„Ég talaði við mömmu í símann um tíu leytið um kvöldið þegar búið var að opna pakka, og það var bara gott hljóðið í henni. Við bara kvöddumst og ætluðum að hittast daginn eftir. Það sem gerist er að eftir miðnætti þegar fólk er farið að undirbúa svefn þá hnígur hún niður á stofugólfinu,“ segir Hulda en viðbrögðin á svæðinu voru mjög góð en faðir hennar var slökkviliðsmaður til margra ára.
„Þeir voru komnir með sjúkrabílinn eftir mjög stuttan tíma og keyrðu hana í bæinn þar sem að við biðum eftir henni. Hún náði aldrei púlsinum upp og fékk massífa kransæðastíflu og dó bara fyrir framan okkur öll.“
Hulda segir að þetta hafi tekið mikið á alla fjölskylduna en móðir hennar var aðeins 55 ára gömul þegar hún kvaddi þennan heim.
„Þetta var mjög glæsileg kona. Grönn og alltaf að hreyfa sig.“
Hér að neðan má sjá viðtalið við Huldu í heild sinni.