Verður fyrir miklum fordómum, ætlar að taka upp nafnið Hroði og er besti vinur tollvarða Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2017 11:30 Rúnar Geirmundsson keppir í Las Vegas á næstu dögum. Fjallað var um Rúnar „Hroða“ Geirmundsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Kjartan Atli Kjartansson fékk að fylgjast með honum á æfingum fyrir heimsmeistaramótið í kraftlyftingum sem fram fer í Las Vegas um helgina. Rúnar þykir sigurstranglegur í sínum flokki og tekur næstum því fjórfalda líkamsþyngd í hnébeygju. „Þetta er margra mánaða undirbúningur og ég hef verið að undirbúa mig 100% í fjóra til fimm mánuði,“ segir Rúnar. Samfélagsmiðlar hafa breytt lífi Rúnars töluvert þegar kemur að því að lifa af sportinu. „Það eru loksins komnir peningar inn í þetta með tilkomu samfélagsmiðla. Þá eru fyrirtæki og jafnvel einstaklingar að styrkja mann. Ég er búinn að gera þetta í tíu ár og það kom í raun úr mínum eigin vasa fyrstu átta árin.“ Rúnar segist vilja vera góð fyrirmynd.„Ég hef aldrei smakkað áfengi, aldrei smakkað tóbak eða nein vímuefni. Ég reyni bara að vera góð fyrirmynd og ég held að fólk sé að átta sig á þessu, þó maður sé svona útlítandi. Þegar fólk spyr mig hvort ég sé eitthvað að fá mér og ég svara því neitandi þá heldur það oft að ég sé í AA.“ Fólki bregður hreinlega þegar hann segist aldrei hafa prófað nein efni. Rúnar segir að það sé mjög erfitt að ferðast. „Ég er í raun besti vinur tollvarðana. Ég er oft kannski kominn í gegn og þá sjá öryggisverðirnir mig í myndavélunum og kalla mig til baka. Maður verður bara að taka þessu með bros á vör.“ Rúnar kallaður Hróði en hvaðan kemur það nafn? „Það er góð saga núna en var það kannski ekki áður. Þetta kemur frá því að einn félaginn minn kallaði mig Hróðinn eftir fyrsta mótið og mér fannst það frekar geðveikt. En þá var hann víst bara að gera grín að mér, ég var ekkert sterkur,“ segir Rúnar og bætir við að hann sé að hugsa um að fá þetta nafn samþykkt. Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gær. Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Fjallað var um Rúnar „Hroða“ Geirmundsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Kjartan Atli Kjartansson fékk að fylgjast með honum á æfingum fyrir heimsmeistaramótið í kraftlyftingum sem fram fer í Las Vegas um helgina. Rúnar þykir sigurstranglegur í sínum flokki og tekur næstum því fjórfalda líkamsþyngd í hnébeygju. „Þetta er margra mánaða undirbúningur og ég hef verið að undirbúa mig 100% í fjóra til fimm mánuði,“ segir Rúnar. Samfélagsmiðlar hafa breytt lífi Rúnars töluvert þegar kemur að því að lifa af sportinu. „Það eru loksins komnir peningar inn í þetta með tilkomu samfélagsmiðla. Þá eru fyrirtæki og jafnvel einstaklingar að styrkja mann. Ég er búinn að gera þetta í tíu ár og það kom í raun úr mínum eigin vasa fyrstu átta árin.“ Rúnar segist vilja vera góð fyrirmynd.„Ég hef aldrei smakkað áfengi, aldrei smakkað tóbak eða nein vímuefni. Ég reyni bara að vera góð fyrirmynd og ég held að fólk sé að átta sig á þessu, þó maður sé svona útlítandi. Þegar fólk spyr mig hvort ég sé eitthvað að fá mér og ég svara því neitandi þá heldur það oft að ég sé í AA.“ Fólki bregður hreinlega þegar hann segist aldrei hafa prófað nein efni. Rúnar segir að það sé mjög erfitt að ferðast. „Ég er í raun besti vinur tollvarðana. Ég er oft kannski kominn í gegn og þá sjá öryggisverðirnir mig í myndavélunum og kalla mig til baka. Maður verður bara að taka þessu með bros á vör.“ Rúnar kallaður Hróði en hvaðan kemur það nafn? „Það er góð saga núna en var það kannski ekki áður. Þetta kemur frá því að einn félaginn minn kallaði mig Hróðinn eftir fyrsta mótið og mér fannst það frekar geðveikt. En þá var hann víst bara að gera grín að mér, ég var ekkert sterkur,“ segir Rúnar og bætir við að hann sé að hugsa um að fá þetta nafn samþykkt. Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gær.
Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira