Missti framan af putta í X-Factor: Voru fráskilin í 16 ár en Inga Sæland fór á skeljarnar í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2017 10:30 Inga og Ólafur ætla gifta sig aftur um jólin. Inga Sæland kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík og er einn af sigurvegurum kosningahelgarinnar, en Flokkur Fólksins kom fjórum mönnum inn á þing. Inga Sæland var til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Inga fæddist á Ólafsfirði þann 3. ágúst árið 1959. Hún er næstyngst fjögurra systkina og dóttir þeirra Ástvalds Einars Steinssonar, sjómanns, og Sigríðar Sæland Jónsdóttur húsmóður. Hún er fráskilin fjögurra barna móðir og amma þriggja barna. Inga var nánast alveg blind fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Manni var strítt svolítið mikið út af því að maður var kannski ekki alveg eins og allir hinir,“ segir Inga. En hefur þetta haft mikil áhrif á líf hennar? „Ég var stundum að fara sækja börnin mín út í sandkassann og þá voru þetta kannski bara börnin hennar Erlu í næsta húsi og mínir voru bara búnir að stinga af.“ Inga hefur unun af söng og hefur keppt í hinum ýmsu söngkeppnum. „Ég er algjörlega óskorin karaoke-drottning og það í góðri merkingu. Ég á karaoke-græjur úti í skúr, svona alvöru græjur.“Inga stóð sig vel í X-Factor.Hún hefur unnið sem söngkona á Spáni. „Við ákváðum það að fara út með börnin og vorum þarna í tvö sumur. Við fengum húsnæði og borðuðum á staðnum hjá karlinum. Við vorum því nokkuð sjálfbær á Spáni, en vorum kannski ekki að þéna peninga á söngnum.“ Það var í X-Factor á Stöð 2 sem Inga kom fyrir sjónir almennings og komst alla leið í úrslitin í Smáralind. „Þetta var gaman en ég myndi ekki gera þetta aftur. Þetta var ansi dýrkeypt og ég missti framan af fingri í þáttunum. Við vorum að auglýsa einhvern bíl fyrir Heklu, minnir mig, og það bara skall hurð á minn fingur.“ Inga er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam stjórnmálafræði og lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Inga var gift Ólafi Má Guðmundssyni og eftir að hafa verið í sundur í sextán ár tóku þau saman nýverið aftur og stefna á það að gifta sig á ný um jólin. „Við höfum alltaf verið vinir en ég verð að viðurkenna það að ég bað hans aftur núna í sumar og var að biðja hann um að giftast mér.“Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Inga Sæland kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík og er einn af sigurvegurum kosningahelgarinnar, en Flokkur Fólksins kom fjórum mönnum inn á þing. Inga Sæland var til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Inga fæddist á Ólafsfirði þann 3. ágúst árið 1959. Hún er næstyngst fjögurra systkina og dóttir þeirra Ástvalds Einars Steinssonar, sjómanns, og Sigríðar Sæland Jónsdóttur húsmóður. Hún er fráskilin fjögurra barna móðir og amma þriggja barna. Inga var nánast alveg blind fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Manni var strítt svolítið mikið út af því að maður var kannski ekki alveg eins og allir hinir,“ segir Inga. En hefur þetta haft mikil áhrif á líf hennar? „Ég var stundum að fara sækja börnin mín út í sandkassann og þá voru þetta kannski bara börnin hennar Erlu í næsta húsi og mínir voru bara búnir að stinga af.“ Inga hefur unun af söng og hefur keppt í hinum ýmsu söngkeppnum. „Ég er algjörlega óskorin karaoke-drottning og það í góðri merkingu. Ég á karaoke-græjur úti í skúr, svona alvöru græjur.“Inga stóð sig vel í X-Factor.Hún hefur unnið sem söngkona á Spáni. „Við ákváðum það að fara út með börnin og vorum þarna í tvö sumur. Við fengum húsnæði og borðuðum á staðnum hjá karlinum. Við vorum því nokkuð sjálfbær á Spáni, en vorum kannski ekki að þéna peninga á söngnum.“ Það var í X-Factor á Stöð 2 sem Inga kom fyrir sjónir almennings og komst alla leið í úrslitin í Smáralind. „Þetta var gaman en ég myndi ekki gera þetta aftur. Þetta var ansi dýrkeypt og ég missti framan af fingri í þáttunum. Við vorum að auglýsa einhvern bíl fyrir Heklu, minnir mig, og það bara skall hurð á minn fingur.“ Inga er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam stjórnmálafræði og lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Inga var gift Ólafi Má Guðmundssyni og eftir að hafa verið í sundur í sextán ár tóku þau saman nýverið aftur og stefna á það að gifta sig á ný um jólin. „Við höfum alltaf verið vinir en ég verð að viðurkenna það að ég bað hans aftur núna í sumar og var að biðja hann um að giftast mér.“Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira