Lífið

Bin Laden átti myndbandið af Charlie og stóra bróður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Krúttlegir bræður skemmtu Bin Laden.
Krúttlegir bræður skemmtu Bin Laden.
Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, birti í gærkvöldi fjölda skjala, mynda og myndbanda sem fundust í árásinni á heimili Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda, í Pakistan árið 2011, þegar hann var felldur.

Á meðal skjalanna eru dagbók Bin Laden, myndband frá brúðkaupi sonar hans, heimildarmyndir um hann sjálfan og teiknimyndir.

Meðal skjalanna er um að ræða rúmlega 18 þúsund textaskjöl, 79 þúsund hljóð- og myndaskrár (þar á meðal æfingarupptökur fyrir ræður Bin Laden) og rúmlega tíu þúsund myndbönd. Allt í allt eru skrárnar tæplega 470 þúsund talsins.

Það sem kom sérstaklega á óvart var að myndbandið Charlie bit my finger var að finna í tölvunni hans. 

Myndbandið er eitt þeim allra vinsælustu í sögu YouTube en þar má sjá yngri bróður Charlie bíta hann í puttann, með þeim afleiðingum að hann fer að gráta. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×