Verður fyrir miklum fordómum, ætlar að taka upp nafnið Hroði og er besti vinur tollvarða Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2017 11:30 Rúnar Geirmundsson keppir í Las Vegas á næstu dögum. Fjallað var um Rúnar „Hroða“ Geirmundsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Kjartan Atli Kjartansson fékk að fylgjast með honum á æfingum fyrir heimsmeistaramótið í kraftlyftingum sem fram fer í Las Vegas um helgina. Rúnar þykir sigurstranglegur í sínum flokki og tekur næstum því fjórfalda líkamsþyngd í hnébeygju. „Þetta er margra mánaða undirbúningur og ég hef verið að undirbúa mig 100% í fjóra til fimm mánuði,“ segir Rúnar. Samfélagsmiðlar hafa breytt lífi Rúnars töluvert þegar kemur að því að lifa af sportinu. „Það eru loksins komnir peningar inn í þetta með tilkomu samfélagsmiðla. Þá eru fyrirtæki og jafnvel einstaklingar að styrkja mann. Ég er búinn að gera þetta í tíu ár og það kom í raun úr mínum eigin vasa fyrstu átta árin.“ Rúnar segist vilja vera góð fyrirmynd.„Ég hef aldrei smakkað áfengi, aldrei smakkað tóbak eða nein vímuefni. Ég reyni bara að vera góð fyrirmynd og ég held að fólk sé að átta sig á þessu, þó maður sé svona útlítandi. Þegar fólk spyr mig hvort ég sé eitthvað að fá mér og ég svara því neitandi þá heldur það oft að ég sé í AA.“ Fólki bregður hreinlega þegar hann segist aldrei hafa prófað nein efni. Rúnar segir að það sé mjög erfitt að ferðast. „Ég er í raun besti vinur tollvarðana. Ég er oft kannski kominn í gegn og þá sjá öryggisverðirnir mig í myndavélunum og kalla mig til baka. Maður verður bara að taka þessu með bros á vör.“ Rúnar kallaður Hróði en hvaðan kemur það nafn? „Það er góð saga núna en var það kannski ekki áður. Þetta kemur frá því að einn félaginn minn kallaði mig Hróðinn eftir fyrsta mótið og mér fannst það frekar geðveikt. En þá var hann víst bara að gera grín að mér, ég var ekkert sterkur,“ segir Rúnar og bætir við að hann sé að hugsa um að fá þetta nafn samþykkt. Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gær. Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Fjallað var um Rúnar „Hroða“ Geirmundsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Kjartan Atli Kjartansson fékk að fylgjast með honum á æfingum fyrir heimsmeistaramótið í kraftlyftingum sem fram fer í Las Vegas um helgina. Rúnar þykir sigurstranglegur í sínum flokki og tekur næstum því fjórfalda líkamsþyngd í hnébeygju. „Þetta er margra mánaða undirbúningur og ég hef verið að undirbúa mig 100% í fjóra til fimm mánuði,“ segir Rúnar. Samfélagsmiðlar hafa breytt lífi Rúnars töluvert þegar kemur að því að lifa af sportinu. „Það eru loksins komnir peningar inn í þetta með tilkomu samfélagsmiðla. Þá eru fyrirtæki og jafnvel einstaklingar að styrkja mann. Ég er búinn að gera þetta í tíu ár og það kom í raun úr mínum eigin vasa fyrstu átta árin.“ Rúnar segist vilja vera góð fyrirmynd.„Ég hef aldrei smakkað áfengi, aldrei smakkað tóbak eða nein vímuefni. Ég reyni bara að vera góð fyrirmynd og ég held að fólk sé að átta sig á þessu, þó maður sé svona útlítandi. Þegar fólk spyr mig hvort ég sé eitthvað að fá mér og ég svara því neitandi þá heldur það oft að ég sé í AA.“ Fólki bregður hreinlega þegar hann segist aldrei hafa prófað nein efni. Rúnar segir að það sé mjög erfitt að ferðast. „Ég er í raun besti vinur tollvarðana. Ég er oft kannski kominn í gegn og þá sjá öryggisverðirnir mig í myndavélunum og kalla mig til baka. Maður verður bara að taka þessu með bros á vör.“ Rúnar kallaður Hróði en hvaðan kemur það nafn? „Það er góð saga núna en var það kannski ekki áður. Þetta kemur frá því að einn félaginn minn kallaði mig Hróðinn eftir fyrsta mótið og mér fannst það frekar geðveikt. En þá var hann víst bara að gera grín að mér, ég var ekkert sterkur,“ segir Rúnar og bætir við að hann sé að hugsa um að fá þetta nafn samþykkt. Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gær.
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira