nauðgað eða ég drepin. Ég var algjörlega valdalaus.“Morguninn breyttist í martröð Suzanne var í Mexíkó til að sitja fyrir á myndum og sem betur fer komu þrír menn sem unnu við myndatökuna og björguðu henni. Hún fór með þeim að fá sér eitthvað í gogginn og sneri síðan aftur á hótelherbergi sitt til að vera í friði. Þegar hún vaknaði, gerðist nokkuð enn þá verra. „Þegar ég vaknaði um morguninn var ljósmyndari að taka myndir af mér,“ segir Suzanne og heldur áfram. „Hann segir við mig: Ó, þú ert svo fögur. Þú ert svo falleg. Ég tek myndir fyrir Playboy og þú ert með föngulegan líkama. Ef þú situr fyrir í Playboy færðu 15.000 dollara. Leyfðu mér bara að taka nokkrar myndir.“ Suzanne hafði tekið að sér upprunalegu myndatökuna í Mexíkó til að greiða skuldir. Hún var á barmi gjaldþrots á þessum tíma og samþykkti því að láta mynda sig fyrir Playboy.Kærði Playboy Seinna meir fékk hún að vita að hún hefði verið valin leikfélagi (e. Playmate). Hún hafnaði því boði. Myndirnar voru hins vegar birtar nokkrum árum síðar þegar hún sló í gegn í sjónvarpsþættinum Three’s Company. Þá lenti hún í vandræðum með auglýsingasamninga og framleiðendur þáttanna en bjargaði ferlinum með því að deila sögu sinni með blaðamanni Associated Press, Vernon Scott. Eftir að sagan birtist opinberlega, fann Suzanne fyrir miklum stuðningi og kærði tímaritið Playboy fyrir myndabirtinguna. Fregnir herma að hún hafi fengið 50.000 dollara í skaðabætur, sem hún gaf í góðgerðarmál. Joyce DeWitt, John Ritter og Suzanne Somers í hlutverkum sínum í Three's Company. Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Leikkonan Suzanne Somers sló í gegn í þáttunum Three’s Company á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Hún var að gefa út bókina Two’s Company: A Fifty-Year Romance with Lessons Learned in Love, Life & Business, en í viðtali við tímaritið People lýsir hún hræðilegri reynslu sem hún lenti í í Mexíkó á áttunda áratugnum. „Ég lá við sundlaugina og allt í einu var óhugnalegur náungi þar,“ segir Suzanne og bætir við að hann hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hann bauð henni gras, sem hún neitaði, og reyndi síðan að kyssa hana. Nýja bókin hennar Suzanne. „Hann datt á mig og ég hljóp inn í hús. Ég var ein með þessu óhugnalega gaur og ég hugsaði: Það er öllum hér sama um mig. Hvað gerist ef ég hleyp niður að sjó? Ég faldi mig í húsinu og heyrði hann segja: Suzanne. Þetta var eins og í hryllingsmynd: Suzanne,“ segir Suzanne. Hún reyndi að gera sig eins litla og hún mögulega gat, enda hræddist hún um líf sitt. „Ég hugsaði: Mér verður nauðgað eða ég drepin. Ég var algjörlega valdalaus.“Morguninn breyttist í martröð Suzanne var í Mexíkó til að sitja fyrir á myndum og sem betur fer komu þrír menn sem unnu við myndatökuna og björguðu henni. Hún fór með þeim að fá sér eitthvað í gogginn og sneri síðan aftur á hótelherbergi sitt til að vera í friði. Þegar hún vaknaði, gerðist nokkuð enn þá verra. „Þegar ég vaknaði um morguninn var ljósmyndari að taka myndir af mér,“ segir Suzanne og heldur áfram. „Hann segir við mig: Ó, þú ert svo fögur. Þú ert svo falleg. Ég tek myndir fyrir Playboy og þú ert með föngulegan líkama. Ef þú situr fyrir í Playboy færðu 15.000 dollara. Leyfðu mér bara að taka nokkrar myndir.“ Suzanne hafði tekið að sér upprunalegu myndatökuna í Mexíkó til að greiða skuldir. Hún var á barmi gjaldþrots á þessum tíma og samþykkti því að láta mynda sig fyrir Playboy.Kærði Playboy Seinna meir fékk hún að vita að hún hefði verið valin leikfélagi (e. Playmate). Hún hafnaði því boði. Myndirnar voru hins vegar birtar nokkrum árum síðar þegar hún sló í gegn í sjónvarpsþættinum Three’s Company. Þá lenti hún í vandræðum með auglýsingasamninga og framleiðendur þáttanna en bjargaði ferlinum með því að deila sögu sinni með blaðamanni Associated Press, Vernon Scott. Eftir að sagan birtist opinberlega, fann Suzanne fyrir miklum stuðningi og kærði tímaritið Playboy fyrir myndabirtinguna. Fregnir herma að hún hafi fengið 50.000 dollara í skaðabætur, sem hún gaf í góðgerðarmál. Joyce DeWitt, John Ritter og Suzanne Somers í hlutverkum sínum í Three's Company.
Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira