Lífið

Anna skilur ekkert: Fann alveg eins bíl með sömu númeraplötu og hennar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúleg tilviljun sem getur varla staðist.
Ótrúleg tilviljun sem getur varla staðist.
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos á Íslandi, lenti heldur betur í einkennilegu atviki í dag.

Atvikið átti sér stað fyrir utan réttingarverkstæði í Reykjavík en Anna á dökkgráan WV Golf með bílnúmerinu FL Z11.

Fyrir utan verkstæðið var annar nákvæmlega eins WV Golf og með sama bílnúmerið.

Anna greinir frá þessu á Twitter og lætur myndband fylgja með.

Uppfært klukkan 16:37. Rætt var nánar um málið við Önnu Fríðu.

„Ég fer á þetta réttingarstæði til þess að láta sprauta glös fyrir Domino's körfuboltakvöld. Það var algjör tilviljun að ég hafi verið að fara þangað en ég hringdi í þá svona fimm mínútum áður til að athuga hvort ég mætti skilja glösin eftir og þeir myndu sprauta þau þegar þeir hefðu tíma,“ segir Anna Fríða í samtali við Vísi.

„Ég legg bílnum og labba að réttingarverkstæðinu og sé þá þennan bíl. Hann var alveg klesstur að framan þannig það var engin númeraplata að framan en alveg óskemmdur að aftan.  Ég var ekkert með bílinn minn í viðgerð eða neitt þannig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.