Sport

Júlían heimsmeistari annað árið í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Júlían Jóhannsson
Júlían Jóhannsson mynd/kraftlyftingasamband íslands
Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson úr Ármanni vann í dag bronsverðlaun á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum.

Júlían vann einnig til gullverðlauna í réttstöðulyftu, annað árið í röð. Hann lyfti 370 kílóum, sem duggðu til sigurs í greininni. Júlían reyndi við 400kg, sem er heimsmetið í greininni, en án árangurs.

Júlían var með 1060kg í samanlögðum árangri sem skilaði honum bronsi í yfirþungavigt (+120kg flokki).

Úkraínumaðurinn Volodymyr Svistunov og Tékkinn David Lupac lyftu báðir 1127,5 kílóum.

Júlían lyfti 390kg í hnébeygju og 300kg í bekkpressu.

Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar keppti í gær í 120kg flokki. Honum tókst ekki að fá gilda hnébeygju og var því úr leik í samanlagðri keppni.

Hann náði fjórða sæti í bekkpressu með því að lyfta 295kg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×