Sykurhúðaðar líksneiðar Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 11:45 Lilja Rós Olsen er formaður Vegansamtakanna á Íslandi. MYND/ERNIR Grænkerar sjá kjötborð verslana full af blóði drifnum og sundurlimuðum líkum einstaklinga sem voru drepnir til þess eins að fullnægja bragðlaukum mannsins, segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegansamtakanna á Íslandi. Lilja hefur verið grænkeri í hálft annað ár og þótti síst erfitt að hætta að neyta dýraafurða. „Ég hætti ekki að borða dýr vegna þess að mér þótti kjöt vont; ég hætti að leggja mér dýr til munns vegna þess að siðferði mitt leyfði ekki dýraát lengur. Ég hætti að líta á kjöt sem mat og sá bara grimmd og þjáningu í vægðarlausu sláturferli sem á sér stað áður en einstaklingur lendir á diski hjá fólki.“ Lilja segist nú fyrst og fremst sakna trúar sinnar á mannkynið. „Ég missti trú á mannkyninu þegar ég kynnti mér vegan út frá dýravernd og umhverfissjónarmiðum, og er agndofa yfir því að fólk sjái ekki það sem blasir við. Mín eina eftirsjá er sú að ég vildi að einhver hefði sagt mér þetta fyrir löngu. Þá er ég viss um að ég hefði orðið grænkeri miklum mun fyrr.“Maðurinn er að tortíma sérÞað tók Lilju eina helgi að snúa baki við dýraáti. „Sigríður, eiginkona mín, ákvað að prófa veganfæði eftir að hafa fengið garnaflækju og strítt við slæma meltingu í kjölfarið. Helgina á eftir kynnti ég mér allt sem ég komst yfir um vegan og ákvað að snúa blaðinu við eftir að hafa horft á heimildarmyndir um eldisdýraiðnaðinn og allar þær víðtæku hörmungar sem honum fylgja,“ segir Lilja sem í upphafi ætlaði sér að gerast grænkeri heilsunnar vegna er varð illa brugðið eftir uppgötvanir sínar. „Mér blöskraði að mannskepnan er að tortíma sjálfri sér og jörðinni vegna eldisdýraiðnaðarins og æ frekari dýraneyslu. Ég hafði ekki gert mér í hugarlund hversu alvarlegt ástandið er orðið og vil að sjálfsögðu ekkert frekar en að börn mín og barnabörn fái lifað á þessari jörð í framtíðinni.“ Lilja bendir á að maðurinn sé eina dýr jarðar sem drepur sér til skemmtunar. „Fyrir hundruðum ára þurfti maðurinn að veiða sér til matar en á 21. öldinni þarf enginn að borða dýr lengur. Við erum hvorki með vígtennur né klær til að rífa í okkur bráð á veiðum, heldur þurfum við að láta drepa dýrin fyrir okkur og dulbúa líkin til að vilja borða þau. Þá eru meltingarfæri okkar hvorki hönnuð fyrir kjöt eða kúamjólk sem þó er uppistaðan í mataræði flestra og orsök ótal lífsstílssjúkdóma. Sem betur fer er hægt að borða sig út úr veikindum með veganfæði eins og fólk hefur gert út úr þunglyndi og sykursýki og vísað á bug dauðadómi úr krabbameini.“ Þær Lilja og Sigríður fundu fljótt breytingu til batnaðar á heilsufari sínu eftir að þær gerðust grænkerar. „Frá barnsaldri þjáðist ég af mígreni en nú finn ég ekki fyrir því lengur. Ég hef ekki heldur fengið ennis- og kinnholusýkingu síðan ég hætti í mjólkurvörum, en árið á undan hafði ég sex sinnum þurft á sýklalyfjakúr. Meltingarvandi Sigríðar er horfinn og hefur hún losnað við lyf sem hún tók við tíðum ristilkrampa. Ég fann líka mikinn mun á orku í líkamsræktinni og fór loks að sofa í einum dúr um nætur.“ Lilja segir að betur megi upplýsa almenning. „Sem dæmi má nefna bleikan október til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þar styrkir Mjólkursamsalan Krabbameinsfélagið með mjólkursölu, en þó er kúamjólk eitt af því helsta sem talið er valda hormónatengdu krabbameini. Heilsa manna og dýra víkur fyrir peningagræðgi. Lyfjaiðnaðurinn og sjúkrahúsin hætta að græða ef maður borðar ekki það sem gerir mann veikan.“ Lilja Rós Olsen með eiginkonu sinni Sigríði Olsen búfræðingi sem nú leggur stund á framhaldsnám í atferli húsdýra í þeirra náttúrulega umhverfi.MYND/ERNIRLeita að stað fyrir dýraathvarfVegansamtökin á Íslandi voru stofnuð 2010 og eru samtök þeirra sem forðast að neyta dýraafurða af siðferðisástæðum. Tilgangur þeirra er að veita fræðslu um mikilvægi veganisma og minnka eftirspurn eftir dýraafurðum. „Við veitum fræðslu um helstu ástæður veganisma, sem eru dýravernd, umhverfisvernd og heilsuvernd,“ útskýrir Lilja sem tók við starfi formanns í maí. Félagsmenn Vegansamtakanna eru nú 95 talsins og leggur Lilja áherslu á að kynna samtökin enn betur, heilsu, dýra og jarðarinnar vegna. „Við tökum á málefnum líðandi stundar og höfum verið með friðsamleg mótmæli fyrir utan Sláturfélag Suðurlands, sem og mótmæli sem nefnast „Cube of truth, anonymous for the voiceless“, en þá höfum við mætt í svörtum hempum, með grímur fyrir andlitum og tölvur með fróðleik að vopni, sem reynst hefur gríðarsterkt afl í því að miðla boðskapnum.“ Vegnasamtökin vinna líka að því að setja á fót húsdýraathvarf. „Húsdýraathvörf eru til um allan heim. Í þeim á hvert og eitt dýr sína sögu og hægt er að kynnast dýrunum á þeirra forsendum og í þeirra umhverfi, öfugt við það sem gengur og gerist í dýragörðum. Við viljum til dæmis bjarga kúm sem hafa þjónað tilgangi sínum, eru komnar með slitin júgur og búið að taka af marga kálfa. Kúm er yfirleitt slátrað fimm ára en geta lifað í 25 ár,“ útskýrir Lilja og óskar eftir að hver sá sem veit af hentugu húsnæði eða jörð fyrir dýraathvarf megi gjarnan hafa samband við Vegansamtökin. „Allt sem fram fer í húsdýraathvarfi er á forsendum dýranna,“ segir Lilja. „Einu sinni til tvisvar í mánuði eru heimsóknir leyfilegar í dýraathvarfið og þá má klappa dýri, en eingöngu ef dýrið er í stuði fyrir klapp. Þetta er annað en að fara í dýragarð, klappa svínum og fara svo heim í egg og beikon. Fólk kallar sig dýravini en borgar þó hiklaust fyrir dýraníð til að fullnægja eigin ánægju og bragðlaukum. Það er þyngra en tárum taki að mennirnir telji sig æðri dýrum en satt að segja finnst mér maðurinn nú vitgrennsta dýrið í fæðukeðjunni, enda að tortíma jörðinni fyrir hinum.“Steik er rotnandi lík Lilja leggur stund á einkaþjálfun og næringarfræði, þar sem hún hefur borið saman hlutfall prótíns, kalks og járns úr dýraafurðum og plöntufæði. „Þar sýna niðurstöður að grænkerar fá í langflestum tilfellum meira út úr sínu jurtafæði en þeir sem neyta dýrafæðis. Margir gagnrýna veganmataræði á þeim forsendum að það skorti prótín og lífsnauðsynleg næringarefni en allt finnst það líka í plöntun. Það stenst enda ekki skoðun að maður þurfi að fá næringarefni í gegnum annan einstakling sem fær alla sína næringu úr plöntum.“ Lilja segist finna fyrir mikilli vitundarvakningu í samfélaginu en þó þurfi enn að opna augu fólks betur. „Við erum stundum minnt á hungursneyð í heimi okkar sjö milljarða manna en þó er til matur fyrir ellefu milljarða. Hungursneyðin skrifast á eldisdýraiðnaðinn og vonda keðjuverkun í náttúrunni sem veldur uppskerubresti og gróðurhúsaáhrifum,“ segir Lilja og bætir við að fæstir leiði hugann að þjáningu eða umhverfistjóni þegar þeir gæði sér á safaríkri nautasteik. „Fólk fær heldur ekki að kynna sér sykurhúðaðan eldisdýraiðnaðinn. Nýjasta sykurhúðunin er hreint kjöt en í raun er ekki til neitt slíkt. Um leið og dýr hættir að anda byrjar það að rotna og því er blóðuga nautasteikin ekkert annað en rotnandi lík, græn og grá, en sem búið er að sprauta í rotvarnarefnum svo að hún líti betur út á gafflinum.“ Hún segir að breyta þurfi hugsunarhætti fólks og opna augu þess fyrir kaldhæðni sem birtist víða. „Til dæmis skrifa Vesturlandabúar undir undirskriftalista um að Asíubúar hætti að borða hunda og ketti, á meðan þeir halda á beikonsamloku í hinni hendinni, grunlausir um að svínum er sumstaðar skellt lifandi ofan í sjóðandi potta. Þá mundi jörðin vitaskuld ekki fyllast af dýrum þótt maðurinn hætti að borða þau. Eldisdýraiðnaðurinn viðheldur offjölgun umfram það sem mundi gerast af náttúrulegum orsökum vegna offramleiðslu dýra sem fæðast og deyja að óþörfu.“Pálínuboð á Vegandegi Síðan Lilja gerðist grænkeri hefur matarmarkaður hér á landi vaxið ríkulega og auðvelt að útbúa sælkerarétti úr jurtaríkinu. „Í tilefni alþjóðlega Vegandagsins í dag verðum við með glæsilegt Pálínuboð ásamt Samtökum grænmetisæta á Íslandi. Þar geta gestir og gangandi gætt sér á girnilegum vegankrásum og spjallað við fólk sem er uppfullt af fróðleik,“ segir Lilja og hvetur sem flesta til að koma og smakka. „Það er auðvelt og spennandi að prófa að vera vegan í einn dag. Margir verða undrandi á því hversu maturinn er góður. Flestar verslanir eru fullar af ljúffengri veganmatvöru og af nógu að taka, eins og veganostum, veganfiski, veganhakki og vegankjúkling sem allt er unnið úr jurtaríkinu og smakkast dásamlega,“ segir Lilja, sem á gamla mataræðinu var sólgin í hvítt mjólkursúkkulaði sem hún saknaði í fyrstu. „Ég varð því himinglöð þegar ég fann sambærilega gott hvítt vegansúkkulaði. Þá er mjög margt vegan í hillum verslana án þess að fólk geri sér grein fyrir því, eins og Skittles-kúlur og Turkish Pepper-brjóstsykur, allt Oreo-kex, flest snakk og Picnic-fermingarfranskar. Við erum því langt í frá illa haldin og hægt að vera bæði hollur og óhollur grænkeri.“Sjá nánar á vegansamtokin.is. Pálínuboð Vegansamtakanna og Samtaka grænmetisæta á Íslandi verður haldið í Múltíkúltí á Barónsstíg 3 í kvöld, 1. nóvember, frá klukkan 19.30 til 22.30. Allir hjartanlega velkomnir. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Grænkerar sjá kjötborð verslana full af blóði drifnum og sundurlimuðum líkum einstaklinga sem voru drepnir til þess eins að fullnægja bragðlaukum mannsins, segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegansamtakanna á Íslandi. Lilja hefur verið grænkeri í hálft annað ár og þótti síst erfitt að hætta að neyta dýraafurða. „Ég hætti ekki að borða dýr vegna þess að mér þótti kjöt vont; ég hætti að leggja mér dýr til munns vegna þess að siðferði mitt leyfði ekki dýraát lengur. Ég hætti að líta á kjöt sem mat og sá bara grimmd og þjáningu í vægðarlausu sláturferli sem á sér stað áður en einstaklingur lendir á diski hjá fólki.“ Lilja segist nú fyrst og fremst sakna trúar sinnar á mannkynið. „Ég missti trú á mannkyninu þegar ég kynnti mér vegan út frá dýravernd og umhverfissjónarmiðum, og er agndofa yfir því að fólk sjái ekki það sem blasir við. Mín eina eftirsjá er sú að ég vildi að einhver hefði sagt mér þetta fyrir löngu. Þá er ég viss um að ég hefði orðið grænkeri miklum mun fyrr.“Maðurinn er að tortíma sérÞað tók Lilju eina helgi að snúa baki við dýraáti. „Sigríður, eiginkona mín, ákvað að prófa veganfæði eftir að hafa fengið garnaflækju og strítt við slæma meltingu í kjölfarið. Helgina á eftir kynnti ég mér allt sem ég komst yfir um vegan og ákvað að snúa blaðinu við eftir að hafa horft á heimildarmyndir um eldisdýraiðnaðinn og allar þær víðtæku hörmungar sem honum fylgja,“ segir Lilja sem í upphafi ætlaði sér að gerast grænkeri heilsunnar vegna er varð illa brugðið eftir uppgötvanir sínar. „Mér blöskraði að mannskepnan er að tortíma sjálfri sér og jörðinni vegna eldisdýraiðnaðarins og æ frekari dýraneyslu. Ég hafði ekki gert mér í hugarlund hversu alvarlegt ástandið er orðið og vil að sjálfsögðu ekkert frekar en að börn mín og barnabörn fái lifað á þessari jörð í framtíðinni.“ Lilja bendir á að maðurinn sé eina dýr jarðar sem drepur sér til skemmtunar. „Fyrir hundruðum ára þurfti maðurinn að veiða sér til matar en á 21. öldinni þarf enginn að borða dýr lengur. Við erum hvorki með vígtennur né klær til að rífa í okkur bráð á veiðum, heldur þurfum við að láta drepa dýrin fyrir okkur og dulbúa líkin til að vilja borða þau. Þá eru meltingarfæri okkar hvorki hönnuð fyrir kjöt eða kúamjólk sem þó er uppistaðan í mataræði flestra og orsök ótal lífsstílssjúkdóma. Sem betur fer er hægt að borða sig út úr veikindum með veganfæði eins og fólk hefur gert út úr þunglyndi og sykursýki og vísað á bug dauðadómi úr krabbameini.“ Þær Lilja og Sigríður fundu fljótt breytingu til batnaðar á heilsufari sínu eftir að þær gerðust grænkerar. „Frá barnsaldri þjáðist ég af mígreni en nú finn ég ekki fyrir því lengur. Ég hef ekki heldur fengið ennis- og kinnholusýkingu síðan ég hætti í mjólkurvörum, en árið á undan hafði ég sex sinnum þurft á sýklalyfjakúr. Meltingarvandi Sigríðar er horfinn og hefur hún losnað við lyf sem hún tók við tíðum ristilkrampa. Ég fann líka mikinn mun á orku í líkamsræktinni og fór loks að sofa í einum dúr um nætur.“ Lilja segir að betur megi upplýsa almenning. „Sem dæmi má nefna bleikan október til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þar styrkir Mjólkursamsalan Krabbameinsfélagið með mjólkursölu, en þó er kúamjólk eitt af því helsta sem talið er valda hormónatengdu krabbameini. Heilsa manna og dýra víkur fyrir peningagræðgi. Lyfjaiðnaðurinn og sjúkrahúsin hætta að græða ef maður borðar ekki það sem gerir mann veikan.“ Lilja Rós Olsen með eiginkonu sinni Sigríði Olsen búfræðingi sem nú leggur stund á framhaldsnám í atferli húsdýra í þeirra náttúrulega umhverfi.MYND/ERNIRLeita að stað fyrir dýraathvarfVegansamtökin á Íslandi voru stofnuð 2010 og eru samtök þeirra sem forðast að neyta dýraafurða af siðferðisástæðum. Tilgangur þeirra er að veita fræðslu um mikilvægi veganisma og minnka eftirspurn eftir dýraafurðum. „Við veitum fræðslu um helstu ástæður veganisma, sem eru dýravernd, umhverfisvernd og heilsuvernd,“ útskýrir Lilja sem tók við starfi formanns í maí. Félagsmenn Vegansamtakanna eru nú 95 talsins og leggur Lilja áherslu á að kynna samtökin enn betur, heilsu, dýra og jarðarinnar vegna. „Við tökum á málefnum líðandi stundar og höfum verið með friðsamleg mótmæli fyrir utan Sláturfélag Suðurlands, sem og mótmæli sem nefnast „Cube of truth, anonymous for the voiceless“, en þá höfum við mætt í svörtum hempum, með grímur fyrir andlitum og tölvur með fróðleik að vopni, sem reynst hefur gríðarsterkt afl í því að miðla boðskapnum.“ Vegnasamtökin vinna líka að því að setja á fót húsdýraathvarf. „Húsdýraathvörf eru til um allan heim. Í þeim á hvert og eitt dýr sína sögu og hægt er að kynnast dýrunum á þeirra forsendum og í þeirra umhverfi, öfugt við það sem gengur og gerist í dýragörðum. Við viljum til dæmis bjarga kúm sem hafa þjónað tilgangi sínum, eru komnar með slitin júgur og búið að taka af marga kálfa. Kúm er yfirleitt slátrað fimm ára en geta lifað í 25 ár,“ útskýrir Lilja og óskar eftir að hver sá sem veit af hentugu húsnæði eða jörð fyrir dýraathvarf megi gjarnan hafa samband við Vegansamtökin. „Allt sem fram fer í húsdýraathvarfi er á forsendum dýranna,“ segir Lilja. „Einu sinni til tvisvar í mánuði eru heimsóknir leyfilegar í dýraathvarfið og þá má klappa dýri, en eingöngu ef dýrið er í stuði fyrir klapp. Þetta er annað en að fara í dýragarð, klappa svínum og fara svo heim í egg og beikon. Fólk kallar sig dýravini en borgar þó hiklaust fyrir dýraníð til að fullnægja eigin ánægju og bragðlaukum. Það er þyngra en tárum taki að mennirnir telji sig æðri dýrum en satt að segja finnst mér maðurinn nú vitgrennsta dýrið í fæðukeðjunni, enda að tortíma jörðinni fyrir hinum.“Steik er rotnandi lík Lilja leggur stund á einkaþjálfun og næringarfræði, þar sem hún hefur borið saman hlutfall prótíns, kalks og járns úr dýraafurðum og plöntufæði. „Þar sýna niðurstöður að grænkerar fá í langflestum tilfellum meira út úr sínu jurtafæði en þeir sem neyta dýrafæðis. Margir gagnrýna veganmataræði á þeim forsendum að það skorti prótín og lífsnauðsynleg næringarefni en allt finnst það líka í plöntun. Það stenst enda ekki skoðun að maður þurfi að fá næringarefni í gegnum annan einstakling sem fær alla sína næringu úr plöntum.“ Lilja segist finna fyrir mikilli vitundarvakningu í samfélaginu en þó þurfi enn að opna augu fólks betur. „Við erum stundum minnt á hungursneyð í heimi okkar sjö milljarða manna en þó er til matur fyrir ellefu milljarða. Hungursneyðin skrifast á eldisdýraiðnaðinn og vonda keðjuverkun í náttúrunni sem veldur uppskerubresti og gróðurhúsaáhrifum,“ segir Lilja og bætir við að fæstir leiði hugann að þjáningu eða umhverfistjóni þegar þeir gæði sér á safaríkri nautasteik. „Fólk fær heldur ekki að kynna sér sykurhúðaðan eldisdýraiðnaðinn. Nýjasta sykurhúðunin er hreint kjöt en í raun er ekki til neitt slíkt. Um leið og dýr hættir að anda byrjar það að rotna og því er blóðuga nautasteikin ekkert annað en rotnandi lík, græn og grá, en sem búið er að sprauta í rotvarnarefnum svo að hún líti betur út á gafflinum.“ Hún segir að breyta þurfi hugsunarhætti fólks og opna augu þess fyrir kaldhæðni sem birtist víða. „Til dæmis skrifa Vesturlandabúar undir undirskriftalista um að Asíubúar hætti að borða hunda og ketti, á meðan þeir halda á beikonsamloku í hinni hendinni, grunlausir um að svínum er sumstaðar skellt lifandi ofan í sjóðandi potta. Þá mundi jörðin vitaskuld ekki fyllast af dýrum þótt maðurinn hætti að borða þau. Eldisdýraiðnaðurinn viðheldur offjölgun umfram það sem mundi gerast af náttúrulegum orsökum vegna offramleiðslu dýra sem fæðast og deyja að óþörfu.“Pálínuboð á Vegandegi Síðan Lilja gerðist grænkeri hefur matarmarkaður hér á landi vaxið ríkulega og auðvelt að útbúa sælkerarétti úr jurtaríkinu. „Í tilefni alþjóðlega Vegandagsins í dag verðum við með glæsilegt Pálínuboð ásamt Samtökum grænmetisæta á Íslandi. Þar geta gestir og gangandi gætt sér á girnilegum vegankrásum og spjallað við fólk sem er uppfullt af fróðleik,“ segir Lilja og hvetur sem flesta til að koma og smakka. „Það er auðvelt og spennandi að prófa að vera vegan í einn dag. Margir verða undrandi á því hversu maturinn er góður. Flestar verslanir eru fullar af ljúffengri veganmatvöru og af nógu að taka, eins og veganostum, veganfiski, veganhakki og vegankjúkling sem allt er unnið úr jurtaríkinu og smakkast dásamlega,“ segir Lilja, sem á gamla mataræðinu var sólgin í hvítt mjólkursúkkulaði sem hún saknaði í fyrstu. „Ég varð því himinglöð þegar ég fann sambærilega gott hvítt vegansúkkulaði. Þá er mjög margt vegan í hillum verslana án þess að fólk geri sér grein fyrir því, eins og Skittles-kúlur og Turkish Pepper-brjóstsykur, allt Oreo-kex, flest snakk og Picnic-fermingarfranskar. Við erum því langt í frá illa haldin og hægt að vera bæði hollur og óhollur grænkeri.“Sjá nánar á vegansamtokin.is. Pálínuboð Vegansamtakanna og Samtaka grænmetisæta á Íslandi verður haldið í Múltíkúltí á Barónsstíg 3 í kvöld, 1. nóvember, frá klukkan 19.30 til 22.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira