Lífið

Dæmdur af útlitinu: Aldrei smakkað nein vímuefni og reynir að vera góð fyrirmynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Hroði hefur verið að æfa stíft.
Rúnar Hroði hefur verið að æfa stíft.
Fjallað verður um Rúnar Hroða Geirmundsson í Íslandi í dag í kvöld. Kjartan Atli Kjartansson fékk að fylgjast með honum á æfingum fyrir heimsmeistaramótið í kraftlyftingum sem fram fer í Las Vegas um helgina.

Rúnar þykir sigurstranglegur í sínum flokki og tekur næstum því fjórfalda líkamsþyngd í hnébeygju.

„Ég hef aldrei smakkað áfengi, aldrei smakkað tóbak eða nein vímuefni. Ég reyni bara að vera góð fyrirmynd og ég held að fólk sé að átta sig á þessu, þó maður sé svona útlítandi,“ segir Rúnar, sem skartar fjölmörgum húðflúrum, meðal annars í þættinum í kvöld.

Hér að neðan má sjá brot úr honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.